Vinstri grænir í Svíþjóð kjósa ESB-andstæðing formann

Vinstri grænir á Íslandi fórna ötulasta andstæðingi aðildar að Evrópusambandinu. Róttækir vinstrimenn í Svíþjóð kjósa sér ESB-andstæðinginn, Jonas Sjöstedt,  til formanns. Jonas beitti sér gegn aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu árið 1994 og gegn upptöku evru nokkrum árum síðar. 

Jonas hélt erindi á vegum Heimssýnar á liðnum vetri þar sem hann ræddi um evruna og framtíð Evrópusambandsins. Í viðtali við Morgunblaðið af því tilefni sagði Jonas

Það er djúpstætt ójafnvægi á evrusvæðinu. Svæðið þróaðist mjög mismunandi þrátt fyrir að hafa sömu mynt og stýrivexti. Allt aðrar aðstæður eru til dæmis í Grikklandi en í Þýskalandi. Suðurhluti evrusvæðisins getur ekki keppt við lönd eins og Þýskaland, Danmörku og Austurríki. Ójafnvægið hefur vaxið og er kerfislægt.

Þetta er alvöru gagnrýni þenkjandi manns. Á Íslandi situr bjálfi í formannsstól Vinstri grænna og vill ,,klára samninginn til að sjá hvað er í boði."


mbl.is Gengið gegn samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Fínar hugleiðingar og ágætt að Vg liðar hérlendis fái að heyra þetta.

Annars hef ég aldrei skilið að atvinnustjórnmálamenn skuli ekki vita að í reynd eru engar samningaviðræður í gangi, við líkt og aðrar þjóðir sem viljum gerast aðilar að ESB, eigum einfaldlega að taka upp regluverk ESB. Einnig var svolítið merkilegt að ekki skyldi fara hærra hér þegar Olli Rehn leiðrétti Össur á blaðamannafundi varðandi undantekninar í fyrra, Össur virtist ekki vita að undantekningar eru tímabundnar.

Helgi (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 11:59

2 identicon

Þetta getur bara ekki verið spurning um að vita ekki.

Þetta er spurning um að hafa minsta vott af hæfileika til að segja sannleikan.

Sá eiginleiki er orðin afskaplega sjaldséður á Alþingi.

Og Steingrímur og Össur.  Þeir halda að tungan gæti dottið af ef svoleiðis sést til þeirra.

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 16:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bjálfinn er á böögglauppboði.

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2012 kl. 16:11

4 identicon

Allt frá EES samningnum hefur Ísland verið á öruggri leið inn í EU apparatið.

Líklega ágætt að rifja upp hverjir voru við völd við undirritun EES samningsins.

Íslenskt samfélag hefur verið á hraðri leið á dýpri enda laugar alþjóðavæðingar.

ENGUM stjórnmálaflokki er treystandi og ef fólk fer ekki að koma sér upp úr skotgröfunum og mynda breiða samstöðu gegn EU, þá fer sem fer.

Leibbi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband