Hvor lýgur, Össur eða Füle?

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur haldið því fram að ástæða þess að viðræður um sjávarútvegsmál hefjast ekki sé að endurskoðun sé í gangi hjá Evrópusambandinu á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. „Af þeim ástæðum er ESB ekki á þessu stigi í stakk búið að hefja viðræðurnar. Þannig að ég get ekki sagt til um það hvenær þær byrja,“ sagði Össur á nefndarfundi Alþingis í nóvember í fyrra.
[...]

Morgunblaðið leitaði til Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, til að fá fram afstöðu sambandsins og þá reyndist hún allt önnur en íslensk stjórnvöld hafa lýst. Spurður að því hvort bíða þyrfti eftir að endurskoðun ESB á fiskveiðistefnunni lyki áður en hægt væri að hefja viðræður um sjávarútvegsmál í tengslum við umsókn Íslands sagði Füle: „Nei, við þurfum ekki að bíða eftir endurskoðun fiskveiðistefnu ESB.“

Skýrara gat það ekki verið, en þá stendur eftir spurningin um hver segir satt og hver ósatt. Íslensk stjórnvöld segjast vera að bíða eftir Evrópusambandinu, en sambandið segir að ekki standi á neinu sín megin.

Tilvitnunin er úr leiðara Morgunblaðsins í dag. Þegar stórt er spurt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Blaðamenn mbl. eru af einhverjum ástæðum ekki að framkvæma það að spyrja aðkallandi spurninga sem lesendur vilja fá svör við eins og þetta mál, augljósa mótsögn í fullyrðingum Össurrar og Stefans Füle. Það er ekki eins og þetta sé smá mál, þetta er mál sem á að taka alla leið.

Einu alvöru kastljósin á brýn málefni sem er að finna á mbl.is eru þau sem bloggarar taka upp.

Sólbjörg, 9.3.2012 kl. 08:54

2 identicon

Hvenær hafa trúðar verið marktækir?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 10:33

3 Smámynd: Sólbjörg

Segðu, Kristján. Trúðar eða garðálfar, fjölmiðlamenn verða samt að sauma að trúðnum - einbeittur vilji hans er efni í hryllingsmynd.

Sólbjörg, 9.3.2012 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband