Auðmenn eiga fjölmiðla til að kaupa sér sakleysi

Gestur Jónsson og Sigurður G. Guðjónsson lögmenn eru meðal helstu talsmanna Jóns Ásgeirs Jóhannssonar fyrrum Baugsstjóra, - bæði í dómssölum og í þjóðfélagsumræðunni. Til stuðnings málflutningi sínum hefur Jón Ásgeir fjölmiðlasamsteypuna 365 miðla þar sem Stöð 2, Bylgjan og Fréttablaðið draga upp geðþekka mynd af hruninu og hrunkvöðlum.

Pressan.is er annað fjölmiðlabatterí sem styður baráttu auðmanna að hvítþvo sig af hruninu.

Þeir níu lögmenn sem skrifa undir áskorun um að ,,sakbendingar í fjölmiðlum linni" eru að hluta til nytsamir sakleysingjar. Málpípur auðmannanna ættu aftur að taka til í garðinum heima hjá sér áður en þeir derra sig um misnotkun fjölmiðla.


mbl.is Segja mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Nú er ég ekki að beina spjótum mínum að þér Páll en eru menn almennt búnir að gleyma þeim pílum sem blaðamenn fengu í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis? Í fjölmörgum málum er umfjöllun fjölmiðla afar ábótavant og einhliða, gott dæmi er deila Ísraela og Palestínumanna.

Blaðamenn eru ekki dómarar og eru að auki alltof næmir fyrir tíðarandanum. Þó sumir þessara manna séu kannski óttalegir skíthælar eiga þeir samt rétt á eðlilegri málsmeðferð. Sérstakur verður að skora stig í dómssölum en ekki í fjölmiðlum.

Hvort menn treysta svo dómstólum í þessum málum er svo önnur umræða sem án efa verður tekin upp seinna.

Helgi (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 15:25

2 Smámynd: Dexter Morgan

Greinilegt að þessi Helgi, sem er búinn að pósta kommentum á allar umræður um þetta, þar sem hann er að verja þessa glæpamenn, er líklega einn af þeim sjálfur, eða einhver "snattkúkur" á þessum lögmannsstofum sem barma sér yfir unfjölluninni um sína "saklausu" umbjóðendur. Og að sjálfsögðu dettur mér ekki annað í hug en þessi sami Helgi sé Sjálfstæðismaður í þokkabót, hver annar ver gjörðir útrásavíkingana, Hrunverjana og vinnumenn (lögfræðinga) þeirra.

Dexter Morgan, 20.12.2011 kl. 15:45

3 identicon

@Dexter:

Þú ert svo málefnalegur, ég dáist að þér :-)

Það sem ég óttaðist í kjölfar þessa hruns var að þessir menn gætu ekki fengið sanngjarna umfjöllun um sín mál vegna þess haturs sem gróf um sig í samfélaginu. Það sést á ummælum margra að þeim er alveg sama um réttindi þessara manna. Ég hef líka áhyggjur af því að þeir dómarar sem koma að þessum málum ráði við að dæma eftir þeim gögnum sem fyrir liggja. Sýkna þeir ekki sakborning ef þeir skilja ekki málið til fullnustu?

Af hverju bendir þú ekki á eitthvað rangt í yfirlýsingu lögmannanna? Ef þessir menn eru sekir þarf að dæma þá svo hægt sé að loka þessum kafla í sögu landsins en fara verður eftir þeim reglum sem gilda og blaðamenn á hlutdrægum ríkisfréttamiðli eru ekki dómarar eða ákærendur. Exeter málið fór ekki vel af stað hjá sérstökum og kannski er hann að búa í haginn fyrir næsta mál með því að fá fjölmiðla í lið með sér?

Í skilningi laganna eru menn saklausir þangað til búið er að dæma þá. Ef þú vilt breyta því getur þú auðvitað reynt að koma þér á þing eða talað við einhvern þingmann og reynt að sannfæra hann/hana um þitt mál :-)

Helgi (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 18:27

4 identicon

Eru lögmenn þessara manna ekki löngu búinn að fá öll gögn sem voru í umfjöllun í Kastljósi?

Er ekki hagsmunir skjólstæðinga þeirra að sértakur Saksóknar hafi lekið þessu í Kastljós og þannig hægt að byggja vörn og reyna að gera málið ónýtt?

Furðulegt hvað einstakir lögfræðingar hafa gott aðgengi að Kastljósi maður sér fingraför einhverja?  

Raunsær (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband