Samfylking: ekki ljúka ESB-máli fyrir þingkosningar

Össur Skarphéðinsson utanríkis mun ekki ljúka viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands fyrir næstu þingkosningar sem verða seinast vorið 2013. Það þjónar ekki hagsmunum Samfylkingar að samningur sé tilbúinn enda nær öruggt að hann verði felldur.

Hagsmunir Samfylkingar eru að krækja í sem flest ESB-atkvæði, einkum frá Sjálfstæðisflokknum, og þau munu ekki liggja á lausu nema að ófrágengnum samningi.

Vinstri-grænir eru lykilflokkur á þingi til að fá annað tveggja þjóðaratkvæði í sumar um hvort haldi eigi áfram ESB-vegferðinni eða að afturkalla umsóknina. Vinstri grænir hafa líka mestu að tapa ef ESB-málið verður opið þegar þjóðin gengur að þingkosningum. Júdasarflokkurinn er dæmdur til að tapa þeim kosningum.


mbl.is Viðræðunum ekki lokið fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að VG situr alveg hrottalega uppi með "svarta pétur" og nú eru lífs nauðsynjar stjórnarflokkanna andstæðar varðandi þjóðathvæði um esb. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 18:05

2 Smámynd: Elle_

Engu eða litlu mun skipta hvað VG gerir nú.  Eyðileggingin er löngu orðin.  Hverjum er annars ekki sama um 2 flokka með skítlegt eðli?

Elle_, 26.2.2012 kl. 18:29

3 Smámynd: Elle_

Nema nokkrir innan VG sem eru ekki/ekki lengur stjórnmálamenn. 

Elle_, 26.2.2012 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband