Evrópuhugmyndin er dauð

Evrópuhugmyndin eftir seinni heimsstyrjöld, um að samtvinnun hagsmuna myndi leiða til samruna þjóðríkja, er dauð. Þjóðir meginlandsins munu ekki ganga í pólitískt bandalag og stofna til Stór-Evrópu til að verja gjaldmiðlasamstarfið.

Der Spiegel, sem er hlynnt Evrópusambandinu, getur ekki á sér setið og skensar heimspekinginn Jürgen Habermas, sem er eindreginn aðildarsinni, fyrir að hafa týnt orðræðunni um Evrópusambandið. Án orðræðunnar er enga skilgreiningu að hafa og án skilgreinginar eru engar bjargir. Fallega heimspekiþýskt um dauða hugmynd.

Evru-samstarfið brotnar undan eigin þunga. Enginn getur sagt til um hvernig brotunum verður raðað saman á ný. Með meiri líkum er hægt að gera því skóna hvernig spilaborgin hrynur; fjármálatvitt í morgun sagði Grikki brátt tilbúna að yfirgefa evru-samstarfið.

Hér á Íslandi ráfa um götur og torg ESB-kjánar sem tala tungum um íslenska Brusselframtíð. Frekar trist.


mbl.is Stöðugleikasáttmáli á sterum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Spiegel er líka með vangaveltur um hvernig á að búa til hina evrópsku þjóð, þar sem Samandsríki ESB er númer eitt en þjóðerni þegnanna er í örðu sæti: How to Forge a Common European Identity.

Og fyrir þá sem ekki eru sterkir í þýskunni er Spiegel líka með Habermas á ensku.

Haraldur Hansson, 6.12.2011 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband