Framsóknarflokkurinn leiðir ESB-andstöðuna

Framsóknarflokknum er best treystandi fyrir því að ganga á milli bols og höfuðs á ESB-umsókn Samfylkingarinnar. Samþykkt ungra framsóknarmanna staðfestir að Framsóknarflokkurinn er hvað heilastur í sinni afstöðu til Evrópusambandsins.

Í næstu kosningum verður hálfvelgja í Evrópumálum ekki liðin. Forysta Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Ben. og Illugi, sýndu sig veiklulega í afstöðu til fullveldisins  5. des 2008, og það er hvorki gleymt né fyrirgefið. Um VG þarf ekki að ræða - flokkurinn er með stefnu sem segir að Ísland skuli standa utan ESB en er í ríkisstjórn sem vinnur að því hörðum höndum að Ísland verði aðili.

Framsóknarflokkurinn er með alla burði til að mæta heill og eindreginn í afstöðu sinni til Evrópusambandsins við næstu kosningar. Og það mun skila árangri þegar í boði er hálfvelgja Sjálfstæðisflokks og svikulir VG-istar.


mbl.is SUF vill draga ESB-umsóknina til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Páll; jafnan !

Varðstu; fyrir slæmu höfuðhöggi, Páll minn ?

Hvernig í ósköpunum; hygst þú réttlæta tiltrú þína, á þennan;; eins hinna 4ra afkastamestu glæpa flokka, í landinu, síðuhafi góður ?

Minni þig á; að Halldór Ásgrímsson - og klíka hans öll, toga í spotta, bak við tjöldin, og er hinn slepjulegi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson einungis, lítilþæg strengja brúða, í höndum, þessa ófénaðar.

Reyndu svo ekki; að spilla tiltölulega þolanlegum degi, með því að nefna þá Bjarna Benediktsson og Sjóðs-9 Illuga Gunnarsson, Páll minn.

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 15:13

2 identicon

hyggst; átti að standa þar. Afasakið; Helvítis fljótfærnina, gott fólk.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 15:14

3 identicon

Afsakið ! "#$%&/()=

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 15:21

4 identicon

Þetta eru sömu ályktanir, Páll, og ég hef orðið að draga. Moðsuðan á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hjálpaði mér til þess. Framsókn er svo sem ekkert slæmur flokkur eða fólkið í honum leiðinlegt.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 16:28

5 identicon

Obs, ég var auðvitað ekki að vísa til orða Óskars Helga. Þau varða engu.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 16:30

6 identicon

Sælir; á ný !

Sigurður !

Þó svo; þú þorir ekki, að vísa til orða minna, getur þú sýnt sjálfum þér - sem okkur hinum, þá kurteisi, að koma fram, undir fullu nafni, ágæti drengur. 

Eða; er til of mikils ætlast, þar um ?

Með; ekkert síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 16:38

7 identicon

Ææ, ósköp er ég mistækur að tjá mig. Orð þín varða engu, Óskar Helgi, í þessu samhengi, átti ég við. Biðst afsökunar. Það getur vel verið, að þú segir margt skynsamlegt, þegar þú ert ekki að blogga. Góð kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 17:02

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna eru Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð svona sáttir og samstíga utan leikhússins á Austurvelli?

Það sést langar leiðir að þeir Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð eru í sömu klíkunni!

Suma er ekki hægt að blekkja, með alþingisleikritinu, og ég er víst ein af þeim, sem læt ekki blekkjast af svikulu leikritinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2012 kl. 17:19

9 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Sigurður !

Þakka þér fyrir; greiðleg andsvör þín, ágæti drengur.

Anna Sigríður !

Nákvæmlega þannig; koma þessir slepju kónar (Bjarni og Sigmundur), mér fyrir sjónir, sem þér - og mörgum annarra.

Sigla undir fölskum flöggum; Helvízkir amlóðarnir.

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 17:54

10 Smámynd: Elle_

´Afsakið ! "#$%&/()=

ÓHH´

:)  En það er nú samt satt að Bjarni Ben er hálfvolgur í of alvarlegum málum.  Í stórmálum eins og EU + ICESAVE.   Jóhanna og co. löngu komin í glötun ofsaspillingar og óheiðarleika og VG með núverandi alþingismönnum á hvolfi og ómarktækir í öllu.

Elle_, 12.2.2012 kl. 21:38

11 Smámynd: Elle_

Og Lilju-flokkurinn ætlar ekki að jarða ruglið.

Elle_, 12.2.2012 kl. 21:42

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elle E. Jú Lilja er einmitt að jarða svika-þröngsýnis-spillinguna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2012 kl. 22:46

13 Smámynd: Elle_

Eg er að tala um Evrópusambands-ruglið.  Lilja ætlar ekki að stoppa það.  

Elle_, 12.2.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband