Össur heimaskítsmát í ESB-umræðunni

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra liggur undir fávísisfeldi í umræðunni um Evrópusambandið. Yfirgengileg vanþekking birtist í þessum orðum utanríkisráðherrans

Össur segist vera þeirrar skoðunar að menn séu búnir að skilgreina vandann í Evrópu. Menn viti í hverju hann liggi. „Þetta er fyrst og fremst skuldakreppa ríkjanna. Menn þekkja vandann og menn þekkja umfang hans,“ segir Össur og bætir við að menn hafi teiknað upp leiðir til að taka á þeim vanda.

Vandi Evrópusambandsins almennt og evru-samstarfsins sérstaklega er einmitt ekki ,,skuldavandi" heldur pólitískur vandi. Um það er samstað meðal þeirra sem fjalla um málið, hvort heldur þeir bera Evrópuverkefnið fyrir brjósti eða eru andvígir samrunaferlinu.

Það var hlegið að Össuri síðast þegar hann heimsótti Brussel og blaðamenn spurðu hvort ráðherrann hefði ekki efasemdir um horfurnar í Evrópusambandinu. Galvaskur Össur gaf ESB og evrunni heilbrigðisvottorð og uppskar hlátur. Ætli þeir í Brussel fái ekki móðursýkiskast yfir síðustu yfirlýsingu Össurar.


mbl.is Umræðan „súrrealísk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli fólk læri nú að planarar, byrokratar og aðrir kratar geta ekki teiknað sig út úr nokkrum vanda?

hvað eru mörg þúsund á góðum launum einmitt við þetta í háborg krata?

Hver er árangurinn?

Heimskreppa.  ...Aftur.

Kanski Davíð að kenna?

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 16:56

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Páll.

Nú reynir Össur að halda því að fólki að við verðum að fá samning við ESB á botrðið til þess að þjóðin geti valið um það hvort að hún ætli að tiheyra Evrópu, eða ekki !

Ætli Noregur og Sviss sem hvorugt hafa viljað tilheyra ESB stjórnsýsluapparatinu tilheyri þá ekki Evrópu, heldur séu kannski hluti af Asíu eða Ameríku ?

Nú er vopnabúr ESB sinna orðið svo snautt, að nú er hiklaust gripið til svona blekkinga, meira að segja af manni sem á að heita sjálfur utanríkisráðherra þjóðarinnar.

Gætum alveg eins búist við því að þegar nær dregur muni þeir einnig halda því fram að kosningarnar um ESB aðild muni ekki aðeins snúast um það hvort að við ætlum að standa utan eða innan Evrópu, heldur jafnvel líka hvort við ætlum áfram að tiheyra mannkyninu eða verða að einhverri af undirtegundum þeirra eða annarra dýrastofna !

Gunnlaugur I., 23.11.2011 kl. 18:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góður þessi hjá honum um umdeilanlegu nettóframlögin okkar. 1-3milljarðar efnahagslegur óhagnaður af inngöngu. Hvaðan hann hefur töluna veit enginn og ekki hann sjálfur heldur.  Það hefði mátt spyrja hann að því hvort þáttaka okkar í botnlausum björgunarsjóðum væru þarna innifaldar.

Það eru fleiri neikvæðar breytur í þessu sem varða grunnstoðir landsins, sem afneitunin meinar skoðunnar.

Súrrealískur er hann allavega.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2011 kl. 18:53

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar ég horfði og hlustaði á Össur blessaðan í dag, á opna nefndarfundinum á alþingisvefnum: althingi.is, sem var opinn í beinni útsendingu, þá velti ég því fyrir mér hvernig almenningur þessa lands gæti hjálpað honum að sjá raunverulegu staðreyndirnar og réttu ljósi.

Það er raunverulega stór vandi í Evrópu núna, og það er svo sannarlega ekki búið að greina vandann, eins og Össur sagði á fundinum í dag, og því síður búið að finna viðunandi lausn á vandanum.

Það leyndi sér ekki að Össur trúði því raunverulega, sem hann var að segja í dag. Hver hefur ruglað hann svo ofboðslega mikið, að ekki virðist vinnandi vegur að af-rugla hann?

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðherra eða háttsettur embættismaður á Íslandi hefur verið blekktur og afvegaleiddur af erlendum lokkunar-spillingar-öflum.

Nú verður alþýða landsins að ná að af-rugla blessaðan kallinn hann Össur, áður en hann klúðrar restinni af því sem hægt er að klúðra á Íslandi. Það er ekki endalaust hægt að bjarga af-leikurum ríkisstjórnarinnar og svikulli embættis-bankaræningja-klíkunni fyrir horn. Það veit rænd og svikin alþýða þessa lands betur en blekktir og ábyrðar-fríaðir ríkisstjórnar/embættis/bankamenn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2011 kl. 20:17

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég myndi hræðast Össur. Þeir hjá ESB eru alltaf að draga úr skilyrðum hvað varðar inngöngu. Þeir gætu sagt já við öllu núna á morgun. Þá eru inni áheyrnarfulltrúar á þing ESB. Þeir munu virka sem lobbíistar. Það er ekkert skilyrði sett fram í Umsókninni og tekið fram að það sé einlæg ósk Íslendinga að ganga inn í ESB. Já þýðir að við erum inni og undir þeirra lögum og síðari laga sem  ESB mun setja. Ég segi drögum þessa ólöglegu umsókn strax til baka.  

Valdimar Samúelsson, 23.11.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband