ASÍ vill fórna atvinnuöryggi fyrir evru

Meðaltal atvinnuleysis í Evrópusambandinu eru tíu prósent og hefur verið lengi. Á Írlandi, þar sem bankabóla sprakk líkt og hér, er 14 prósent atvinnuleysi. Írar erum með evru og Alþýðusamband Íslands á sér þá ósk heitasta að fá evru sem hagstjórnartæki. Á Íslandi er sjö prósent atvinnuleysi og þykir mikið.

Alþýðusambandið leggur það fram sem stefnumál að fórna atvinnuöryggi launþega fyrir evru. Þar með er ASÍ að segja sig frá  samstöðu sem verið hefur í áratugi í gildi á Íslandi: böl atvinnuleysis er margfalt verra en gjaldmiðill sem sveiflast í samræmi við efnahagsþróunina.

Helstu rökin fyrir evru-áhuga ASÍ er að þá fáist lágir vextir. Á Íslandi í dag eru lágir vextir núna og þar með fella rök ASÍ - við erum með krónu og lága vexti.

 Kontóristarnir hjá ASÍ eru hvorki í tengslum við íslenskan veruleika né evrópskan. Verkalýðshreyfingin í Evrópu fordæmir það yfirþjóðlega vald sem evru-aðild fylgir.


mbl.is Undarleg tímasetning ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lágir vextir, varla ertu þá að tala um þau 6.5% sem fólki býðst á húsnæðislánum? 

Ertu sem sagt að segja að göngum við í ESB, þá verða lán sem Íslendingum bjóðist (segjum frá Deutsche Bank) verðtryggð í evrum? Er það ekki ákveðin misskilningur? Spyr sá sem ekki veit.

Sámur (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í Hollandi er atvinnuleysið 3,7%. Þeir eru í ESB og með Evru.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.12.2011 kl. 17:52

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Þau lönd sem eru með evru þurfa að lækka launin um 30-60%, Grikkland þarf t.d. að lækka launin um 50-70%.

Ómar Gíslason, 11.12.2011 kl. 18:23

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Launin á Íslandi lækkuðu um 50% í formi gengisfalls.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.12.2011 kl. 19:23

5 Smámynd: Ómar Gíslason

En raunlaunin lækka í Grikklandi. Dæmi ef þú hefur laun upp á kr. 200.000  þá verða þau kr. 100.000 eftir lækkun. Það eru raunlækkun!

Ómar Gíslason, 11.12.2011 kl. 22:02

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ómar minn. Það er bara engin dæmi um það að öll laun í Grikklandi hafa lækkað um helming.

Þú ert þar að leiðandi bara að tala útí loftið.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.12.2011 kl. 23:09

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þér er samt frjálst að koma með heimild til að bakka þin orð upp og þá skal ég draga ummælin mín til baka

Sleggjan og Hvellurinn, 11.12.2011 kl. 23:10

8 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er löngu vitað að Gylfi ASÍ er ekki að vinna fyrir launþega. Munur á gengisfellingu og launalækkunum, vegna pikkfast gengis, er að ALLIR taka þátt í gengisfellingunni þ.a.m fjármagnseigendur en í launalækunnarleið ASÍ þá þurfa bara launþegar að taka á sig lækunn. Pikkfasta innbyrðisgengið á Evrunni tryggir fjármagnseigendum að 1 Evra verður áfram 1 Evra  í vasa fjármagnseigenda meðan launamanna Evra, sumra landa, verður að 1/2 Evru.

Við megum ekki gleyma því að Evran er fastgengisstefna inn á við en lausgengisstefna út á við, því er óhjákvæmilegt að jaðarhagkerfi verða fátækragildrur enda getur samkeppnishæfni þeirra ekki batnað umfram ráðandi þjóðir eins og Þýskalands og afleggjara út frá þeim eins og Holland.

Kosturinn við gengisbreytinguna umfram atvinnuleysislaunalækunnarleið Evrópusinna er að við eigum val um hvort við beinum viðskiptum inn á við í okkar krónuhagkerfi og minkum þar með atvinuleysi innanlands en spörum við okkur í innflutum varningi.

Draumurinn um einn gjaldmiðil á einu Evrópsku markaðsvæði, eins og Bandaríkin, er dæmt til að mistakast, mál og menning þjóða innan Evrópu eru þröskuldar sem hverfa ekki nema á mörg hundruð árum í það minnsta. Vinnumarkaður Evrópu er staðbundinn innan málsvæða og landa þrátt fyrir frjálsa för manna og fjármagns innan tollmúra ESB, þetta er þver öfugt við Bandaríkin þar sem býr ein þjóð í einu landi með eitt tungumál og einn vinnumarkað. Í Bandaríkjunum telst það ekki mikið mál að flytja á milli fylkja í atvinnuleit enda breytist sama og ekkert við það, sömu mollin, sömu bílarnir , sama málið, sömu hamborgararnir o.s.f o.s.f.

Við erum nú þegar með það besta frá Evrópu í EES samningnum og þurfum ekkert þangað að sækja til viðbótar, reyndar væri enþá betra að vera bara með einfaldan tvíhliða samning við ESB og sleppa öllu EES apparati.

Rök aðildarsinna eru farin að hljóma eins og þráhyggja þar sem þvertekið er fyrir það að opna augun fyrir því sem er að gerast í ESB Evróu þ.e Evrópusambandið er að liðast í smærri einingar sem er upphafið á endalokum þess í núverandi mynd.

Eggert Sigurbergsson, 12.12.2011 kl. 03:02

9 identicon

Hugsa að þetta verði skynsamlegasta komment vikunnar Eggert.

Mjög stutt og laggott.

Skýrt og hnitmiðað.

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband