Stjórnlagasyndrómið, Guðmundur og besta fólkið

Margt frambærilegt fólk bauð sig fram til stjórnlagaþings, innan um samfylkingarafgangana sem stjórnlagaþingið var hannað fyrir. Þjóðin sýndi þessu fólki sáralítnn áhuga og kosningaþátttaka var léleg. Áhugaleysið má fyrst og síðast rekja til þess að það voru engar hugmyndir og engin pólitík í boð - aðeins fólk.

Guðmundur Steingrímsson þingmaður er frambærilegur maður en án hugmynda; hann stendur ekki fyrir eitt eða neitt og gat þess vegna flakkað á milli Samfylkingar og Framsóknarflokksins. Samstarf hans við liðsmenn Besta flokksins er rökrétt. Besti flokkurinn er gerilsneyddur hugmyndum og pólitík en fullur af sniðugu fólki sem getur verið fyndið.

Framboð Guðmundar og besta fólksins verður farsakennd tilraun samfylkingarafganga í leit að pólitískri framhaldstilveru.


mbl.is Gríðarlegur áhugi á framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í besta falli samansafn af fólki sem ætti kanski frekar að vera að leita sér að annari vinnu,,,,sem skilar einhverju öðru en tapi í þjóðarbúið

Casado (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hringið á vælubílinn fyrir Pál....Einhver..

hilmar jónsson, 3.12.2011 kl. 14:16

3 identicon

O - flokkurinn var líka bráðskemmtilegur á sínum tíma.  Gleðigandurinn mikli  Hilmar Jónsson hefur örugglega grínað þar eins og þeir í Bestaflokknum núna ... 

..........

Framboðsflokkurinn

Framboðsflokkurinn (eða O-listinn) var stjórnmálaflokkur (grínflokkur) sem bauð sig fram fyrir Alþingiskosningarnar 1971. Flokkurinn var aðallega skipaður ungu fólki um tvítugt. Mest bar á námsfólki og hljómlistarfólki, hinum „órólega æskulýð nútímans“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. Þetta var fólk sem vildi eitthvað nýtt og var orðið hundleitt á gömlu flokkunum. Framboðsflokkurinn fékk 3% atkvæða í kosningunum 1971 en engan mann kjörinn.

Stefna flokksins

Markmið flokksins var að efla stjórnmálalega einingu með þvi að hnoða saman öllum hugsjónum og stjórnmálastefnum landsmanna innan ramma eins flokks og stuðla að fegurra mannlífi undir einkunnarorðunum: mannhelgi, skinhelgi, landhelgi. Flokkurinn hugðist nálgast markmið sitt með stóraukinni notkun merkingarsnauðrar skrúðmælgi og taka þátt í öllum opinberum kosningum á Íslandi. Flokkurinn ætlaði auk þess að gefa öllum Íslendingum, sem þess æsktu, tækifæri til að skipa sæti á framboðslista því að þannig væri vöxtur og viðgangur lýðræðisins best tryggður.

(Af Wikipedia)

Kunnugleg 40 ára frumlegheit Besta flokksins...???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 14:46

4 identicon

Fyrst kom afi, svo kom pabbi. því ekki ég? Einfalt svar þjóðin vill þig ekki.

allt mögulegt (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 17:20

5 identicon

"Hringið á vælubílinn fyrir Pál....Einhver.."

hilmar jónsson, 3.12.2011 kl. 14:16

Hringja á vælubílinn!!! Hvar heldur þú að Páll sé staddur?

Jonas kr (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 18:16

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Jonas, sennilega heima í tövunni vælandi og alveg eyðilagður yfir því að hrunflokkarnir skuli enn vera úti í kuldanum..

hilmar jónsson, 3.12.2011 kl. 18:52

7 identicon

Sæll.

@Hilmar J: Ef ég hringi á vælubílinn fyrir Pál - geri at í vælubílastöðinni - ætlar þú þá að fást til að viðurkenna hve slappir vinstri flokkarnir eru? Hverju hefur þessi ríkisstjórn áorkað? Væri annars ekki nær að koma með efnislegar athugasemdir? Hvar eru þær? Fjarvera þeirra segir ansi mikið! Eru hrunflokkarnir, sem þú kallar svo, ekki að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum? Annars sýnir svona málflutningur að sumir hafa ekki hugmynd um það hvers vegna hrunið varð. Er hrunið í Evrópu þá hrunflokkunum líka að kenna? En kreppan í USA? Er hún kannski bara Sjöllunum og Dabba að kenna?

Ég held að þessi flokkur ætti að taka upp nafnið Tækifærissinnaflokkurinn enda er þetta þriðji flokkur Guðmundar og hans stefnumál er einfaldlega að halda sér inni á þingi, þú gleymdir því stefnumáli Páll. Hitt stefnumál hans er ESB. Það tekur ekki langan tíma að kynna stefnuskrána á blaðamannafundi þegar þar að kemur.

Hver borgar annars fyrir þessi herlegheit öll? Af hverju spyr enginn að því?

Þessi flokkur verður sjálfsagt enn einn miðjuflokkurinn, þar fer að verða þröng á þingi. Einhverra hluta vegna fer ekki nógu hátt hversu illa Besti flokkurinn hefur staðið sig við stjórn Reykjavíkur:

http://www.amx.is/fuglahvisl/17881/

Við vitum þá hvernig fjármálastjórn ríkisins verður þegar/ef Guðmundur verður forsætisráðherra.  Ætli Gnarrinn verði fjármálaráðherra?

Ég óska Guðmundi eigi að síður góðs gengis því ekki viljum við að hann verði atvinnulaus og þar með fórnarlamb eigin frammistöðu sem þingmaður undanfarin ár. Þúsundir landa okkar líða nú fyrir lélega stjórn og m.a. frammistöðu Guðmundar sem þingmanns undanfarin ár.  

Helgi (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 19:40

8 identicon

Það er ljóst að þjóðin vill ekki sjá komma og krata lengur við stjórn, enda þeirra þáttur sem hrunflokkar óumdeilanlegur.  Annar var í hrunstjórn og gætti þar hagsmuni auðróna og bankaglæpagengja með sérstakri klausu í stjórnarsáttmálanum og hinn í áratugi í stjórnarandstöðu og gerði ekki rassgat til að standa á bremsunni né efaðist eða spurði einnar einustu spurningar á þingi um framgöngu bankagangsterana öll þau ár.  Voru þorpsfíflið sem ekkert kunni eða gat. 

Þjóðin kýs þá flokka sem hún treystir best og augljóslega verða það ekki núverandi stjórnarflokkar.  Þessi stórkostlega bilun stjórnarliða að leyfa sér að sitja sem fastast og ætla að réttlæta það með að hrunflokkarnir megi ekki komast að völdum er sorglegri en tárum tekur og sver sig í ætt stjórnvalda kommúnistanna í Sovét sem þetta hyski tilbað og sjálfsagt tilbiður enn og þar á meðal allir ráðherrarnir nema einn. Ráðamenn þar sátu sem fastast þó að allar þjóðir Sovéts studdi þá ekki.  Sama Sovétskommahyskið situr hér sem fastast til að gæta eigin spillingarhagsmuna sem eru löngu búnir að slá öðrum slíkum við og það á mettíma. 

Kommar og kratar þekkja afar vel muninn á kúk og skít.                            Einhverra hluta vegna.

.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband