Orðamorð Þórs Saari

Þór Saari þingmaður sagði ,,ótal" sjálfsmorð vegna hrunsins og af því leiddi Þór samúð með ógæfumanninum sem reyndi að myrða framkvæmdastjóra Lagastoða.

Hugarfar Þórs Saari fær leiðréttingu hjá afbrotafræðingum og geðlæknum en samt mun Þór iðja áfram við orðamorð.

Orðin sem Þór myrðir eru hans eigin og ætti ekki að þurfa að sinna þeim. En þar sem Þór er þingmaður verður að reyna að andæfa honum og mótmæla þeirri kenningu Þórs að eitthvert ,,ástand" í þjóðfélaginu réttlæti að maður myrði annan bara si svona.

 


mbl.is Segir Þór fara frjálslega með staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll 

Þór Saari á að snauta burt af Alþingi nú þegar. Ef einhver þingmaður ætti að segja af sér þingmennsku vegna orða sinna og gjörða, ef einhverntíma hefur verið ástæða til slíks, þá er það Þór Saari NÚNA!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 20:20

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála Guðmundi hérna. Að Þór tali svona óábyrgt á ekki að líðast.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 20:39

3 identicon

Sælir; Páll, og aðrir gestir, þínir !

Páll síðuhafi; og Guðmundur !

Þið lesið; kolrangt í afstöðu Þórs - sem allar hans útskýringar, og halda mætti, að stjórnmál jafnvel; lituðu ykkar viðhorf.

Sjálfur; þekki ég nokkur tilvik, því miður, þar sem menn styttu sér aldur, beinlínis vegna þjóðfélagshrunsins, Haustið 2008.

Í rauninni; ber okkur að spyrja - siðferðilega; sem og í annan máta, hvaða tilverurétt gerendur þess, sem varð, árið 2008, eigi í okkar samfélagi; yfirhöfuð.

Minni ykkur á; sem aðra, að útlegðardómar - mislangir, plöguðust hér, strax frá 10. öldinni, að minnsta kosti, og væri vel við hæfi, að taka þá upp að nýju, sem lið í endurhreinsun íslenzks samfélags, piltar.

Þá; þið hafið náð áttum, Páll og Guðmundur, munið þið sjá skýringar Þórs Saari, í réttu ljósi, ágætu drengir. 

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /  

e.s. 

Til fyrirbyggingar misskilnings; vil ég taka fram, að ég er ekki stuðningsmaður Hreyfingarinnar, á nokkurn handa máta - og hefi ekki verið.

Studdi síðast; - og þar áður, Sjóhunda- og þungavigtarsveit Frjálslynda flokks, þeirra Guðjóns Arnars Kristjánssonar, og hans slektis, svo fram komi, einnig.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 20:47

4 identicon

"verður að reyna að andæfa honum og mótmæla þeirri kenningu Þórs að eitthvert ,,ástand" í þjóðfélaginu réttlæti að maður myrði annan bara si svona. "

Undarlegt fólk og undarlegar hvatir eins og hér koma fram að snúa þessu hryggðarmáli upp í einelti gagnvar Þór Saari.

Þetta er auðvitað tómt bull og útúrsnúningar hjá þér Páll og trúlega veistu  það sjálfur.

Þór er ekki fullkominn frekar en aðrir og mætti stundum staldra aðeins við áður en hann dregur sínar ályktanir, en þvílíkir útúrsnúningar og þvæla,vá.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:16

5 identicon

Og hverja mundir þá telja gerendur Óskar ? Því ef þeir eru auðfundnir skal ég teljasat sammála.

Frakkur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:21

6 identicon

Þannig að Bjarni þú telur að Páll sé að nýta sér tækifærið og ná höggi á Þór Saari ?

Frakkur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:25

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Frakkur !

Þeirri spurningu þinni; er fljótsvarað, ágæti drengur.

Stjórnmálamenn; þorri þeirra - Banka Mafían og aðrir svindlarar, sem með þeim And- íslenzku öflum unnu. Að ógleymdum; 5. Herdeildar hlaupa gikkjum Evrópusambandsins, hérlendum - og brask væðingar þess, vel; að merkja.

Með hinum sömu kveðjum - sem fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:27

8 identicon

Er erfitt fyrir keyptan leigupenna útgerðarauðvaldsins á Íslandi að kannast við þjóðfélagsástandið í landinu - í boði FLokksins?

Er erfitt fyrir Pál Vilhjálmsson, mófugl, að kannast við að fráfarandi FLokksformaður og höfundur "ábyrgu efnahagsstjórnarinnar" situr nú á sakamannabekk frammi fyrir landsdómi - í boði Alþingis?

Er erfitt fyrir krónískan ritsóða og mannorðsmorðingja að kannast við það að á Íslandi er hægt að beita fleiri vopnum en stílvopninu - þótt morðtilraunirnar séu e.t.v. ekki jafn snyrilegar?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:29

9 identicon

Fyrst ber að svara Hilmari - reyndu að koma með rök frekar en að segja leigupenni útgerðarauðvaldsins, án þess að hafa eitthvað fyrir því, bara til að reyna að láta póstinn þinn hljómar merkilegan.

En já Óskar þá spyr ég hvað gátu stjórnvöld gert betur ? og þetta er ekki spurt sem gagnrýni heldur einungis til að heyra hvað þú hefur að segja um þetta mál.

Frakkur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:36

10 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Hilmar Þór Hafsteinsson; stórfrændi minn, frá Gamla Hrauni !

Spörum okkur; öll óþarfa gifuryrði, Páli síðuhafa til handa, hann hefir reynst okkur betri en enginn, í baráttunni við ESB hryllinginn, og á sér því góðan stað, í mínum hugarfylgsnum, Hilmar minn - fyrir það; eitt og sér.

Frakkur !

Stjórnvöld ?; spyrð þú. Vitaskuld; reyndust þau liðónýt - og þess vegna, bar landsmönnum að steypa þeim, með góðu - eða þá, með illu, en það vantar ívið meiri harðneskju, í íslenzka þjóðarsál, til þess að þoka málum ýmsum, til betri vegu, Frakkur minn.

Sá; er nú Andskotans verkurinn, ágæti drengur.

Ekki síðri kveðjur - en hinar fyrri, að sjálfsögðu /      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:45

11 identicon

Frakkur @21:25

Ég hef ekki hugmynd um hvað Páli gengur til og hvort hann er að nota sér eitthvað tækifæri eður ei. Eflaust hefur hann sínar ástæður fyrir að taka þátt í þessu einelti. Kanski er takmarkið bara að tala digurbarkarlega og skjóta úr tiltölulega öruggri átt til að skora á bloggvinsældarkvarðanum. Menn taka þátt í einelti af ýmsum orsökum, oft er einn sterkur aðlil gerandinn og svo mörg smámennin sem fylgja.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:53

12 identicon

Af gefnu tilefni vil ég árétta að ég svara ekki nafnleysingjum á blogginu. Páll Vilhjálmsson má eiga það að hann skrifar undir fullu og réttu nafni - og fær borgað fyrir það.

Sem fyrr mælir þú satt og rétt Óskar Helgi, frændi og landssómi. Við Páll erum að sjálfsögðu sammála í ESB-umræðunni (enda fer því fjarri í sjálfum sér að PV sé alls varnað þannig lagað séð).

Hvað segir þú um að ég stroki út "keyptan" og leyfi hinu að standa?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:10

13 identicon

Og þá með svipaðri röksemdarfærslu geturu sagt mér afhverju Þór tekur til máls Bjarni ?

Frakkur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:13

14 identicon

Sæl; sem fyrr !

Hilmar Þór !

Jú; haf þú þína hentisemi, sem þér líkar bezt, frændi.

Sömu kveðjur; sem seinustu, vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:28

15 identicon

Með nákvæmlega sömu rökum get ég ekkert fullyrt um hvað Þóri gengur til. Mér finnst þó ekki ósennilegt að hann sé raunverulega hræddur um að samfélagið sé á niðurleið. Það er langt síðan hér ríkti sturlungaöld, þar sem engar reglur giltu og men bárust á banaspjót en friðsamt samfélag er ekki sjálfgefið.  Samfélög hafa hrunið. Hér hefur orðið fjármálahrun og svakaleg gengisfelling á trausti í samfélaginu , ef óvarlega er farið og ákveðnir hópar í samfélaginu miskunarlaust látnir gjalda fyrir meðan aðrir fleyta rjómann ofan af, þá getur illa farið. Þessu er Þór að vara við.   "Þeir veikustu snappa fyrst"

Þegar andlega vanheill maður fremur ódæðisverk þá vitum við vissulega ekki hvort eða hvað kveikir hugmyndirnar, er það erfitt ástand í samfélaginu? Er það umræðan um ástandið?   Hvort er nú réttara að reyna að laga ójöfnuðinn og óréttlætið (erfiða ástandið) eða banna umræðuna? Hvað heldur þú "Frakkur"?    

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:32

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Veltum fyrir okkur hvað hefði gerst hefði norskur þingmaður haft þetta að segja eftir voðaverkin í Útey. "Ég fordæmi þessi voðaverk en vil benda á að þau koma mér ekki á óvart þar sem margir eru orðnir mjög uggandi um framtíð norks samfélags vegna stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda sem geta endað með því að múslimar verða hér í meirihluta fyrr en varir ef stjórnvöld fara ekki að breyta um stefnu".
 
Ég er ansi hræddur um að slík skrif hefðu verið fordæmd harðlega jafnvel þó viðkomandi hefði tekð það fram þrisvar sinnum í grein með slík ummæli að hann fordæmdi vernaðinn. Og jafnvel þó hann hefði sagt það 77 sinnum.

Sigurður M Grétarsson, 7.3.2012 kl. 23:09

17 identicon

Ég er þér sammála Óskar Helgi vona að þessir ágætu menn sem dæma Þór Saari svona harkalega nái áttum ..

Helga (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:01

18 identicon

Þór Saari er sjálfur ástand í þjóðfélaginu sem þarf að taka á fyrr en seinna

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:03

19 identicon

Það er í raun ótrúlegt að framhjá þingmanninum Þór Saari hafi farið sú merkilega staðreynd að sjálfsvígum hefur ekki fjölgað á Íslandi, ólíkt því sem gerst hefur t.d á Írlandi eða Grikklandi. Á Írlandi hefur orðið veruleg aukning og í Grikklandi hefur sjálfsvígstíðnin nær tvöfaldast frá upphafi kreppu.

Segir þetta okkur nokkuð um kosti ytri gengisfellingar umfram innri gengisfellingu, ekki einungis er hún fljótlegri heldur smyrst hún nokkuð jafnt út og samfélagsvefurinn þolir hana betur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:11

20 identicon

Bjarni minn sama hverju vanheill maður kennir um mun ég ekki ásaka sá hinn sama eða það hið sama

Bjarni (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 01:34

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óskar Helgi. Hvað hefur þú fyrir þér í því að þau sjálfsmorð sem þú þekkir til stafi af hruninu eða efnahagsaðgerðum stjórnvalda? Hvernig stendur á því að svona margir hafa svift sig lífi sem eru þér svo nákomnir að þú telur þig geta fullyrt um orsakir sjálfsvígsins? Eða ert þú bara að hafa eftir orð annarra um ástæður sjálfsvígsins?

Þó maður í skuldavanda svifti sig lífi þá er ekki þar með sagt að það sé skuldavandinn sem sé orsökin. Eitt er þó víst að ef það væri rétt að margir hefð svift sig lífi vegna efhahagsaðgerða stjórnvalda þá hlýtur sjálsfsvígum af öðrum orsökum að hafa fækkað á móti því sjálfsvígum hefur ekki fjölgað. Hvorki geðlæknar né lögregla kannast við það að það hafi orðið hér mörg sjálfsvíg vegna efnahagsástandsins. Það eru þó þeir sem eru næst vettvangi í þeim málum.

Bjarni Gunnlaugur. Það er engin að ástunda einelt gegn Þór Sari. Það er einfaldlega verið að gagnrýna hann fyrir að nota sér sorgaratburð til að vekja athygli á pólitísku stefnumáli sínu. Það er líka verið að gagnrýna hann fyrir að koma fram með fullyrðingar sem hann getur ekki bakkað upp og er þvert gegn því sem fagaðilar á umræddu sviði halda fram.

Sigurður M Grétarsson, 8.3.2012 kl. 22:10

22 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Sigurður M Grétarsson !

Það hvarflar ekki að mér; að fara út í nánari lýsingar, á persónulegum nótum, þessum málum, að lútandi.

Nægar; eru opinberar skýringar, á ýmsum atvikum, sem stjórnmála glæpa hreyfing sú (sem; og aðrar, reyndar líka) , sem þú fylgir að málum, ber fulla ábyrgð á - eins og málum er komið, í samfélaginu.

Núverandi valdahafa;  - sem fyrrverandi, þyrfti að dæma, til mjög grimmi legrar refsingar, Sigurður, sem eftir yrði munað, um aldir alda !

Með kveðjum; nokkrum, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband