Króna, evra og vantraust á stjórnmálamenn

Jóhanna Sig., Össur, Björn Valur Gíslason og fleiri íslenskir stjórnmálamenn reyna að selja okkur þá kenningu að krónan sé ónýt. Kenningin byggir á þeirra forsendu að krónan hefði verið sjálfstæður orsakavaldur að hruninu og að hún stuðli að óstöðugleika. Ef kenningin er rétt ætti evran að fyrirbyggja hrun og stuðla að stöðugleika.

En það er öðru nær. Írland býr við óstöðugleika og 15 - 20 prósent atvinnuleysi; Grikkland er búið að fá tvo björgunarpakka frá ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og þar sem samt óstöðugleiki með óeirðum á götum úti.

Nei, krónan er ekki ástæða hruns og óstöðugleika. Stjórnmálamenn eru aftur á móti sjálfstæður orsakavaldur að óstöðugleika og efnahagsvanda. Þjóðin veit það eins og sést á vef Capacent sem mælir traust á ýmsum aðilum samfélagsins. Stjórnmálamenn eru í næst neðasta sæti, aðeins bankarnir eru neðar.

 


mbl.is Ganga frá björgunarpakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad er agætis byrjun ad segja satt ef avinna traust.

Tad eru tvi midur einmitt Johanna, Øssur og Bjørn Valur sem eru adalastæda vantrausts almennings.

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband