Jóhanna Sig: Ísland er þriðja heims ríki

Jóhanna Sigurðardóttir flokkar Ísland sem þriðja heims ríki er búi við ónýtan gjaldmiðil og verði að skipta honum út til að eiga sér framtíð. Í yfirliti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins yfir þau ríki sem í hundrað ár eða svo hafa skipt út gjaldmiðli sínum eru eingöngu vanþróuð ríki, sem hvorttveggja búa við fámenni og fábreytt efnahagskerfi.

Rökin fyrir nauðsyn þess að skipta út krónunni sækir Jóhanna til Björns Vals Gíslasonar sem virðist orðinn helst hagspekingur Vinstri grænna.

Þegar forsætisráðherra flokkar Ísland með vanþróuðustu ríkjum veraldar er orðin spurnin hvort leiðir ættu ekki að skilja milli þjóðarinnar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Er ekki komið nóg, Jóhanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt er að vilja sækja um aðild að ESB. Annað er að tala niður gjaldmiðilinn. Gjaldmiðillinn er peningaleg eign landsmanna hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvers konar leiðtogi er það sem talar beinlínis niður fjárhagsafkomu fólks?

Það væri nær að hún liti sér nær og útskýrði af hverju hún hefur ekki uppfyllt 30 ára gömul loforð sín um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindinga og afleiðingarnar að hafa ekki nýtt tækifærin sem hún hefur haft til þess.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 19:23

2 identicon

Reykjavík síðdegis á Bylgjunni spurði hlustendur sína í dag: "Af tveimur kostum forsætisráðherra í gjaldmiðilsmálum, hvorn velurðu frekar...? a) Taka upp evru með inngöngu í ESB, b) Afsal á fullveldi Íslands í peningamálum með einhliða upptöku annars gjaldmiðils." Þetta á víst svo að skilja, að innganga í ESB feli ekki í sér afsal á fullveldi og íslenzk króna sé ekki raunverulegur möguleiki. Það er ótrúlegt, hve lágt stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar geta lotið í sjórnmálaáróðri. 

Sigurður (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 20:11

3 identicon

Augljóslega rétt hjá Jóhönnu sem vekur ugg.

Hins vegar lét hún þess ógetið að hún er þriðja heims leiðtogi.

Hæfileika- og erindisleysið er slíkt að annað eins þekkist ekki í svonefndum þróuðum ríkjum.

Karl (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 21:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Loðnuaflinn er kominn í 300.000 tonn um þessar mundir.
 
Bakhjarl ISK-V8 krónunnar er um það bil 1,5 milljón tonn fiskjar á ári á 700.000 ferkílómetrum af landgrunni, með öllu sem því tilheyrir, auk 102.000 ferkílómetrum af landi. Svona eins og hálf milljón tonn af áli á ári smyrja einnig brauð Bylgjupappafréttamanna nokkuð vel, ásamt ýmsu smotteríi.   
 
Þegar V8-Krónan verður orðin alþjóðleg, þá ætla þeir að taka upp hvað?
 
Átjánda stærsta eyja heimsins mun alltaf hafa sinn eigin sjálfstæða gjaldmiðil; krónuna.
 
Taktu upp krónuna og kysstu!

Gunnar Rögnvaldsson, 10.3.2012 kl. 21:26

5 identicon

Þetta er auðvitað sorglegt en því miður satt hjá gömlu.

Menn geta rifið sig hása af lofgjörð um krónu og hin þjóðlegu gildi en það breytir engu. Krónuhagkerfið er of lítið og getur aldrei þrátt fyrir fisk, ál og ferðamenn tryggt okkur stöðugt efnahagslíf, ALDREI!

Það er mál til komið að fara að ræða þetta af alvöru og finna lausnir.

ESB -evra er ekki fýsileg um þessar mundir svo hvað annað er í stöðunni?

Getum við tekið upp RMB, kínverska gjaldmiðilinn?

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 21:44

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þér er velkomið að taka upp mynt Kína, Jóhann. En hún er ekki alþjóðleg, ekki á skráð á mörkuðum í alþjóðaheimi peninga. Og ekki er víst að hún verði það nokkurn tíma. Kommúnistar virðast eiga eitthvað erfitt með að slá mynt sem er tekin gild, eins og við sjáum einnig hér á landi um þessar mundir. 

Mæli frekar með mynt Norður-Kóreu sem heitir Won. Þar ríkir þrátt fyrir allt meiri stöðugleiki en í Kína.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.3.2012 kl. 22:01

7 identicon

Þetta er kómiskt komment Gunnar. Íslenska krónan var gjaldmiðill sem einungis var á markaði í þeim löndum þar sem íslenskir bankar stunduðu sína vafasömu starfsemi. Krónan var og er ekki ekki alþjóðleg og allt bendir til að hún verði í höftum líkt og RMB um alla framtíð. Enda er það fáránleg hugsun að gjaldmiðill 300 þúsund manna sem hafa enga raunverulega bankastarfsemi eða viðurkennda auðlegð sé verslunarvara spákaupmanna. Einn komma 3 milljarðar reyna ekki einu sinni slíkar æfingar. En sjálfsagt er það rétt, við eigum meiri samleið með Norður-Kóreu, spillt og gamaldags kommúnistaríki, sama hvort Davíð eða Jóhanna ráða.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 01:38

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jóhann, þú segir krónuhagkerfið of lítið til að við getum haldið okkar eigin mynnt. Ert þá ekki að segja með því að íslenska hagkerfið sé of lítið til að geta lifað? Er þá ekki réttara að leita til þeirra þjóða sem næst okkur eru og óska efti því að þær yfirtaki okkur, með manni og mús?

Svona málflutningur stenst ekki skoðun. Krónan er gjaldmiðill okkar og gjaldmiðillinn er einungis mælistika á hvernig hagkerfinu er stjórnað. Svo einfallt er það.

Að vísu kostar einhverja peninga að vera með eigin gjaldmiðil og liggur sá kostnaður fyrst og fremst í eign á gjaldeyri. Sá kostnaður er þó réttlætanlegur, þar sem eiginn gjaldmiðill gefur okkur möguleika á að láta hann taka á sig sveiflur í hagkerfinu. Án hans þarf að taka þessar sveiflur með öðrum hætti, s.s. launalækkunum og atvinnuleysi.

Það er sama hvort við tökum evruna eða lóminn, í báðum tilfellum fórnum við mikilvægu hagstjórnartæki og í báðum tilfellum þarf að taka upp annað og verra í staðinn.

Hitt er svo annað mál að það skaðar ekkert að skoða möguleikana, það á ekki að kasta þeim óskoðuðum af borðinu. Það sama á við um evruaðild í gegnum ESB aðild. Það kostar ekkert að skoða kosti og galla. En því miður var það ekki gert, heldur var ætt af stað í umsókn og svo á að skoða málið að henni lokinni!

Eingum dytti í hug að byrja á því að sækja um aðild að Kanadadollar og setjast að samningum um það mál, án þess að skoða fyrst kosti og galla!

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2012 kl. 06:54

9 identicon

Gunnar Heiðarsson.

Nei það er ég ekki að segja, heldur það að krónuhagkerfið reyndist of lítið til að geta haft gjaldmiðilinn á markaði, - ekki satt? Handstýring á verðmæti gjaldmiðils þ.e. höft virðast óhjákvæmileg í ljósi sögunnar. Þess vegna nefndi ég hið kínverska RMB sem dæmi, auðvitað meira í gríni en alvöru.

Ég hef velt fyrir mér þeim sannindum að gjaldmiðill endurspegli stjórn hagkerfis.

Þau sannindi blasa auðvitað við en heimfærast fyrst og fremst upp á lokuð kerfi.

Ísland stóð ágætlega áður en útrásin mikla hófst og krónan varð "alþjóðleg" í gegnum íslenska banka.

Skuldir ríkissjóðs voru orðnar litlar og hagur flestra þokkalegur.

Svo kom áfallið.

Ekki í formi slæmrar hagstjórnar Geirs Haarde, heldur vegna umsvifa utan hagkerfisins.

Skuldbindingar og erlendar skuldir íslenskra einkaaðila urðu gjaldmiðlinum ofviða.

Þess vegna má draga þá ályktun að krónan og krónuhagkerfið sé of lítil til að ráða við útrás án hafta.

Við getum alveg bjargað okkur í nokkur ár til viðbótar með krónu en um leið og erlend umsvif vaxa á ný kemur sami vandi upp aftur, erlendar skuldir íslendinga umfram eignir verða meiri en stærð krónuhagkerfis stendur undir nema að öllu sé handstýrt.

Mér heyrist hins vegar á flestum spekingum að það sé óásættanlegt að stjórna nokkru, allt verði að vera frjálst.

Svo hvað er þá til ráða?

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband