Vinstristjórnin, efnahagsbatinn og kosningar

Helsta verkefni hagstjórnarinnar næstu misseri er að efnahagsbatinn verði ekki of hraður að hann endi með kollsteypu. Ráðdeild, ábyrgð og varkárni eru lykilorð. Illu heilli eru kosningar á næsta leiti og freistingar í hverju horni að kaupa sér atkvæði.

Vinstristjórnin, sérstaklega allsherjarráðherrann Steingrímur J.,  gæti deilt út jólagjöfum í september og fram undir áramót til að gleðivíma þiggjenda verði í hámarki undir vorið.

Hægfara bati efnahagskerfisins er í þágu almannahags. Sértækir hagsmunir stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum eru svo önnur Ella, eins og dæmin sanna. 


mbl.is Aðstæður í atvinnulífi enn slæmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efnahagslífið verður aldrei endurreyst nema með nýjum gjaldmiðli og afnámi gjaldeyrishafta.

Því eru hugmyndir Hægri Grænna frábærar: Taka upp ríkisdal sem verði fasttengdur US dollar, og peningamálastefna Seðlabankans aflögð.

Því það var peningamálastefna seðlabankans sem setti efnahagslífið og heimilin á hliðina.

Að setja smæsta gjaldmiðil veraldar á flot og hækka stýrivexti í ca.20%, í stað þess að setja á bindiskyldu á bankana,voru hrein afglöp.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 15:37

2 identicon

Halldór: Við erum með gjaldeyrishöft vegna þess að við erum með miklu meira af peningum á landinu en hagkerfið getur ávaxtað vel eða yfirleitt greitt út. Þess vegna má búast við miklu gengisfalli ef peningunum væri leyft að fara, það verður allt of mikil eftirspurn eftir þeim takmarkaða gjaldeyri sem við hölum inn.

Ég skil ekki hvernig það á að vera lausn að ábyrgjast þessar upphæðir í bandarískum dölum, evrum eða kanadískum dölum. Við eigum samt ekki fyrir þessu.

Tenging við dollar sýnist mér skilvirk leið til að setja ríkið á hausinn, ekki til að komast úr höftunum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 19:18

3 identicon

Vinstri stjórnin er auðvitað að vinna vel eða hitt þó heldur.

Grænt hagkerfi!

Það þýðir að hér á aðeins að vinna með peninga.  Enga framleiðslu takk.  Engin áþreifanleg verðmæti.  Bara bankar.

Ég hélt það væri sjálfstæðisflokknum að kenna hjá þessu fólki að bankarnir fóru með háfleygni sinni með allt á höfuðið!  En það er bara svei mér þá ennþá 2007 hjá ríkisstjórninni.

Það eina sem þarf að passa er að ekki verði byggt á skuldsetningahagkerfi aftur.  Og það á líka við um ríki og bæjarfélög.

Grænt hagkerfi!  Eh púh..

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 19:23

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Halldór. Hafa Hægri grænir eitthvað sagt um það hvernig þeir ætla að tryggja það gengi sem þeir ætla að fastsetja hinn nýja íslenska gjaldmiðil við? Það er eitt að segjast ætla að fastsetja gengið og annað að halda því við. Verði meira útstreymi en innstreymi gjaldeyris þarf annað hvort að fella gengið eða taka lán í erlendum gjaldmilum svo gjaldeyrisforði Seðlabankans klárist ekki.

Nánast allan þann tíma sem danska krónan tvöþúsundfaldaðist í verði miðað við þá íslensku vorum við með fastgengisstefnu. Okkur tókst bara ekki að halda henni. Hvað fær þig til að halda að okkur gangi betur með það í framtíðinni?

Mesta bullið hjá Hægri grænum er þó það að halda að það breyti einhverju þó við tökum upp annan íslenskan gjaldmiðil. Það breytir nákvæmlega engu. Við gerðum þetta þegar við tókum upp nýkrónu sem var 100 sinnum verðmeiri en sú gamla. Það breyttist ekki neitt við það nema hvað allar tölur urðu lægri.

Sigurður M Grétarsson, 22.3.2012 kl. 21:41

5 identicon

Það eru ekki 500 miljarðar sem bíða þess að komast út eins og Seðlabankinn hefur haldið fram, heldur ca. 1000 miljarðar, þannig að hver meðalgreindur maður getur sagt sér það sjálfur að það tekur áratugi að aflétta gjaldeyrishöftum.

Eins og ég skil Hægri Græna, vilja þeir taka upp ríkisdal fasttegdan US dollar,eins og Hongkong dollar,Ástralía og fl.

Síðan virðast þeir vilja halda áfram gjaldeyrishöftum á gömlu krónuna meðan hún lifir, og bjóða óþolimmóðu krónunum að fjárfesta í ríkistryggðum dollara skuldabréfum til 40-50 ára með 50-75% álagi.

Þetta er eina vitræna tillagan sem ég hef séð.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:34

6 identicon

Eins og Sigurður veit þá er líka hægt að styðja við fastgengið úr hinni áttinni, þ.e með að stjórna peningamagni í umferð. Vafalaust hefðum við getað gert það. Það er ekkert náttúrulögmál að gjaldmiðill smáþjóðar þurfi stöðugt að falla í verði. Má nefna gömlu maltversku líruna sem dæmi um lítinn gjaldmiðil sem hélt verðgildi sínu.

Það er hinsvegar spurning hvort að við hefðum getað rekið "agaða" peningastefnu og náð þeim mikla efnahagslega árangri sem við höfum náð á meðan krónan hefur fallið niður í 1/2000 af þeirri dönsku. Það má ekki gleyma því að Ísland var þróunarríki þegar tenging myntanna var rofin.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband