Ekki lengur besta land í heimi

Noregur er ekki lengur besta land í heimi. Breivik-tilfellið dregur fram samfélagslega undirstrauma. Hatrið í landi elskunnar virðist óskiljanlegt.

Á þessa leið hefst umfjöllun þýsku útgáfunnar Weltoneline um Breivik og Norðmenn. Þjóðverjum er vel kunnugt um hæfni mannsins til vonsku.

Umfjöllunin í Weltoneline stillir upp sem mótsögn á köflum einfeldningslegri aðdáum Norðmanna á sjálfum sér og fjöldamorðingjanum Breivik. 

Glæpur Breiviks virðist alltof stór til að vera afgreiddur sem undantekningatilfelli einstaklings án mennsku. 


mbl.is Hrollvekjandi frásögn Breiviks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson er blaðamaður sem virðist ekki vanda sig. Kemur ekki á óvart, það er fátt um góða blaðamenn hér á skerinu. 

Umfjöllun þýska blaðsins Die Welt um Breivik hefst ekki á þá leið að Noregur sé ekki lengur besta land í heimi.

Die Welt:  "Norwegen ist nicht mehr nur das beste Land der Welt."

Þannig byrjar umfjöllunin, sem segir allt annað en Páll skrifar.  

Hér er tengill í greinina: 

http://www.welt.de/debatte/kommentare/article106206794/Moerder-Breivik-und-der-Hass-im-Land-der-Liebe.html

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 10:34

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Haukur, þú yrði kannski svo vinsamlegur að útlista hvað þýska greinin segir.

Páll Vilhjálmsson, 21.4.2012 kl. 12:02

3 identicon

Nei, Páll. Nenni því ekki. En umfjöllunin hefst með þeim orðum að Noregur er ekki lengur aðeins besta land í heimi. Sem sagt, þetta ágæta land frænda vorra hefur fleiri eftirtektarverðar hliðar. Og þetta finnst mér vel að orði komist.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 12:36

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Breivik mun því miður um langa hríð standa sem kartafla í koki norsku þjóðarinnar, vegna þess eins að dauðarefsingin hefur verið gerð útlæg. Kvislinga tóku Norðmenn auðveldlega af lífi eftir stríð og urðu sáttari á eftir, bæði við guð og menn. Lifandi Breivik, sakhæfur eður ei, mun verða eins og fleigur í noskri þjóðarsál um langa hríð, nema að Norðmenn beri gæfu til þess að taka hann af lífi. Enginn mun gagnrýna þá fyrir það.

Reyndar er furðulegt að dauðarefsing skuli ekki hafa að nýju komið til alvarlegarar umræðu.

Gústaf Níelsson, 21.4.2012 kl. 20:09

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðið kvislingur varð alþjóðlegt heiti á manni sem er þjóðsvikari og hefði orðið það, hvort sem hann hefði verið tekinn af lífi eða ekki.

Dauðarefsingin yfir honum breytti engu um það.

Og það, hvort Breivik verði í fangelsi ævilangt, sem auðvelt er að framkvæma samkvæmt norskum heimildum, - eða hvort hann verði tekinn af lífi eins og Vidkun Quisling mun engu breyta heldur.

Dauðarefsing er aldrei réttlætanleg og það myndi ekki auka hróður Norðmanna vitund þótt Breivik verði drepinn.

Bæði Breivik og Quisling börðust fyrir því, hvor á sinn hátt, að Evrópua yrði "hreinsuð" af óæskilegu og óæðra fólki með öllum tiltækum ráðum.

Ef nafnið Breivik yrði að samheiti yfir slíka menn eins og nafn Quislings yrði það nöturlegt fyrir hina norsku þjóð, en nöturlegast af öllu ef þeir hlypu til og beittu dauðarefsingu í annað sinn.  

Ómar Ragnarsson, 22.4.2012 kl. 00:32

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Um þetta efni erum við ósammála Ómar. Hvaða skoðun ætli norska þjóðin hafi? Auk þess er það ekkert "lagatæknilegt" atriði eða smekksatriði hvort Breivik verði ævilangt á bak við lás og slá. Sé hann sakhæfur er hámarkslengt á fangelsisdómnum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sé hann ósakhæfur vegna geðveiki, hvað ætla menn að gera þegar honum batnar skyndilega?

Gústaf Níelsson, 22.4.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband