Samfylkingin einangruð á Norður-Atlantshafi

Grænlendingar virðast einhuga um að halda landinu utan Evrópusambandsins. Sama gildir um næstu nágranna okkar í austri, Færeyinga, sem vilja ekki sjá aðild að ESB.

Og enn síður ætla Norðmenn sér í þetta samband menginlandsþjóða Evrópu.

Við Íslendingar sitjum einir þjóða á Norður-Atlantshafi uppi með stjórnmálaflokk sem vill fórna fullveldi og þjóðarhagsmunum fyrir aðild að Evrópusambandinu. 


mbl.is ESB með augastað á grænlenskum auðlindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elliær flugfreyja í slagtogi við hardcore kommonista, dulbúin í íslenskri ullarpeysu og sem umhverfissinni.

Getur bara endað með ósköpum

DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 15:24

2 identicon

Ætli Danir hafi ekki haft ýmislegt með það að gera bak við tjöldin að benda Grænlendingum og Færeyingum á að þeir hefðu mun meiri hagsmunum að gæta með að þær héldu sig utan ESB, sem væri í leiðinni miklir hagsmunir Dana.

Minnist þess ekki að hafa séð Dani berjast fyrir inngöngu þessara grannþjóða okkar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 15:26

3 identicon

Sæll.

Sf sleppur auðvitað alfarið við að móta efnahagsstefnu fyrst hún vill ganga í ESB. Á ekki bara allt að lagast þegar við göngum í ESB?

Þægilegt, ekki satt? Annars ætti einhver góður maður að benda Vg á að þeirra efnahagsstefna var reynd áratugum saman í A-Evrópu með sambærilegri útkomu og hér: Hörmungum og fólksflótta. Steingrímur vildi árið 2007 koma upp netlöggu hér.

Annar stjórnarflokkurinn, Sf, hefur ekki efnahagsstefnu og veit í raun ekkert hvað hann vill eða ætlar sér í þeim málum nema hann hefur talið sér trú um að allt lagist þegar við förum í ESB og borgum með okkur þar og afhendum sjálfstæði okkar. Sýnir ekki t.d. makríl málið hvert okkar hlutskipti innan ESB verður og hvers við megum vænta? ESB gat ekki farið að eigin tilskipunum í Icesave, því ber að halda til haga.

Hinn flokkurinn í stjórn, Vg, aðhyllist efnahagsstefnu sem sagan hefur sýnt að virkar ekki nema til að gera hag fólks verri.

Hörmulegt stundum hvað sagan á það til að endurtaka sig. Hverjir styðja enn þessa flokka?

Helgi (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 18:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er öllum ljóst nema samfylkingarfólki þeim allra hörðustu sem trúa öllu að ESB er með langtímasjónarmið í huga og ásælist auðlindir þeirra ríkja sem geta veitt þeim það sem þeir þurfa mest, svona rétt eins og BNA sogar upp alla olíu hvar sem þeir finna hana þó það kosti stríð og yfirtöku landa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2011 kl. 00:49

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Datt svona í hug,eftirtektarverð staðreynd,4,af mínum viðmælendum,sem ég hitti 'i verslunarferðum.og hafa tekið fagnandi tilmælum um að ég færi þá á Skynsemi .is. eru þjóðverjar,íslenskir þjóðverjar. Þeir hafa búið hér lengi,eiga börn hér og elska Ísland. Einn viðmælandi minn sagði móður sína,hafa orðið miður sín,þegar hún gerði sér grein fyrir hvað þjóðverjar væru að gera,með ESB og Evru. Nakvæmlega það sem margir hér hafa áréttað,stefna að yfirráðum í Evrópu,með hernaðarlegri hagfræði. Sú góða kona hvílir í íslenskri moldu,skynjaði hættuna,hafði upplifað skelfilegar afleiðingar einræðis. Sé ekki mun á hvort einn maður ræður eða klíka, Lítum oss nær.

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2011 kl. 02:34

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Samfylkingin hefur sett upp víggirðingu og komið sér þangað inn, og kallað vígið sitt skjaldborgina. Þar berst þetta lið banaspjótum. Kvennalistakonurnar eru gufaðar upp, eftir er lítill hluti gamla Alþýðuflokksliðsins og síðan harðlínu kommúnistar. Líklegt er að á næsta ári springi þetta í loft upp. Endurvaknir verði Kommúnistaflokkur Íslands annars vegar sem heldur striki samfylkingarinnar og síðan Alþýðuflokkurinn sem þarf að fara í endurhæfingu til þess að rifja upp hugmyndafræði jafnaðarmanna.

Sigurður Þorsteinsson, 24.12.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband