Ljóðskáld verður heimsvaldasinni

Kínverski auðmaðurinn Huang Nubo afhjúpaði sig sem heimsvaldasinna í fyrsta viðtalinu eftir neitun Ögmundur á undanþágu til hans að kaupa prósentuhlut af Íslandi. Nubo var kynntur hér á landi sem lítið sætt kínverskt ljóðskáld sem ætti fáeinar krónur aflögu og vildi fjárfesta á Íslandi sökum þess að honum væri annt um land og þjóð.

Eftir neitunina segir Nubo að Íslendingar séu haldnir fordómum gagnvart heimsveldinu Kína og kunni ekki gott að meta. Drýldni Nubo og einsýni hleypir ekki því skilningsljósi inn í huga heimsvaldasinnans að allar smáþjóðir á öllum tímum eru tortryggnar gagnvart stórþjóðum. Nubo er útsendari kínverskra stjórnvalda, það staðfestir hann í viðtalinu.

Hlaupatíkur heimsvaldasinnans Nubo reyndu að selja okkur hann sem saklausan fagurkera. Leggjum á minnið hverjir það voru og þeirra pólitíska bakland. Stikkorðið er þetta: Samfylkingin.


mbl.is Huang gagnrýnir Vesturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef tala á hreinskilnislega þá er Samfylkingin samansafn spillingar og viðbjóðs.

Allt sem þeim tengist þarf að taka inn með góðri teskeið af salti eins og Norsarinn segir stundum.

Því miður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 10:22

2 identicon

Framsóknarflokkurinn studdi þetta líka eindregið eins og kom fram hjá forystu hans og þingmönnum. Þar sýndi sá flokkur sitt rétta andlit. Hann var tilbúinn að svíkja þjóðina og brjóta lögin fyrir 30 silfurpenginga kínverska. Skömm þeirra er mikil, jafnstór og Samfylkingar. Ég og mitt fólk kjósum ekki Framsóknarflokinn í næstu kosningum sem við ætluðum við að gera.

Haraldur (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 10:36

3 identicon

Til er heimildarmynd um svona fjárfesti í Svíþjóð:

http://svt.se/2.122744/1.2151468/kineserna_kommer

Gaman væri að fá hana á dagskrá ríkissjónvarpsins.

Krákan (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 11:02

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hlustið á Möllerinn á Sprengisandi Sigurjóns í dag

Halldór Jónsson, 27.11.2011 kl. 12:00

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ekkert að því að hafa viðskipti við Kínverja en þar á alltaf að hafa varan á. 

Því  fjölþjóða stjórnkerfi eins og það Kínverska og Evrópusambandið eru vélar án samúðar.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.11.2011 kl. 12:34

6 identicon

http://www.dv.is/frettir/2010/3/9/odir-verktakar-grofu-sjotuga-konu-lifandi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 13:02

7 identicon

Og svo vælir þetta Baugsfylkingarhyski yfir "töpuðum" milljarði þegar þetta sama hyski ætlaði að moka skælbrosandi út hundruðum milljörðum í Icesave kröfu ESB, sem Bretar og Hollendingar voru sendir í að rukka.  Hundruðum milljörðum voru latte lepjandi beturvitar í 101 tilbúnir að henda í heimskasta pólitíska plott eða réttar sagt lögbrot gegn þjóðinni.  Sóra ESB - plottið.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 13:23

8 identicon

og hver var aftur afstaða þingmanna sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, það er norðaustur. hvað ætla þeir að segja við fjölskylduna sem reynt hefur að selja þessa urð og grjót árum saman

fridrik indridason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 15:14

9 identicon

Samfylkingin er óumdeilanlega hrunflokkurinn.

Af Evrópuvaktin.is.:

Er Samfylkingin að ganga ómengaðri frjáls­hyggju á hönd?

27. nóvember 2011


Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir í samtali við RÚV, að Samfylkingarmenn hafi orðið fyrir „pólitískum sótthita“ vegna Grímsstaðamálsins og gerir sér vonir um að hitinn gangi niður innan skamms.

Aðrir velta því fyrir sér, hvort Samfylkingin hafi orðið ómengaðri frjálshyggju að bráð. Eru kenningar hinnar ómenguðu frjálshyggju ekki þær að allt eigi að vera frjálst, allir eigi að geta stundað frjáls viðskipti, keypt hvað sem er, selt hvað sem er og gert nánast hvað sem er, og að samfélagið eigi að hafa sem minnst eftirlit með því?

Er þetta ekki stefna Samfylkingarinnar í Grímsstaðamálinu?

Einn helzti boðberi frjálshyggunnar á Íslandi síðustu áratugi hefur verið Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands. Getur verið að Samfylkingin hafi á endanum hrifizt svo mjög af frjálshyggjukenningum prófessorsins, að hún hafi á endanum ákveðið að taka þær upp á sína arma?

Það er svo annað mál, hvort Hannesi Hólmsteini fellur sá félagsskapur!

SG

...........

Það er aldrei of oft að minna almenning á þá óhuggulegu staðreynd að þegar hrunstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð, þá var það alger úrslitakostur Samfylkingarinnar varðandi samstarf flokkanna að hrunbankarnir og auðrónasvikamyllunum yrðu tryggð friðhelgi og skjól á Íslandi með þeim rökum að annars myndi glæpagengin fara úr landi, sem varð það á endanum sem skaðaði þjóðina óumdeilanlega meir en allt annað í hruninu. 

Þar munu þeir Jón Ásgeir og Björgólfur Thor hafað nýtt sér prívat aðstæður innan Samfylkingarinnar til að koma svo málum sínum fyrir, með því sem þingmaðurinn Mörður og kallar "mútugreiðslur" að vísu ef það eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem eru þyggjendur.  Þar eru meira og minna allir þingmenn Samfylkingarinnar með ráðherrum hennar og heilaga Jóhönnu fremsta í flokki sekir um þann glæp gegn þjóðinni að láta auðróna kaupa sig til starfa og gæta hagsmuna þeirra innan þingsins með árangri sem allir þekkja.

Í stjórnarsáttmálanum er rætt um "alþjóðlega þjónustustarfsemi," þar á meðal fjármálaþjónustu sem segir orðrétt.:

"Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi."
  - Samfylkingin.

Þökk sé Samfylkingunni þá var var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála hrunsstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu "útrásarfyrirtækja" svo þau færu ekki með sitt hafurtask til annarra landa.

- Getur málið verið eitthvað skýrara?

.............

Samfylkingin í fangi Björgólfs Thors

tidarandinn - 16. janúar 2010

Samfylkingin er grunnur flokkur og leitar að kjölfestu auðmanna til að fara ekki á hliðina. Jón Ásgeir og Baugsveldið fjármögnuðu Samfylkinguna og hún galt með stuðningi á þingi og í ríkisstjórn. Jón Ásgeir er blankur þessa dagana og ekki fýsilegur pólitískur kjölfestufjárfestir.

Björgólfur Thor á aftur skotsilfur og eins og fyrri daginn vill Samfylkingin gjarnan þiggja. Aðalábyrgðarmaður Icesave hefur fengið gæðastimpil frá skrifstofu forsætisráðherra með þeim orðum að sama sé hvaðan gott komi.

Samfylkingin hefur um hríð borið víurnar í Björgólfsfeðga. Björgólfur eldri var sérstakur hátíðargestur á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir nokkrum árum. Talsmaður feðganna var til skamms tíma þingmaður Samfylkingarinnar og viðskiptafélagar koma úr röðum trúnaðarmanna Samfylkingar.

Einn viðskiptafélaginn, Vilhjálmur Þorsteinsson, hyggst reisa gangaver á Suðurnesjum í félagi við Björgólf Thor. Vilhjálmur kom úr Alþýðuflokknum og hefur starfað í Samfylkingunni frá stofnun.


Sérstök lög verða keyrð í gegnum þingið fyrir gagnaver Vilhjálms og Björgólfs Thors. Fyrir áramót kom hik á Samfylkinguna enda var hreyft við mótmælum. Sumum þótti ekki viðurkvæmilegt að auðmaðurinn sem ber höfuðábyrgð á Icesave-klúðrinu fái fyrirgreiðslu hjá hinu opinbera.

Síðustu fréttir herma að Samfylkingin ætli að innsigla bandalag sitt við Björgólf Thor með lagasetningu.


.
 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 15:30

10 identicon

Það virðist iðulega gleymast, að við erum aðeins rúmlega 300 þúsund talsins. Á mælikvarða stórþóða teljumst við sem "þjóð í útrýmingarhættu." Smæð okkar og fámenni ætti að breyta öllu perspektívi í flestum málum. Enn þykir mér íslendingar bisast við að vera stórþjóðarlegar í öllum málum. Þegar staðreyndin er sú að allir íslendingar myndu rúmast í einni meðalsórri götu í Kína. Innan 30 ára mun mannkyn vera um níu milljarðar eða tíu, og íslendingar um hálf milljón.

Zoo (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband