Kjósa í sumar um ESB-aðlögunarferlið

Vinstri grænir ættu að geta náð samkomulagi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að setja ESB-aðlögunarferlið í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þessi tillaga Jóns Bjarnasonar er skynsamlegri en hugmynd Ögmundar Jónassonar um að bíða með þjóðaratkvæðagreiðsluna til ársins 2013.

Fyrirliggjandi tillaga Vigdísar Hauksdóttur um þjóðaratkvæði í sumar nýtur stuðnings í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Samfylkingin ein stendur á móti.

Vinstri grænir geta ekki beðið til vors 2013 eftir þjóðaratkvæði um ESB vegna þess að þá eru þingkosningar. Vinstri grænir eru í ríkisstjórn sem sótt hefur um aðild að ESB og flokknum verður slátrað í þingkosningum. Allt bakland flokksins er á móti aðild og Samfylkingin er fyrir löngu búin að tryggja ESB-atkvæðin á vinstri kantinum.

 


mbl.is Viðræðum ljúki fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband