Lýðræði sem grín

Lýðræði er brandari í heimi Jóns Gnarr. Hann varð borgarstjóri út á djókið um ísbjörninn í húsdýragarðinum og kosningaloforðið um að svíkja öll kosningaloforð.

Með því að setja 300 milljónir úr borgarsjóði í sýndarlýðræði býður Jón Gnarr almenningi upp á hlutdeild í fíflaganginum.

Líklega er framhaldsmynd í bígerð; trúðurinn sem endurhannaði lýðræðið sem innkaupaferð. Með réttri markaðssetningu gæti Gnarrinn enn meikað það í útlöndum  - the clown who remade democracy as a shopping experience. 


mbl.is Íbúakosning sem innkaupaferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann þekkir sitt heimafólk. Bryndís Ísfold hljóp út í búðirnar í Brussel eins og frægt er orðið. Legg til að næsta atriði í sýndarlýðræðisleikritinu verði 300 milljón króna sparnaðar verkefni. Þá geta borgarar lagt til að laun varaborgarfulltrúa verði lækkuð aftur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 18:24

2 identicon

Er það ekki jákvætt að við fáum að segja eitthvað um þessi mál.

Kristófer S. (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 19:26

3 identicon

Langar að benda á athugasemd Önnu Maríu. Mér þætti jákvætt að sjá hennar tillögu í framkvæmd.

http://blog.eyjan.is/eirikur/2011/12/28/myrkur-i-101-gnarr-galinn/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 20:13

4 identicon

Enn kemur Páll Vilhjálmsson ekki á óvart !

Ef eitthvað er grín í sambandi við lýðræði, þá er það þessi vefsíða og sá sem er skrifaður fyrir henni !

Borgaður ,,penni"  að skrifa illa umfólk !

JR (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 21:31

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú gerðir margt þarfara en að gera þig að kjána með að agnúast út í Jón Gnarr. Mannstu við hvaða búi hann tók og af hverjum?  Ertu búinn að gleyma hallarbyltingunum, stjórnleysinu, hnífasettunum og jakkafötunum? Ertu búinn að gleyma tilraunum til að stela auðlindum borgarbúa með baktjaldamakki og mútum?  Ertu búinn að gleyma Eykt og vertakamafíunni sem byggði tómu turnana á verðmætustu lóðum bæjarins?  Viltu framsókn aftur? Reykjavíkurlistann? Sjálfstæðismenn eða Samfylkingarmeirihlutann?

Hver er tilgangur þinn með þessum skrifum annar en að gnísta tönnum yfir því að stæsta og rótgrónasta mafía landsins ræður þar ekki ríkjum og rænir? Ergó: Framsóknarflokkurinn.  Hvers málpípa ertu hér íborgarmálum? Hverjir eru hagsmunir þínir?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2012 kl. 02:04

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú vilt halda kastljósinu frá makkerum þínum í Framsókn, þá skaltu fara hljótt. Þið þolið ekki að þessir dagar verði rifjaðir upp fyrir kosningar.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2012 kl. 02:07

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað finnst þér annars um framboð Herdísar Þorgeirsdóttur frá Bifrastarklíkunni? Hún er Eurofil í gegn og situr í ráðum og nefndum Evrópuráðsins. Henni er telft fram af Samfylkingunni til að reyna að treysta það að hér verði ekki framar þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópumálin né önnur hugarefni Jóhönnu og co sem troða þarf ofan í kokið á okkur.

Skrifðau pistil um það Palli og farðu í smá bakgrunnsvinnu. Þá yrði ég dús við þig.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2012 kl. 02:25

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Réttara sagt: hún er forsetaefni Evrópuráðsins hér á Íslandi. Er ekki að verða komið gott af þessum sirkús?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2012 kl. 02:27

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er nú hætt að lesa um borgarpólitík,Orkuveitan eitt flak,en persónulega snertir það mig að sonur minn var í uppsagnarhópnum fyrir jól,eftrir 14 ára starf þar,svo var jú um fleiri. En landsmálin brenna á mér líkt og öðrum,er að koma úr heitri umræðu,þar sem pistla höfundur Ómar G. segir

Grunnvandinn liggur í því,að við stöndum ekki nægilega saman um að reka ræningjana af höndum okkar.... Eg segi ,spyrjum þá ekki hvaða flokk kaust þú,það svíður sárt hjá mörgum. Líklega veit Steingrímur um gamlar syndir Jóhönnu,sem meðráðherra í mörgum stjórnum. Það aftrar þeim ekki að vinna saman.

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2012 kl. 04:26

10 identicon

Er Samfylkingin ekki við völd í Reykjavík? Það blasir við án bakgrunnsvinnu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband