Valdapörin Jóhanna/Steingrímur J. og Össur/Ögmundur

Meginverkefni vinstristjórnarinnar um þessar mundir er að eyðileggja sjálfa sig. Í tvígang á fáum vikum hafa tvenn helstu valdapör ríkisstjórnarinnar leikið einleiki sem setja allt á annan endann í báðum flokkum.

Um áramótin gerðu þau Steingrímur J. og Jóhanna Sig. samkomulag um að losna við hvorn sinn ráðherrann; Jón Bjarna og Árna Pál. Pólitíska valdbeitingin skóp enga tiltrú hjá hvorugum flokknum heldur jók á sundurlyndið.

Í landsdómsmálinu læstu saman klónum Össur og Ögmundur, sem á ólíkum forsendum vilja draga ákæruna á hendur Geir H. Haarde tilbaka.

Meirihluti ríkisstjórnarinnar stendur tæpt og þarf á stöðugleika að halda. Valdabrölt Jóhönn Sig. og Steingríms J. um áramótin eyðilagði jafnvægið í báðum vinstriflokkunum og gaf fordæmi. Landsdómsmálið sýnir að giska auðvelt er að taka ríkisstjórnina í gíslingu.


mbl.is Kröfur um nýjan þingforseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Það er mikilvægt að íslenska þjóðin komi ríkisstjórninni frá völdum fyrir tilstilli eigin samstöðu, af mörgum ástæðum. Sú augljósasta að við losnum við stjórn sem ekki veldur ábyrgðinni, stjórn sem kemur ekki með lausnir og leysir enga vanda í verki, veldur aðeins glundroða og upplausn.

Það mikilvægaa er ef þjóðin kemur stjórninni frá völdum með t.d. undirskriftaáskorun að stjórnin segi af sér sem er ígildi vantrausts yfirlýsingar frá þjóðinni. Þá má búast við varanlegri stefnubreytingu í íslenskri stjórnmálahefð. Við það yrði ríkjandi stjórn hverju sinni meðvituð að það gæti svo farið að mjúku launagefandi stólunum yrði kippt undan þeim af kjósendum sjálfum. Engin efi það myndi halda þeim á tánu og rækilega skerpa minni þeirra hvert þau sækja umboð sitt.

Ríkjandi stjórn núna hefur líklega ekki haft áhyggur af að þjóðin aðhafist neitt sem skiftir máli. Vegna þess að stjórnin veit hvernig búsáhaldabyltingin varð til- hönnuð, skipulögð og greidd upp í topp undir þeirra eigin pilsfaldi. Því væri ekkert að óttast þjóðin tæki hverju sem er.

Því ekki að undra að þau hafi misst andlitið þegar Icesave undirskriftirnar skiluðu þjóðinni algerum sigri. Þá fór aðeins um þau og þeim brá, vonuðu það besta að þjóðin hefði sig ekki meira í frammi en ofuráhersla hefur verið lögð á að losna við forsetann vegna þessa.

Rekum af okkur syðruorðið, - undirskriftalista með áskorun um að rjúfa þing og efna til kosninga. Það skiftir máli að þjóðin sýni vilja sinn í verki og framkvæmi. Það mun valda straumhvörfum í íslenskri pólitík í þá átt sem við öll erum að tala um að við viljum.

Sólbjörg, 24.1.2012 kl. 09:03

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er merkilegt að horfa uppá hvernig ríkisstjórnar-forystan er tilbúin að fórna "fyrstu tæru vinstristjórninni" með fáránlegum sundrungar-markmiðum og vítaverðum stjórnarskrárbrotum, ábyrgðar og aðgerðarleysi gagnvart almenningi. Þessi hegðun er efni í annað Landsdómsmál. Þessi mál eru ekki búin, þvert á móti.

Skuldirnar eru verðtryggðar en ekki launin. Gylfi Arnbjörnsson heldur að það sé fullkomlega eðlilegt. Kaupmáttur launa minkar dag frá degi, og Gylfi segið að við verðum að fara til AGS-ESB-mömmunnar, vegna þess að við viljum ekki taka til heima hjá okkur. Gylfi og hótel mamma! Ég myndi skilja þetta ef hann væri táningur! En eftir útlitinu að dæma er hann fullorðinn maður og ætti að vera kominn til ábyrgs vits og ára!

Var einhver sem kaus Gylfa Arnbjörnsson og tvífara hans Vilhjálm Egilsson á þing? Eða voru nöfn LÍÚ-mafíunnar á kosningalistanum í síðustu þingkosningum?

LÍÚ-Baugsflokkurinn og áhangendur hans úr samstarfsflokknum (flokkunum) hafa sýnt svo greinilega að þeim er ekki treystandi, og að það skal endalaust mata lífeyrissjóðs og bankaræningja-úlfana með saklausum, sviknum og rændum almenningi.

Bankarnir og lífeyrissjóðirnir ræna heimilunum af almenningi til að tilkynna öllum sem heyra vilja, að hagnaður þessara ræningjastofnana sé umtalsverður. Það getur verið að einhverjir siðblindir skilji tilganginn með svona tortímingu á hornsteinum samfélagsins, sem eru fjölskyldurnar og heimilin. En fyrir ósiðblinda er útilokað að skilja svona verk.

Þessi stofnanaskrímsli ætla kannski að nota rændan hagnaðinn til að kaupa þræla frá öðrum löndum?

Það þarf ekki lækni til að sjá hversu alvarlegt sjúkdómsástandið er á þessu fólki. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að hjálpa þessu fólki? Eru til einhver nothæf meðferðarúrræði fyrir fársjúka og siðblinda ríkis/banka/lífeyrissjóðs-stjórnendur (ræningja), sem eru hættulegir sjálfum sér og umhverfinu?

Eða eiga þeir óhindrað að fá að halda áfram að ræna og drepa allt sem enn er heilbrigt og eðlilegt? Hafa þeir einkarétt á að ræna? Stendur eitthvað um það einhversstaðar í íslenskum lögum eða stjórnarskránni?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2012 kl. 09:24

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sólbjörg. Það er undirskriftarlisti í gangi um áskorun til forsetans að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn. utanthingsstjorn.is

Það væri fróðlegt að vita hvað eru komnir margir á þann lista, og nöfnin ættu að birtast! Ég veit ekki hver stendur fyrir þeirri undirskriftarsöfnun. Það væri fróðlegt að vita það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2012 kl. 09:33

4 identicon

Ekki gleyma valdaparinu stjórn/stjórnarandstöðu sem nú setur upp leikritið Út af með Ástu í leikstjórn Hreyfingarinnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 10:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir með ykkur stelpur.  Ég er löngu búin að skrifa undir á utanþingsstjórnl.is

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 13:38

6 identicon

Hitler/Göbbles

Stalín/Bería

Karl (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband