Íslandi stefnt í glatað Evrópusamband

Fyrrum fjármálaráðherra Frakklands og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christiene Lagarde, segir skuldakreppu evru-ríkja geta leitt yfir heiminn glataðan áratug lítils hagvaxtar og mikils atvinnuleysis.

Þegar máttarvöldin spá Evrópusambandinu dómsdegi hvað er Ísland að gera með umsókn um aðild að því sambandi?

Hvers vegna leggur Samfylkingin slíka fæð á Ísland? Hvað hefur þjóðin gert Samfylkingunni til að verðskulda helför til Brussel?


mbl.is Lagarde óttast „glataðan áratug“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjá ESB starfa 60 þúsund eftirlitsmenn, margir þessara 60 þúsund starfsmanna ESB, eru á skattfrjálsum ofurlaunum, og með lífeyrissjóði sína staðsetta í skattaskjólum.

Þetta ætti að nægja, til að svara spurningunni um áhuga samfylkingarinnar á ESB.

Síðan kemur Bjarni formaður fram á alþigi, og segir að verðtryggingin sé ekki vandamálið í sjálfu sér, heldur verðbólgan.

Málið er að þegar Jóhanna og Steingrímur, hækka álögur, á benzin,áfengi og tóbak, þá hækkar höfuðstóll verðtryggðrar innistæðu í banka, og að sama skapi hækka allar verðtryggðar skuldir heimilanna, þetta er náttúrlega fullkomlega galið því það hafa engin verðmæti orðið til.

Og lögnu orðið tímabært að þessu rugli fari að ljúka.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 11:20

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sök þjóðarinnar, er að mati LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, að hafa kosið íhaldið yfir sig trekk í trekk.

Jóhann Elíasson, 9.11.2011 kl. 11:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

         Sammála Jóhanni.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2011 kl. 11:51

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Ólfsson allt í lagi að kynna sér málin aðeins Það eru ekki 60 þúsund eftirlitsmenn. Starfsmenn ESB eru nú ekki nema 50 þúsund sem er ekki mikið þegar miðað er við að íbúafjöldi í ESB ríkjunum er um 500 milljónir. Þeir eru ekki á neinum ofurlaunum. Það er bara kjaftæði og að ætla Samfylkingunni að vera sækjast eftir störfum þar og þar sé ástæða þess að sótt er um er svo barnalegt að mannig verkjar að það skuli vera svona vitlaust fólk til. Annars ef menn vilja kynna sér málið er hægt að finna allar upplýsingar um ESB á netinu og þær er nær undantekningarlaust ekki eins og Heimssýn kynnir þær. t.d. þetta

Fjöldi starfsmanna ESB eftir stofnunum (2011):
Evrópuþingið  6.521
Leiðtogaráðið og ráðið  3.584
Framkvæmdastjórnin:  32.703
 Stjórnsýsla
20.370
 
 Rannsókna- og tækniþróun3.827 
 Skrifstofur (m.a. Olaf, Epso)1.978 
 Sjálfstæðar stofnanir (m.a. Europol, Eurojust)5.742 
 Evrópsk samstarfsverkefni385 
 Framkvæmdastofnanir401 
Evrópudómstóllinn  1.972
Endurskoðunarrétturinn  887
Efnahags- og félagsmálanefndin  739
Svæðanefndin  543
Umboðsmaður Evrópusambandsins  64
Evrópska persónuverndarstofnunin  41
   47.054

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.11.2011 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband