Framsókn: kosningar í vetur

Samfylkingin reyndi stjórnarmyndin með Sjálfstæðisflokki á bakvið tjöldin síðsumars. Agnið fyrir Bjarna Benediktsson formann var að hann kæmi sterkur á landsfundinn sem ráðherra. Bjarni gein ekki við beitunni og slapp lifandi frá landsfundi en lemstraður þó.

Össur og samfylkingarfélagar hans gerðu á ný hosur sínar grænar fyrir Framsóknarflokknum en var hafnað. Siv telst heil í Samfylkingarátrúnaði í þingflokki Framsóknarflokks en Eygló, sem lögnum hefur verið talin hlynnt málstað Samfylkingar er orðin köld gagnvart Össuri og kó.

Þótt Siv teljist til þingliðs ríkisstjórnarinnar er staðreyndin sú að Jón Bjarna., Ögmundur og Guðfríður Lilja eru með ríkisstjórnina í bóndabeygju. 

Framsóknarflokkurinn segir almælt tíðindi, þótt fjölmiðlar fatti ekki frekar en fyrri daginn, með þessari tilkynningu

Allir Framsóknarmenn og aðrir andstæðingar núverandi stjórnarstefnu eru eindregið hvattir til að vera viðbúnir kosningum á næsta ári og skrapa upp öll þau atkvæði sem vilja sjá betra Ísland á grunni samvinnu og jafnaðar.

Framsóknarflokkurinn verður spennandi valkostur þeirra sem hvorki treysta vinstriflokknum né óendurnýjuðum Sjálfstæðisflokki fyrir atkvæði sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband