Höft: 3 mánuðir eða 20 ár, spurning um vilja

Gjaldeyrishöft verða ekki lögð af nema í landinu sitji ríkisstjórn með traustan meirihluta og skýra stefnu. Ríkisstjórn myndi tilkynna með 6 til 12 mánaða fyrirvara að höftum yrði aflétt. Almenningur og fyrirtæki fengi ráðrúm til að flýta eða fresta útgjöldum sem háðar eru gjaldeyri, t.d. bifreiðakaupum.

Krónan myndi falla um 20 til 60 prósent þegar höftunum væri aflétt og jafna sig á 5 til 15 prósent lægra gengi en núna. Ferlið tæki nokkrar vikur.

Það er ekkert mál að losa um gjaldeyrishöftin - aðeins spurning um pólitískan vilja.


mbl.is Flókið að viðhalda höftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandinn er miklu meiri en haldið hefur verið fram, það eru ekki 500 miljarðar sem vilja leita út, það eru hvorki meira eða minna en 1000 miljarðar sem bíða þess að fara úr landi, og það gæti með gjaldeyrishöftum tekið ca. 20 ár.

Það er ekki nema ein leið til, út úr þessum vanda, taka upp ríkisdal fasttegdan US dollar strax.

Loka gömlu krónuna inni í gjaldeyrishöftum næstu árin,krónueigendum verði boðið að kaupa ríkistryggð dollara skuldabréf til 20-40 ára með 0.25% vöxtum með 50-60% álagi.

Þetta er eina raunhæfa lausnin sem til er, en það verður að afnema vertrygginguna strax, því hún er skaðvaldur sem býr til froðu sem engin verðmæti standa á bak við.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 13:29

2 identicon

Gjaldeyrishöft bjóða bara upp á einangrun og endalausan kostnað fyrir venjulega Íslendinga.

Þetta mál verður að leysa.  Það er auðvitað lafhægt.

Það sem þarf er vilji eins og Páll segir.  Ekki skræfur og kjána eins og eru núna við völd.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 14:32

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er þetta ekki nokkuð mikið svartsýnisraus að vera að tala um að svo og svo miklir peningar bíði þess að komast úr landi en gleymist ekki að oftast eru nú tvær hliðar á "peningnum".  Ef rétt verður haldið á málum, þá eru líka peningar sem "bíða" eftir að komast inn í landið.  SVO ÞAÐ ER NÚ EKKI EINGÖNGU KOSTNAÐUR SEM HLÝST AF ÞVÍ AÐ AFNEMA GJALDEYRISHÖFTIN..........

Jóhann Elíasson, 23.3.2012 kl. 21:29

4 identicon

Halldór: Það er merkilegt hvað fólk er móttækilegt fyrir hugmyndum um að hægt sé að losna úr höftunum með því að taka hitt eða þetta upp. Vandinn er ekki krónan sem slík heldur að það hefur verið búið til allt of mikið af henni.

Nú er ég svo sem ekki viss um hver besta launin á núverandi vanda er en ég treysti mér til þess að ábyrgjast að hún er ekki sú að breyta skuldum þjóðarbúsins í innlendri mynt í ríkisskuldir í erlendri mynt en það er í raun það sem fellst í þessari nýjustu upptökuhugmynd.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 22:51

5 identicon

Ég mæli með að fólk lesi þessa ágætu grein Lilju Mósesdóttur, því þar er fjallað um þessa og skylda hluti á mannamáli:

http://liljam.is/greinasafn/2012/thjodnyting-einkaskulda-almenningur-blodmjolkadur/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband