Allt handa öllum: millistéttinni blæðir fyrir óreiðufólkið

Breiðfylkingin ætlar að gera það; Lilja Móses líka og sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru tilkippilegir: stórfelldar tilfærslur frá millistéttinni til óreiðufólksins sem skuldar enn 100 prósent af andvirði 400 fermetra húsanna þrátt fyrir niðurgreiðslur frá Hæstarétti.

Ef fram heldur sem horfir þá eiga 80 prósent þjóðarinnar ekki talsmenn á þingi vegna þess að pólitíkin snýst um að bjarga þeim skuldseigustu sem jafnframt eru iðulega þeir háværustu og kröfuhörðustu.

Allt handa öllum stefnan leiðir til þess að enginn fær neitt.


mbl.is Vilja efla siðferði í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú þegar hafa minnst 80% þjóðarinnar ekkert um framvindu stjónmála að gera. Ég krefst þess að heiðarlegt fók gefi framboðs-afli Lilju Mósesdóttur réttláta umfjöllun.

Það gleymist alveg að telja með framboðið:  framtíð. 

Fjölmiðlar hræðast sannleikann um bankaránin á Íslandi svo mikið, að þeir fjalla ekki um þetta framboð.

Ég bendi á bloggsíðu Guðbjörns Jónssonar: gudbjornj.blog.is

Minni líka á vef Jóhannesar Björns: vald.org

Sannleiks-óttinn og mútur stýra RÚV-umræðunni nú, jafnt sem áður. Þeir sem segja sannleikann, eru teknir af sakramenti "kristninnar" fölsku, sem stýrir öllu á Íslandi, og hefur gert í marga áratugi.

Þeirra verður minnst sem svikara við saklausa alþýðu þessa lands, sem stuðla vísvitandi að áframhaldandi banka-ránum á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2012 kl. 13:56

2 identicon

Siðferði er má túlak mjög vítt. 

Eigum við kjósendur ekki að gera Þá  "siðferðilegu" kröfu á stjórnmálaflokka að þeir hafi skýra afstöðu og að t.d. þingmenn sem ekki greiða atkvæði í atkvæðagreiðslu á þinginu verði sektaði um mánaðlaun.

Grímur (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 14:03

3 identicon

Páll, þitt lið í fjórFLokknum er þegar búið að afskrifa allar skuldir hjá stórtækustu fjárglæpamönnunum.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 14:26

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þeir sem ekki greiða atkvæði, er ómarktækur að mínu mati, og eru þá að svíkja sína lýðræðis-kjörnu afstöðu-ábyrgð.

Þannig fer svika-leikritið einmitt fram í steinhúsinu við Aftöku-Austurvöllinn, sem er samkomustaður svikara þessarar kúguðu og ofbeldis-pólitísks-flokka-kúguðu þjóðar! 

En það er með þetta mat mitt, eins og öll önnur möt mín, að ég læri svo mikið af réttlátum mótrökum og leiðbeiningum. Ef þau mótrök fella mína réttlætis-sýn og skoðun, þá held ég áfram í lífinu, með þekkinguna á mótrökunum í farteskinu.

Það er gríðarlega mikils virði fyrir minn þroska og skilning á samfélaginu, að vera jákvæð fyrir annar sjónarmiðum, sem ég fæ að heyra.

Það kúgar mig enginn til að svíkja mína sálar-sannfæringu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2012 kl. 14:37

5 identicon

Ef verðtryggingin verður ekki afnumin, mun stórhluti millistéttarinnar missa allt sitt,því þegar Jóhnna og Steingrímur hækka álögur á benzin, áfengi og tóbak, vegna gæluverkefna,og fjölgun aðstoðarmanna, að þá skulu skuldir landsmanna hækka, er náttúrlega fullkomlega galið.

Í commentakerfinu hjá marinogn.blog.is

Endurskipulagning fjármála einstaklinga, heimila og fyrirtækja 2.2. 2012

Kemur fram athyglisverð fullyrðing:

"Það er búið að fella dóm hjá ESA um að breytilegir vextir séu ólöglegir á neytenda lánum hér á Íslandi og í Evrópu(ESB) (ekki birtur, veit ekki hvers vegna!)

Vextir skuldabréfa (löglegra og ólöglegra) skuli gilda í útreykningum á lánum frá okt.2009. Engar verðbætur skulu reyknast í þeim útreykningum, enda eru þær ólöglegar skv. ESA.

Ef þetta er rétt þá er hér stór mál á ferðinni, og gaman væri að vita hvenær, er að vænta niðurstöðu frá ESA.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 14:38

6 Smámynd: Elle_

ESA er eftirlitsstofnun EFTA og getur ekki fellt neina dóma.  Getur bara komið með eigið mat og niðurstöðu.  Og EFTA dómstóllinn hefur ekki lögsögu á Íslandi.  Og alls ekki rugla Evrópu saman við Evrópsamndið sem er bara um 42% af Evrópu. 

Elle_, 12.2.2012 kl. 18:03

7 Smámynd: Elle_

Evrópusambandið kallast það víst.

Og svo hækkuðu skuldir landsmanna vegna skipulags kerfisins og skipulagðra rána innan bankanna sem enginn stoppaði en ekki vegna óráðsíu skuldara. 

Elle_, 12.2.2012 kl. 18:11

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Áhugaverð færlsa hjá þér Páll.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2012 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband