Össur veldur ekki ráðherradómi - út með 'ann

Hvorki í makríldeilunni né Icesave-málinu er dugur í sitjandi utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson veldur ekki embættinu og á að víkja.

Össur veðsetti pólitíska framtíð sína ESB-umsókninni. Í deilum við ESB fara hagsmunir Össurar ekki saman við þjóðarhagsmuni.

Verði ekki gripið í taumana og Össuri vikið úr embætti utanríkisráðherra aukast líkur á að landsdómur verði kallaður saman að loknum næstu þingkosningum. 


mbl.is Framganga ESB einkennist af yfirgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki rétt að þeir sem samþykktu frjálst framsal á sameign þjóðarinnar 1983, verði kallaðir fyrir Landsdóm.

Til að fá úr því skorið hvort eignaréttarákvæði Stjórnarskrárinnar hafi verið brotið.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 21:49

2 identicon

Halldór, frjálst framsal var samþykkt af Jóhönnu og Steingrími árið 1990.

Þegar menn fjalla um grundvallarmál, er lágmarkið að hafa einfaldar staðreyndir á hreinu.

Varðandi Össur vesalinginn, þá grunar mig að hann hafi pantað hörð viðbrögð frá ESB, í lokatilraun til að svelta þjóðina inn í ESB áður en kjörtímabilið er á enda. Það er alveg ljóst að allsherjar viðskiptabann hefur ekki verið í umræðunni innan ESB fram að þessu.

Væri ágætt ef Bjarni Ben og Sigmundur Davíð myndu senda kínverska forsætisráðherranum fyrirspurn um það, hvort Kínverjar geti torgað smá umframbirgðum af fiski næstu misserin, svona á meðan við segjum okkur frá EES, og við leitum nýrra markaða.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 22:30

3 Smámynd: Sólbjörg

Páll og Hilmar, nú gengur púsluspilið upp af hverju mótmæli Össurar vegna hótana ESB voru ekki skrifleg - hann var að mótmæla of mikilli linkind af hálfu ESB gegn íslendingum.

Sólbjörg, 20.4.2012 kl. 22:58

4 Smámynd: Benedikta E

Össur er algjörlega óhæfur og skaðlegur þjóðarhag - út með hann - STRAX - !!!

Benedikta E, 20.4.2012 kl. 22:59

5 Smámynd: Elle_

Já, út með hann.  Og Jóhönnu og Steingrím strax eftir honum.

Elle_, 20.4.2012 kl. 23:04

6 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með ykkur, út með skaðræðin!

Það hlýtur að slá í brýnu milli Jóhönnu og Birgittu eftir daginn í dag vegna mótmæla sem Birgitta skipulagði. Jóhanna mun ekki geta stillt sig.

Sólbjörg, 20.4.2012 kl. 23:26

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Össur er að vinna fyrir hagsmuni Íslands.. ekki ESB.

Það sjá allir (meða örfáir drengir í Heimsksýn)

Sleggjan og Hvellurinn, 20.4.2012 kl. 23:32

8 identicon

Auðvitað skrifar Páll Vilhjálmsson illa um fólk fyrir peninga !

Þið sem eruð að skrifa inn á þessa síðu vitið að Páll Vilhjálmsson er á launum hjá klíkuklúbbum , eigendafélagi bænda og landssambandi íslenskra útvegsmanna, við að skrifa illa um fólk !!!

Ef einhverjum dirfist að skrifa jákvætt um ESB eða gagnrýna kvótgreifana , þá skrifar launaður penninn Páll Vilhjálmsson illa um viðkomandi !!!!

Við sem höfum heilbrigða hugsun og erum ekki á  klafa einhvers , vitum betur og sjáum í gegnum skrifin hjá svona ,,kvislingum"  !!!

JR (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 23:36

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er ekki hægt að finna nógu ljót orð yfir Össur Skarphéðinsson,hann er það mikið ýllfygli gagnvart þjóð sinni.Hann er það mikið sjálfsumglaður og hann kemur ekki auga á vitleisuna sem hann hefur í frammi fyrir mönnum.Mann helvítið verður að fara að sjá að sér og segja af sér sem Ráðherra..

Vilhjálmur Stefánsson, 20.4.2012 kl. 23:55

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

JR

góðru.

satt og rétt

Sleggjan og Hvellurinn, 21.4.2012 kl. 00:09

11 Smámynd: Elle_

Hvellur, vinnumaður Brussel, ver Össurar-skaðræðið.  Össur vinnur fyrir Brussel, ekki Ísland.  Þú ættir að vita það.

Elle_, 21.4.2012 kl. 00:39

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei Össur er að berjast fyrir hagsmuni Íslands að mínu mati.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.4.2012 kl. 00:42

13 Smámynd: Elle_

ÍSLAND sótti aldrei um að fara inn í þvingunarveldið.  Það er mikill minni hluti sem það vill og þú þar með.

Elle_, 21.4.2012 kl. 00:51

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Besti brandari aldarinnar er hjá Sleggu og Hvelli að Össur sé að vinna að hagsmunum þjóðarinnar  Þetta er alveg með ólíkindum að sjá og heyra.   Hversu veruleika fyrrtir geta menn verið jasvona fyrir utan Össur, Jóhönnu og Steingrím?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 00:54

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já Ásthildur... það eru bara allir vitleysingar í kringum þig.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.4.2012 kl. 01:09

16 Smámynd: Elle_

Ekki allir, einn og einn.

Elle_, 21.4.2012 kl. 01:20

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Sleggja þú og Hvellurinn, Ásmundur og nokkrir fleiri sem eru heilaþvegnir af Esb, svona eftir á mun ég hafa afar gaman af því ef mér auðnast  að horfa á ykkur éta ofan í ykkur alla ESB kökuna eins og hún leggur sig og að auki hattinn og helst kápuna líka, og ekki sakaði að þið þyrftuð að éta ofan í ykkur skóna sömuleiðis, auðvita við sama borð og Össu, Jóhanna og Steingrímur, vá hvað það væri fullnægjandi upplifun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 01:30

18 identicon

Það að ESB sé að verja sína menn er ekkert nema bull og vitleysa.

Ennþá undarlegra að segja að Össur verji íslenska hagsmuni svona í ljósi þess sem almenningurinn fær að sjá.

Það geta ekki verið hagsmunir Evrópu að loka úti innflutning frá smáríkinu Íslandi áður en búið er að lokka það inn í sambandið.  Evrópu "vantar" fisk og pólitísk áhrif þrátt fyrir offramleiðslu þess á matvælum.

Það er algjörlega augljóst að hér eru stærri hagsmunir í loftinu eftir að kínverski forsetinn kemur FYRST til Íslands í Evrópuheimsókn sína.  

Hérna sést að ástandið annars í Evrópu er orðið svo slæmt að báknið þar freistast til að dreifa athyglinni með bolabrögðum gagnvart litla Íslandi.

  -Þetta er það næsta við það að fara í stríð gegn herlausu þjóðinni.  -Hverra hagsmuna þjónar það?

jonasgeir (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband