Jóhanna, Össur og brunarústirnar í Brussel

Evrópusambandið er búið að vera þegar hver ríkisstjórnin á fætur annarri fellur vegna kreppunnar sem leiðir af stærsta verkefni sambandsins sem endar í fíaskó: evran er þegar búin að fella ríkisstjórnin í Dublin, Aþenu og Róm og innan skamms er Madríd á dagskrá. Sérstaklega eru subbulegar afsagir forsætisráðherra Grikkja og Ítalíu sem eru samkvæmt kröfu frá Brussel.

Ef Brusselvaldið gæti séð um að reka efnahagskerfi aðildarríkja evru-samstarfsins væri sök sér að það yrði að skipta um ríkisstjórnir annað slagið. Embættismennirnir í Brussel eru á hinn bóginn ekki með lýðræðislegt umboð til að sjá um ríkisfjármál einstakra ríkja og munu ekki ná neinum árangri.

Þangað til að lýðræðislega kjörin stjórnvöld fá svigrúm til efnahagsráðstafana, svo sem að fella gengið til að vinna tilbaka tapaða samkeppnisstöðu, verður viðvarandi stjórnmálaóreiða á evru-svæðinu.

Þjóðverjar útiloka að prenta peninga handa skuldugum evru-ríkjum og krefjast þess að með niðurskurði verði náð tökum á ríkisfjármálum. Niðurskurður leiðir til samdráttar sem gerir skuldabyrðina enn erfiðari að bera. Evran brýtur niður efnahagskerfi ríkja Suður-Evrópu.

Jóhanna og Össur vilja orna sér við brunarústirnar í Brussel. Þau auglýsa í leiðinni hjákátlega grunnhyggni og gera það á kostnað íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Ræddu efnahagserfiðleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta var meira svona photo opportunity. Ég held að Jóhanna sé ekkert frekar pro EB. Efast um að hún skilji hvað EB gengur út á. Manneskjan er ekki mælt á neina tungu nema íslensku og þar er hún ákaflega illa mælt sem kemur kannski ekki að sök þar sem hún hefur yfirleitt mjög lítið að segja.

Guðmundur Pétursson, 8.11.2011 kl. 20:56

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Evran felldi líka ríkisstjórnina í Bratislava.

Það var létt upphitun fyrir Aþenu og Róm að fella ríkisstjórn Slóvakíu. Það er bara smáríki sem engu skiptir, ekki nema 17 sinnum fjölmennara en Ísland.

Haraldur Hansson, 8.11.2011 kl. 21:02

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er farið að dauðlanga til Brussel en þessi skrif þín öll vekja hjá mér mikin áhuga á að heimsækja aftur þessa fallegu borg.

Einar Guðjónsson, 8.11.2011 kl. 21:11

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Borgin Brussel er falleg, minnir svolítið á París, og enginn verður svikinn af því að heimsækja hana - sem ferðamaður :)

En borgin er mikið breytt núna eftir ESB fárið; heilu hverfin voru rifin niður til þess að rýma fyrir apparatinu. Þeir máttu þó eiga það að hafa hlíft Rauða Hverfinu, Einar!

Kolbrún Hilmars, 8.11.2011 kl. 21:23

5 identicon

Þau hafa þá rætt saman á táknmáli ástarinnar! Uhumm, platónskri auðvitað... Less is more....

Íslendingur (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 23:05

6 identicon

Það ku vera gott (skv Össuri) að kaupa hús þegar það stendur í björtu báli.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 00:51

7 Smámynd: Björn Emilsson

Össur Skarphéðinsson er lifandi eftirmynd Óla Pramma, eða kannske heldur Óla Maggadon.

Björn Emilsson, 9.11.2011 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband