Brussel hirðir leifar fullveldis ESB-þjóða

Stóru ríkin í Evrópusambandinu, Þýskaland og Frakkland, krefjast meiri miðstýringar á efnahagskerfum aðildarríkja, einkum þeirra 17 ríkja sem eru með evru sem lögeyri. Embættismenn í Brussel kætast og eru meira en tilbúnir að taka að sér að stýra fjárlögum aðildarríkjanna.

Blikur eru þó á lofti. Írar ætla að setja í þjóðaratkvæði ríkisfjármálasamninginn sem Evrópusambandið krefst að aðildarríkin samþykki. Þýski stjórnlagadómstóllinn lagði sömuleiðis stein í götu þeirra sem vilja framselja þýskt fullveldi til Brussel.

Ómögulegt er að segja til um hver samrunaþróun Evrópusambandsins verður næstu misserin og árin. Fjármálamarkaðir gera atlögu að skuldastöðu jaðarríkja sem leita skjóls hjá Þýskalandi. Óhugsandi er að Þjóðverjar axli stöðugt auknar byrðar evruríkjanna án þess að stórfelldar breytingar verði á hagstjórn þeirra 17 ríkja sem mynda evruland.


mbl.is Þjóðþingin orðin að ESB-stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það satt, að upphafleg merking á nafninu Brussel sé mýri, fen eða forað?

Sigurður (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband