ESB er verkfæri til kúgunar

Evrópusambandið er verkfæri til kúgunar, þar sem stórþjóðir sambandsins sitja yfir hlut smáþjóðanna. Samfylkingin hefur, með umsókninni um aðild Íslands að ESB, gert okkur að skotspæni yfirgangsseggja sem nota stöðu sína í Evrópusambandinu til að stilla Íslendingum upp við vegg.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem aðilar á vettvangi Evrópusambandsins nota stöðu sína þar á bæ til að þvinga okkur til undirgefni. Í Evrópusambandinu þykir sjálfsagt að blanda saman fullkomlega óskyldum málum ef það þjónar hagsmunum þess sem fer með valdið. Um síðustu aldamót beittu Spánverjar sér gegn þátttöku Íslands og Noregs í rannsóknaáætlun ESB vegna þess að við og Norðmenn vildum ekki greiða nógu hátt gjald í þróunarsjóð ESB.

Hvað rekur ESB-sinna áfram á Íslandi til að gera landið að aðildarþjóð? Tæplega er það reynsla Grikkja af því að vera þarna inni. Afturköllum umsóknina, skrifum undir hjá skynsemi.is

 


mbl.is Vill stöðva greiðslur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eini yfirgangsruddin hérna ert þú Páll Vilhjálmsson. Hérna í Danmörku verð ég voðalega lítið var við Evrópusambandið.

Þessi hræðsluáróður ykkar sem eruð á móti Evrópu er til skammar.

Jón Frímann Jónsson, 7.3.2012 kl. 15:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jæja, Jón Frímann, ekki það? Hvað með forsætisráðherrann þinn sem þurfti að taka skítkastinu frá Sarkozy: "Du er ny, du er fra et lille land". ??

Kolbrún Hilmars, 7.3.2012 kl. 16:05

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kolbrún, Forseti Frakklands er vandamál Frakklands og allt það sem kemur frá honum einnig að auki, ekki Evrópusambandsins. Alveg eins og Ólafur Ragnar er vandamál íslendinga en ekki EFTA og EES sem íslendingar eru aðildar að.

Enda sést það vel. Sarkozy er að tapa forsetakosningum núna um þessar mundir.

Jón Frímann Jónsson, 7.3.2012 kl. 16:29

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Frímann þú talar um hræðsluáróður hjá okkur sem viljum ekki inn í ESB...

Það sem hefur einkennt þjóðfélagið hérna er það að Ríkisstjórnin og allir þessir ESB aðdáendur hennar eru dauðhræddir við vilja Þjóðarinnar...

Þar liggur hundurinn grafin, það sem þið eruð ekki að skilja er að þeir sem ekki vilja í ESB og sjá hag Þjóðarinnar betur borgið fyrir utan það samfélag muni á endanum kjósa og skoðanakannanir sína það aftur og aftur að þegar í enda er komið þá mun meirihluti Þjóðarinnar  segja nei...

Bara það að Ríkisstjórnin þorði ekki að spyrja Þjóðina að því hvort það ætti að fara þessa vegferð áður en farið var af stað segir allt um ykkur ESB sinna....

Við sem viljum ekki þar inn vitum þó að þessi umsókn tekur enda...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 16:50

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann Gunnar Rögnvaldsson ætti að sjá til þín hérna, JFJ !

Hann þekkir nú hagi manna og ástand í Danmörku mun betur en þú.

Það sama á við um Pál H. Hannesson félagsfræðing, fyrrum alþjóðafulltrúa BSRB til átta ára, mann sem lengi hefur starfað sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB. Hann ritar á hinn mjög forvitnilega vef esbogalmannahagur.blog.is, ekki sízt um atvinnumál og stöðu alþýðu í Esb., en einnig um fleiri mál, m.a. í nýjustu grein þar–––bezt ég endurbirti hana hér á þessu vinsæla bloggsvæði, til kynningar á snörpum skrifum Páls þessa, sem ég hlustaði reyndar á fyrirlestur hjá í Þjóðmenningarhúsi í haust og varð ekki meint af ! En hér er greinin nýja:

"MMMMM

ESB hefur fjarlægt myndbandið sem fjallað var um í síðustu færslu. Gagnrýni rigndi inn og þótti myndbandið bæði kjánalegt og fullt kynþáttafordóma. Myndbandið, sem framleitt var af innlimunardeild ESB, þeirri sem við Íslendingar eigum nú sem mest samskipti við nú um stundir, sýndi ESB í líki fagurrar hvítrar konu. Að henni sótti utanaðkomandi hætta í líki bardagamanna af öðrum kynþáttum, svartra, arabískra og gulra. En álfdrottningin breytti út faðminn og allir settust sáttir niður í lótusstellingu og umbreyttust svo í stjörnuhring ESB!

ESB afsakar sig með að myndbandið hafi verið framleitt fyrir ákveðinn markhóp, þ.e. ungmenna á aldrinum 16 til 24 ára. Þann hóp taldi ESB vera móttækilegan fyrir skilaboðum myndbandsins, sem var að ESB tekur vel á móti öllum sem gangast að þeim skilyrðum sem ESB setur.

Myndbandið er sennilega gott dæmi um að "svo skal böl bæta með að benda á annað verra". Nú þegar allt er í kalda koli innan ESb er tilvalið að beina athyglinni að hinni "utanaðkomandi hættu". Þetta er klassískt bragð - að búa til Óvininn sem kemur að utan og dreifa þar með athyglinni frá vandamálunum heima fyrir!"

(Tilvitnun lýkur.)

PS. Og ef einhver er ruddalegur hér í orðbragði, ert það þú, Jón Frímann Jónsson, og ekki í fyrsta sinn!

Jón Valur Jensson, 7.3.2012 kl. 17:02

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verð víst að endurtaka þetta (rétt svona):

Hann ritar á hinn mjög forvitnilega vef esbogalmannahagur.blog.is, ekki sízt um atvinnumál og stöðu alþýðu í Esb., en einnig um fleiri mál, m.a. í nýjustu grein þar–––bezt ég endurbirti hana hér á þessu vinsæla bloggsvæði, til kynningar á snörpum skrifum Páls þessa, sem ég hlustaði reyndar á fyrirlestur hjá í Þjóðmenningarhúsi í haust og varð ekki meint af ! En hér er greinin nýja:

"ESB fjarlægir myndbandið - þótti of rasískt.

...

Jón Valur Jensson, 7.3.2012 kl. 17:05

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

"En álfadrottningin breiddi út faðminn" átti þetta auðvitað að vera.

Jón Valur Jensson, 7.3.2012 kl. 17:08

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja hérna, Jón Frímann. Þú móðgast ekki einu sinni fyrir hönd Dana þegar þeir eru lítillækkaðir á alþjóðavettvangi af öðrum valdamesta manni ESB apparatsins.

Ertu eitthvað að blogga þarna ytra og viðra ESB skoðanir þínar?

Kolbrún Hilmars, 7.3.2012 kl. 17:12

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Talar Sarkozy svona góða dönsku?

Theódór Norðkvist, 7.3.2012 kl. 17:34

10 identicon

páll, og þið hin á þessu bloggi. finnst ykkur ekkert skrýtið við það að í gegnum allar þessar hremmingar grikkja hefur sú þjóð sýnt yfirgnæfandi vilja í skoðanakönnunum fyrir því að tilheyra esb og evrunni. síðast þegar skilyrðin fyrir nýja neyðarláninu voru samþykkt kom í ljós að 76% grikkja vildu tilheyra evrusvæðinu áfram samkvæmt skoðanakönnun. hvaða ályktun dregur þú páll af þessari "reynslu" grikkja?

fridrik indridason (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 18:49

11 identicon

Grikkir vita að þegar Evran hverfur frá þeim þurfa þeir að lifa miðað við raunveruleikan.  Þeir hætta að geta lifað um efni fram.

"Ódýrir" lánaðar peningar hverfa þá endanlega.  Almenningi líst auðvitað ekki allt of vel á það.  Pólitíkusar óttast það enn meir.

Grikkir eru ekki vitlausir.

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 19:10

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Júlí 2011: Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í Esb. - aðeins 8% vilja evru í stað punds! Hrifningin af evrunni hefur EKKI aukizt síðan þá!

Jón Valur Jensson, 7.3.2012 kl. 20:59

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt hjá þér Páll. Hér er færsla mín á Daily mail:

Yes, please stop the flow of EU- bribery to Iceland. The majority does not want it. It was bad enough having a crash of all of the inflated private banks in 2008 in our tiny country, Iceland, but joining the EU would be a permanent crash. Turkey has been applying to join EU for decades. Ask yourselves why you continue to pay them and why they are not allowed to join the EU.

- Ivar, Reykjavik, Iceland, 07/3/2012 17:34

Click to rate Rating 13 up

Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-2111299/Iceland-getting-millions-British-aid-year--refuses-repay-billions.html#ixzz1oU6qefyM

Ívar Pálsson, 8.3.2012 kl. 01:32

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Ívar !

Jón Valur Jensson, 8.3.2012 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband