ESB er ekki-framtíðarsýn

Enginn veit hvort og þá hvernig Evrópusambandið kemur út úr skuldakreppunni sem tröllríður húsum nokkurra evru-ríkja. Hitt er augljóst að ríki sem standa utan við evru-samstarfið og að ekki sé talað um þau ríki sem ekki eru í Evrópusambandinu láta sér ekki til hugar koma að melda sig inn í evruland.

Þannig er Bretland áhorfandi að skuldakreppunni og hvetur meginlandsríkin til dáða en lætur þau ekki fá fangastað á sér. Innan ríkisstjórnar Bretlands er vaxandi áhugi að losa um tengslin við ESB. Noregur, sem stendur utan Evrópusambandsins, er staðfastari en nokkru sinni fyrr að leita ekki inngöngu í sambandið.

Á Íslandi er einn einangraður flokkur, Samfylkingin, sem býður Evrópusambandið sem framtíðarsýn. Þegar Evrópusambandið sjálft veit hvorki hvort það lifi af skuldakreppuna né hvert það stefnir er heldur hjárænulegt að fylgja í humátt á eftir. Það þarf samfylkingarfólk til að sjá það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framtíðarsýn Samfylkingar er evran. Skítt með allt annað.

http://eyjan.is/2011/11/14/krabbameinssjuklingar-thurfa-ad-greida-allt-ad-200-000-kr-kostnadur-gaeti-nu-haekkad-i-370-000-kr/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband