Danir hafna evru, Norðmenn hafna ESB; Ísland sækir um hvorttveggja

Utanríkismál Íslands eru öfugmælavísa í boði Samfylkingar. Næstu nágrannaþjóðir okkar, Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn, hafna alfarið aðild að Evrópusambandinu. Aðrir nágrannar, s.s. Danir og Bretar, láta sér ekki til hugar koma að sækja um aðild að evru-samstarfinu.

Ísland er með standandi umsókn um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru.

Er ekki kominn tími til að fullorðna fólkið grípi í taumana og taki utanríkismál þjóðarinnar úr höndum Samfylkingarinnar?


mbl.is Danir hafna evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hvernig væri að þú hættir að tjá þig um eitthvað sem þú ekki skilur.

Hérna er smá vísbending um það sem þú ekki skilur.

€1 = 7,46 DKK.

Jón Frímann Jónsson, 15.11.2011 kl. 09:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott dæmi um djúpa þekkingu Jóns Frímanns á efnahags og fjármálum.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 09:18

3 identicon

Það væri kannski allt í lagi að hugsa aðeins lengra. Íslenska samfélagið býður ekki upp á nokkurn skapaðan hlut við inngönguna, nema möguleika á fiskveiðum. Iðnaðarveldi Evrópu sem gengur eins og smurð klukka kaffærir íslenskan iðnað á staðnum, lönd Evrópu eru pakkfull af landbúnaðarvörum,sem hafa meiri gæði en þær íslensku og miklu ódýrari. Íslenskur landbúnaður á ekki séns. Að selja nokkrar skyrdollur eða lambaskrokka teljast varla viðskipti. Sjávarútvegurinn er vanþroskaður, eða réttara sagt vinnslan, engin markaðssetning og engar tilbúnar neytendapakkinigar í nokkurri mynd, nema niðursoðnar fiskibollur og síld í slökum gæðaflokki. Að vísu man ég eftir að hafa smakkað tilbúnar steiktar fiskibollur úr verslun og þær voru að sjálfsögðu óætar! Sem sagt: Þjóðin verður sníkjudýr í ESB og ekkert annað, enda snýst öll umræðan um það, hvað þjóðin fær með inngöngu en ekki hvað hún getur afrekað ámóti, nema að "missa" fiskimið. Hitt er annað mál, að íslendingar verða að binda krónuna við gjaldgenga mynt og þessvegna evru og það strax.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 09:56

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Steinar þú spekingurinn hlýtur að vita að Danska krónan er bundin við gengi Evru. Með minnir mig 10% vikmörkum. Það hefur verið svo um ára eða áratugs skeið. Þannig að gengi dönsku krónunar sveiflast með Evrunni. Og því danir að mestu í raun með evru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.11.2011 kl. 09:56

5 Smámynd: Ómar Gíslason

Evran er gjaldþrota mynt sem býður eftir því að vera lögð niður!

Ómar Gíslason, 15.11.2011 kl. 10:02

6 identicon

ein færeysk króna er jafngildi einnar danskrar krónu og danska krónan er tjóðruð kyrfilega við evruna og með nánast engum slaka í seinni tíð.

gangleri (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 10:15

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einmitt ein ástæðan fyrir því að ég hampa snilli nafna míns Magnús. Fyrir utan að ég held að hann hafi ekki nokkurn sans á samhegi hlutanna.

Athugasemd hans er merkingarlaus froða án nokkur samhengis. Tala nú ekki um samhengið við efni greinarinnar, sem hann er að gera athugasemd við.

Þið eruð ágætir saman. Síðustu móhíkananarnir ef svo má segja. Tragikómískir alveg.

Vissuð þið að verðlag á matvöru í Danmörku er aðeins 1% lægra en hér, þrátt fyrir allt? Bara svona spurning til að hjálpa ykkur enn frekar að forðast umræðu um efni greinarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 11:26

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vissuð þið líka að það er búið að gefa út dánarvottorð á evruna af helstu hagspekingum heims?

Hafið þið lesið blöðin nýlega eða þorið þið því bara ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 11:28

9 identicon

Jón Steinar - Hvað áttu við, þegar þú segir að matvörur í Danmörku sé aðeins 1% ódýrari en á Íslandi? Miðar þú við kaupmátt, eða netto tímalaun verkamanns í viðkomandi löndum, eða miðar þú við gengi krónunnar. Það er hægt að blekkja, þótt ekki sé logið. Hvað er verðlagið í Noregi eða Svíþjóð? Norðmenn versluðu matvæli o.fl. í Svíþjóð í fyrra, fyrir einn milljarð sænskar krónur. Hvers vegna fara þeir yfir landamærin, til að versla?

Þetta með danárvottorðið á evruna er típikal hagfræði þrugl. Hvað er hagspekingur? Talaðu við 10 og þú færð tíu niðurstöður. Danir hafa sína krónu bundna við evru og vil ég frekar hafa danskar krónur í vasanum, en íslenskar. Hvað með þig?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 13:14

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Legg til einföldu leiðina inn í ESB og skil ekki að kratar séu ekki búnir að uppgötva hana fyrir löngu.

Sendum Össur til Færeyja.
Hann bendi á að sjálfstæðisbarátta Íslendinga sé alsherjar misskilningur.
Látum hann stinga upp á að við sameinumst Færeyingum.
Leggi til að sameiginlegt þjóðríki beri nafnið Færeyjar.
Ísland verði þar með stærsta eyjan í Færeyjaklasanum.
Danskan verði ríkismálið.
Þórshöfn verði höfuðborgin (er nær Brussel).
Tökum upp Færeysku krónuna, sem er tengd DKK sem tengd er Evru.

Er þetta ekki það sem menn vilja? 

Benedikt V. Warén, 15.11.2011 kl. 14:06

11 identicon

Jón Frímann, það væri fróðlegt fyrir þig að skoða skuldatryggingarálag og atvinnuleysi þessara landa:

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Sovereign_credit_default_swaps.png

Grikkland (ESB) - 5277 pt- 12,5% atvinnuleysi

Portúgal (ESB) - 1072 - 12,0%

Írland (ESB) - 740 - 13,6%

Ungv.land (ESB) - 603 - 11,3%

Ítalía (ESB) - 563 - 8,4%

Spánn (ESB) - 457 - 20,1%

Belgía (ESB) - 323 - 8,4%

Ísland - 317 - 8,1%

Frakkland (ESB) - 214 - 9,8%

Þýskaland (ESB) - 94 - 7,1%

Finnland (ESB) - 67 - 8,3%

Bandaríkin - 50 - 9,0%

Sviss - 50 - 3,6%

Noregur - 31 - 3,6%

og svo er hér góður samanburður á Íslandi og Írlandi:

http://www.investmentpostcards.com/category/iceland/

Njáll (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 18:18

12 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

V. jóhannsson "Iðnaðarveldi Evrópu sem gengur eins og smurð klukka kaffærir íslenskan iðnað á staðnum, lönd Evrópu eru pakkfull af landbúnaðarvörum." Miðað við hvernig þú talar mætti halda að þú værir mótfallin aðild að ESB og værir með stöðuga kaldhæðni. Annars, ef þetta er þín skoðun á ESB, hvers vegna þú villt þú þar inn?

V.jóhannesson "Norðmenn versluðu matvæli o.fl. í Svíþjóð í fyrra," Svíar fara til Noregs að vinna

Brynjar Þór Guðmundsson, 15.11.2011 kl. 18:41

13 identicon

Brynjar . Ég bý í ESB landi og hef gert í áratúgi. Það er margfalt betra en Ísland, að öllu leiti. Veðrið (gott), verðið (vel viðráðanlegt og stapílt), skólarnir (strangir og skipulagðir,börnin læra), heilsugæslan (fljótvirk og fært starfsfólk og lyf ódýr en oftast ókeypis).

Ég hugsa fyrs og fremst um hin almenna borgara, sem skapar framleiðni og er uppistaðan í velferð samfálagsins með mikilli vinnu og fórnfýsi. Það er þetta fólk, sem á rétt á mannsæmandi lífi í landinu, en ekki elitin, þjófarnir og óráðssíuhagspekingar, lygnir stjórnmálamenn og ósvífið bankafólk. Því miður er þjóðin mjög vanþróuð og hefur verið það í áratugi, þegar snýr að markaðssetningu, vandaðri vinnu ,jafnt á láði sem legi, þegar snýr t.d. að FULLUNNINNI matvöru ,hvort sem það er á landi og/eða í sjávarútvegi, þá man ég ekki eftir neinni matvöru frá Íslandi, sem er samkeppnishæf við þær matvörur, sem ég kaupi hér dags daglega. Íslendingar hlusta aldrei á þá sem vitið hafa og þá síst ef viðkomandi er útlendingur, því þeir vita allt miklu betur, þótt þeir hafi aldrei farið út úr sveitarfélaginu og hvað þá stigið á erlenda grun og þessvegna er þróunin allt of hæg og oft engin. Þjóðin verður sjálfkrafa sníkjudýr í ESB. Hér í búðum fæst mjög góður óútvatnaður saltfiskur að sjálfsögðu norkur,en ekki sést sá íslenski( markaðssetning!). Graflax, algört lostæti( norskur) sá íslenski á ekki séns, enda fæst hann ekki. Reyktur lax,alveg mátulega reyktur og saltaður(norskur) sá íslenski er óæti í samanburði, enda ekki til hér heldur. Hvurslags þjóð eru Íslendingar? Af hverju er þetta svona, áratugum saman? Hversvegna? Ég vil fá svor, frá einhverjum sem vitið hefur, en hann er sennilega ekki til.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 00:52

14 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

V.jóhannson, þetta svar hjá þér er út í loftiið, algjörlega.

1. Ég spurði, Ef Ísland fer svona illa út úr inngöngu í ESB, af hverju viltu þá að ísland fari þar inn? Þú hefur ekki svarað því.Auðvitað veit ég að Iðnaðurinn í Íslandi verður útrímt ef við förum þar inn. Markaðurinn er 300.000 og því ekki hægt að setja upp fyrirtæki sem framleiða 400.000-500.000 einingar á dag en þannig fyrirtæki eru lang hagkvæmust(td í ESB). Markaðir td í Evrópu og bandaríkunum eru of langt í burtu þannig að þeir sem framleiða eitthvað framleiða gæði en ekki magn. Þessu áttu eftir að svara.

Einnig svaraðuru ekki " "Norðmenn versluðu matvæli o.fl. í Svíþjóð í fyrra," Svíar fara til Noregs að vinna"

Annað með bullið hjá þér.  "heilsugæslan (fljótvirk og fært starfsfólk" Þessa umræðu þekki ég vel, í Reykjarvík eru biðlistar eftir öllu í um 3 mánuði og hafa verið þanning lengi en víða út á landi er þetta 1-2 dagar og því ekki algilt.

"Ég hugsa fyrst og fremst um hin almenna borgara, sem skapar framleiðni og er uppistaðan í velferð samfálagsins með mikilli vinnu" En ef ESB útrímir Iðnaðinum á Íslandi, tekur sjáfarútveginn og þurkar upp landbúnaðinn og allir þar missa vinnuna þá skiptir engu hvað verðlagið yrði látt með vörum innflutum td frá Tyrklandi(þar sem laun eru um 50 krónur á tímann), hvernig er það bæting fyrir hin almenna launþega

Brynjar Þór Guðmundsson, 16.11.2011 kl. 06:33

15 identicon

Ég sagði aldrei að Ísland ætt að ganga í ESB, en það væri svo sem mátulegt á þá , en það þarf að bynda kónuna við virkan gjaldmiðil t.d evru. Hafa menn aldrei áttað sig á því, að þau íslensku fyrirtæki sem ganga vel á milli ára, eru í meirihlutaeigu útlendinga sem stjórna þeim. Íslendingar hafa aldrei getað stjórnað sér sjálfir og þá meina ég í einu og öllu, en fyrirtæki geta þrifis ágætlega í eigu útlendinga. Því miður er þetta þannig.( sem sagt, íslendingarnir geta unnið undir stjórn útlendinga og haft ágæta afkomu, með aðhaldi) Ég hef unnið í erlendum fyrirtækjum og veit fullvel hvers vegna íslensk fyrirtæki rúlla ekki. Það er gígantískur munur á hugsunarhætti, skipulagi og ég tala nú ekki um framkomu eigenda við starfslið á gólfinu. (Eftir eins árs vinnu erlendis, sagði ég " Ég vinn aldrei meir fyrir íslendinga, þeir kunna enga mannasiði".

Íslendingar hafa ágætt hráefni og geta vel frammleitt gæðavöru fyrir evrópumarkað, með ströngu eftirlit útlendinga, en ekki annars. Af einhverjum orsökum eiðileggja þeir alltaf hráefnið, sennilega græðgi og vankunnátta.

Dæmi:Eina tilbúna varan, framleidd á Íslandi, sem ég tel samkeppnishæfa - fiskibollur frá ORA - síðast þegar ég smakkaði þær, fyrir 20 árum, dæmi ég þær sem 1.flokks vöru, miðað við sambærilega vöru í Evrópu. Ef ORA hefur ekki breytt innihaldinu( íslendingar eru vísir til alls, til að græða meira),þá er minsta mál í heimi, að markaðssetja svo mikið magn sem vera vill t.d. á evrópumarkaði. Ég hef aldrei séð þessa vöru í verslun erlendis: Hvers vegna?

Þetta með heilsugæsluna: Þegar ég þarf að tala við minn heimilislækni, þá fæ ég viðtal samdægurs eða daginn eftir. Vinkona mín á Íslandi beið efir hjartaaðgerð í EITT OG HÁLFT ÁR , því lænirinn var að vinna í útlöndum. Önnur bíður nú eftir aðgerð, af því að læknirinn (annar) er að vinna í útlöndum. Ekki nefna heilsugæslu á Íslandi á nafn!

Þetta með vegalengdir: Það er jafn langt frá Íslandi til meginlandsins, eins og frá meginlandinu til Íslands og vegalengdin er ekkert vandamál.Það er græðgis hugsunarháttur landanns, sem er vandamálið og kemur því til leiðar að íslendingar eru ekki samkeppnisfærir við önnur lönd ( þú veist, gæðin). Svíar fara til Noregs að vinna, því launin eru margfallt hærri þar. Íslendingar verða að fara að átta sig á því, að þeir eru hluti af stærri heild og verða að hætta að hugsa með þessum hroka og sjálfumgleði. Þá fer allt vel. Kveðja.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 11:46

16 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

V. jóhannson, "Svíar fara til Noregs að vinna, því launin eru margfallt hærri þar." hærri laun= hærra verðlag. Svarar vel; "Norðmenn versluðu matvæli o.fl. í Svíþjóð í fyrra,". ".Það er græðgis hugsunarháttur landanns, sem er vandamálið og kemur því til leiðar að íslendingar eru ekki samkeppnisfærir við önnur lönd ( þú veist, gæðin)" því verð ég seint sammála, hinsvegar þurfum við íslendingar oft að flytja fram og til baka(í útflutningi) í þessum efnum td þegar kemur að húsgögnum hinsvegar eru góð tækifæri í útflutningi á matvælum en MS flytur út 3 tonn af skyri til bandaríkjana og annað eins af orkudrykk(hleðslu). Þá eru sláturfélögin með kaupendur að þrefaldri landsfrmleiðslu í lambaköti og hefur öll umframframleiðslan farið út.

Alltaf þegar ég hef pantað tíma hjá lækni upp á heilsugæslu þá kemst ég alltaf að í síðastalagi daginn eftir og þannig er það allstaðar í Íslandi, að litlu túni undanskildu á SV- horni landsins undanskyldu en þar er allt "furðulegt" svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er svo merkilegt að Reykjavík er ekki nema rúmt 1% af Íslandi  og því ekki sangarnt að blandaÍslendingur inn í misgjörðir þeirra

"Ég sagði aldrei að Ísland ætt að ganga í ESB". Það er reyndar alveg rétt hjá þér, en orðalagið hjá þér er þannig sett upp. Ég byðst innilegrar afsökunar á að hafa kallað þig ESB-sinna 

Brynjar Þór Guðmundsson, 16.11.2011 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband