Stór-Evrópa án lýðræðis á enga framtíð

Ríkisfjármálabandalag undir forystu Þýskalands og Frakklands er bjargræðið sem Merkel kanslari og Sarkozy forseti ræða á mánudag. Í þýskum fjölmiðlum er rætt um að annað tveggja verði ríkisfjármálabandalagið undir formerkjum Evrópusambandsins eða með milliríkjasamkomulagi. Seinni leiðin sniðgengur neitunarvald Breta á breytingu á Lissabonsáttmálanum, sem aftur er forsenda fyrir því að ríkisfjármálabandalagið verði hluti af Evrópusambandinu.

Ríkisfjármálabandalagið er stofn að Stór-Evrópu enda fæli það í sér að fjárlög aðildarþjóða yrðu unnin samkvæmt  þýsk-franskri forskrift. Lýðræði, eins og það hefur verið praktíserað í Vestur-Evrópu frá frönsku byltingunni í lok 18. aldar, er lagt til hliðar með ríkisfjármálabandalaginu.

Engar líkur eru á að allar 17 þjóðir evru-samstarfsins verði með í þýsk-franska verkefninu um Stór-Evrópu. Og algjörlega er útilokað að þær tíu þjóðir Evrópusambandsins sem standa utan evrulands muni ljá máls á þátttöku. Fyrr færu Bretar og Pólverjar í stríð en að fórna fullveldinu til Þýskfrakklands.

Stór-Evrópa er neyðarúrræði og allar líkur að verkefnið mistakist. Evrópusambandið er búið að vera sem slíkt því að Þýskfrakkland stjórnar ferðinni: þær þjóðir sem elta eru jafn áhrifalausar og hinar sem standa álengdar og bíða eftir hverju fram vindur. Stórveldi líða ekki undir lok hægt og rólega heldur með margvíslegum hörmungum fyrir nærstadda.

Verkefni íslenskra stjórnvalda ætti að vera að vernda íslenska hagsmuni fyrir umbroti sem fylgir dauðastríði Evrópusambandsins. Illu heilli sitjum við uppi með daufdumba ráðamenn sem trúa því að íslensk framtíð liggi í brunarústunum í Brussel.  

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu brýtur svo yfirgengilega gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar að landráð er milt orðalag um athæfið.


mbl.is Breytingar á sáttmálum ESB ekki endilega nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki byrjað að kvarnast úr spilaborginni og pólitíkusarnir að reyna að láta hana standa, en eins og með allar spilaborgir þá er ekki hægt að stöðva það þegar þær byrja að hrynja.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 11:24

2 identicon

Er ekki þetta ekki upphafið að því að reka flótta Brussel elítunnar að verkalýðshreyfingin í Evrópu er að vakna til lífsins? set hérna hlekk á síðu vinstrivaktarinnar sem lýsir þessu.

http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1209010/

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband