Auðmannaklíka í afneitun

Auðmannaklíkan sem stjórnaði Íslandi frá um það bil 2004 til hruns haustið 2008 birtist sem þrefaldur þurs í vanheilagri einkabankaþrenningu Glitnis, Kaupþings og Landsbanka. Þursinn þríhöfða átti heilu og hálfu stjórnmálaflokkana, pantaði lög frá alþingi og afnám eftirlits og lækkaða bindisskyldu til að rýmka braskmöguleika sína.

Ríkisstjórnin sem var mynduð vorið 2007 var réttnefnd Baugsstjórn enda stofnað til hennar af samnefndum auðhring sem fjármagnaði Samfylkinguna á mörgum kennitölum. Í hinum stjórnarflokknum, Sjálfstæðisflokki, var ljósmóðir ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður, með stórlán hjá Kaupþingi til að auðgast á hlutabréfum bankans.

Þegar Hreiðar Már kemur grátandi fyrir Landsdóm og segir að stjórnmálin hafi unnið gegn Kaupþingi og hinum einkabönkunum þá á hann líklega við að enn var ekki búið að leggja niður alþingi og stjórnarráðið og stofna þess í stað framkvæmdaráð viðskiptabankanna sem sæi alfarið um lagasetningu og landsstjórn.

 


mbl.is Hreiðar: Pólitíkin gegn okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt.

Umtalsverðum hluta stjórnmálastéttarinnar var mútað beint og óbeint.

Karl (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 15:56

2 Smámynd: Björn Emilsson

Það er rangnefni að tala alltaf um auðmenn. Þessir þríhöfða þursar voru og eru glæpagengi heimskra manna, sam fóru heldur batur yfir markið. Kunnu ekkert til verka. Því fór sem fór.

Björn Emilsson, 8.3.2012 kl. 20:38

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Þarna rataðist þér svo sannarlega rétt orð á munn. Ég er ekki alltaf sammála þér, en núna var ég það. Hreiðar lifir í gervipeninga-blekkingarheimi.

Við erum samfélag, og þurfum að hjálpa og fyrirgefa svona drengjum, eins og Hreiðari.

Þannig virkar náungakærleikurinn, sem sigrar alltaf allt illt og svikult að lokum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 22:26

4 identicon

Þetta heitir nú á mannamáli að skrifa sig frá allri mannlegri skynsemi Páll Vilhjálmsson. Ertu gjörsamlega heillum horfinn í þjónkun þinni við DO?

Það var ósvífinn FLokksklíka sem stjórnaði landinu í undanfara Hrunsins. Lengst af var það FLokkurinn og framsókn og á síðustu metrunum FLokkurinn og samspillingin.

Þessi FLokksklíka var búin að einkavinavæða stjórnkerfi landsins praktuglega, svo og dómskerfið og bankakerfið.

Það var glæpagengi á vegum FLokksins og framsóknar sem þáði Landsbankann og Kaupþing á silfurfati í sýndarviðskiptum sem blessuð voru í bak og fyrir af DO og HÁ. Samspillingin fékk svo bita af bankakökunni með Glitni.

Að lokum - í fúlustu alvöru - viltu ekki vinsamlegast hætta þessu hrafnasparki þínu Páll. Þú ert svo innilega aumkvunarverður í hlutverki DO-pennans að það hálfa væri nóg. Menn eins og þú eru siðlaus verkfæri pólitískra landráðamanna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 23:15

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó þeir dýrðar dagar þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði og hafði flokkakrílin með. Vona að afkomendur mínir eigi eftir að upplifa það. Þegar erlendir þjóðhöfðingjar báru virðingu fyrir þeim,þegar ákveðni og skynsemi sigraði í landhelgisdeilunni.Svo eins og alltaf vildu krílin komast til valda,þá byrjði undirferlið og óheiðarleikinn. Allir eru að sjá þetta í dag. Davíð bar af eins og gull af eiri,við réttarhöldin. Fumlaus,hæverskur svaraði hann reiprennandi og blaðlaust,allir bliknuðu í samanburði við hann. Orðstír deyr aldrigi.

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2012 kl. 02:04

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sem sjálfstæðismaður get ég tekið undir hvert einasta orð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.3.2012 kl. 04:24

7 identicon

Eftir allt það sukk og svínarí sem hefur komið í ljós að viðgengst hjá Kaupþingi þá mega skattborgar Íslands vera fegnir að bankinn fékk ekki að halda áfram.

 "Við töldum að við værum búnir að finna leiðina fyrir Kaupþing út úr þessari krísu" = Fá fleiri sheika og fella niður ábyrgð starfsmanna á lánum.

Grímur (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 06:21

8 identicon

Hilmar Hafsteinsson.  Í  fúlustu alvöru til þín... Það er þetta með að kasta steinum úr glerhúsi...

blaðamaður (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 13:42

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hilmar, hver er steinakastari?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.3.2012 kl. 13:50

10 identicon

blaðamaður (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 13:42: Alvöru íslenskur blaðamaður hræðist ekki að koma fram undir fullu nafni, bleyðan þín.

Í Noregi ákváðu norsk dómsyfirvöld að sjónvarpa réttarhöldunum yfir hryðjuverkamanninum Breivik.

Á Íslandi ákváðu íslensk dómsyfirvöld að virða vilja landsmanna að vettugi og halda lokuð réttarhöld yfir hryðjuverkamanninum Geir H. Haarde.

Landráðamaðurinn DO baðar sig í sviðsljósi fjölmiðla og nafnlausir blaðamannsræflar eins og þú halda ekki vatni yfir heilagleikanum!

Heimir L Fjeldsted, 9.3.2012 kl. 13:50: Eru gamlir mysublandarar farnir að skvetta skyri?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband