Tækifæri Hönnu Birnu

Hanna Birna byrjar framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins með afgerandi yfirlýsingu um að aðildarumsókn Íslands til Evrópusambandsins eigi að draga tilbaka. Það orð liggur á Hönnu Birnu að helstu stuðningsmenn hennar komi úr samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins og hún þarf að losna við þau óhreinindi ef hún ætlar að eiga möguleika á embættinu.

Hanna Birna gerir ekki málefnaágreining við Bjarna Benediktsson formann og segir þau bæði með sjálfsstæðisstefnuna í öndvegi. Þetta er snjöll nálgun en betur má ef duga skal.

Tækifæri Hönnu Birnu felst í pólitískum blæbrigðum. Eins og stendur er pólitískt yfirbragð forystu Sjálfstæðisflokksins þannig að aðeins tvö stjórnarmynstur koma til greina: Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Hanna Birna þarf að tala þannig að þriðji möguleikinn bætist við: Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir.

Spennandi.


mbl.is Snýst um líklegan sigurvegara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er V-G einræði Steingríms treystandi.

Ekki vantar orðin.  En gerðirnar oft bara einhverja allt, allt aðrar.  

Eins og alþjóð veit.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 18:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef litla trú á því að þessi kúvending hennar standi. Hún ætlar sér greinilega að taka VG sveifluna á þetta. Segja eitt en meina eitthvað þver öfugt. 

 Hún hefur alltaf verið algerlega stefnulaus og hagað seglum eftir vindi. Ég treysti henni ekki frekar en öðrum stjórnmálamönnum á Íslandi. Þeir eru allir hérna enn þrátt fyrir að hafa gersamlega fyrirgert rétti sínum. 

Ógeðslegur blettur á annars fallegu landi.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 19:06

3 identicon

Er algjörlega sammála Jóni Steinari.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 19:27

4 identicon

Á þá að kjósa Hönnu Birnu til að tryggja Steingrími og hinum öfgamönnunum áfram völd?

Ha?

Nei takk!

Karl (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 20:11

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er öllum ljóst að Hanna Birna sækir sitt fylgi til þeirra innan Sjálfstæðisflokks, sem vilja klára aðildarferlið. Hún þarf ekkert að höfða til þeirra.

Það eru hins vegar hinir, sem vilja að ferlið verði stöðvað, sem Hanna þarf að biðla til. Það gerir hún einungis með ákveðinni tilkynningu um andstöðu við þá vegferð.

En hvernig ætlar Hanna Birna svo að þakka stuðning ESB sinna innan flokksins? Hvort mun hún verða tryggari þeim sem munu kjósa hana þrátt fyrir þessa yfirlýsingu, eða þeim sem kjósa hana vegna hennar?

Hanna Birna er hörku kvennmaður, um það verður ekki deilt. Hún hefur einnig sýnt og sannað að hún hefur eiginleika til að skapa frið umhverfis sig. En það er ekki nóg.

Sú staðreynd að framboð hennar er til komið vegna stuðnings ESB sinna innan Sjálfstæðisflokks, setur stórann mínus á það.

Aðildarmálið verður stóra málið í næstu kosningum, sem verða vonandi sem fyrst. Þetta mál er það mál sem skiptir framtíð landsins mestu, um alla framtíð. Ef aðild verður staðreynd, getum við gleymt öllum öðrum vandamálum hérlendis. Þau munu öll falla í skuggann af þeirri skelfingu sem ESB aðild mun skapa okkur!!

Gunnar Heiðarsson, 3.11.2011 kl. 20:21

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er ekki spurning um hvort Hanna Birna sigrar, heldur hvort Bjarni Ben tapi. Hann er með evru-föndur, ESB-hik og Icesave-uppgjöf í farteskinu. Hún er enn óskrifað blað í landsmálum, 14 dögum fyrir fund. Líklega viljandi.

Óttast að Jón Steinar hafi rétt fyrir sér í því að hún ætli að taka VG á þetta.

Haraldur Hansson, 3.11.2011 kl. 20:31

7 Smámynd: Steinarr Kr.

Bendi á að það hafa bara verið andstæðingar Hönnu Birnu, innan flokks og utan sem hafa verið að segja hana ESB sinna.

Steinarr Kr. , 3.11.2011 kl. 21:50

8 identicon

Mer finnst þetta afar augljós  af þvi konan er bullari úti eitt og um ekki neitt! En stefnir greinilega i bandalag við Jóhönnun... Hanna Birna er ESB sinni  hvað sem hun galar i kvöld   ...það  verður breytt strax ef hún nær kjöri og hún mun hafa skýringu á þvi eins og öllum sinum vaðli !!!

Ransý (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 22:01

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það voru Baugs- miðlarnir, Samfylkingin og VG, sem komu þessu framboði á koppinn. Hún er frambjóðandi þeirra, manneskjan, sem gekk í bandalag við Jón G. Narr. Hún blaðrar líka um e.k. „samræðustjórnmál“. Nei, þótt Bjarni hafi svikið í Icesave er hann miklu, miklu skárri kostur, fyrst Davíð fæst ekki.

Hún er raunar enn eitt dæmið um „kjánavæðinguna“ í stjórnmálunum. Frá henni streymir einfeldningslegt hjal um „samvinnu“, sem mundi sóma sér vel á kosningafundi hjá Samfó eða VG. Hún hefur ekkert í þetta.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.11.2011 kl. 22:10

10 identicon

Tókuð þið eftir því drengir, að Hanna Birna sagðist í viðtalinu við Sigmar ætla að fara eftir samþykkt landsfundar að Ísland ætti ekki erindi í ESB. Hún hefur passað sig sérstaklega á að orða þetta svona í þessum fáu viðtölum sem hún hefur veitt. Hún hefur gætt þess að orða þetta með þessum hætti, en geta þess ekki hvaða persónulegu skoðun hún hefur á aðild Íslands að ESB.

Það skiptir meginmáli að formaður flokksins sé eindreginn andstæðingur aðildar Íslands að ESB, en ekki hálfvolgur umskiptingur. Það er óþolandi að formaðurinn, ef hún verður það, fari í það leynt og ljóst eftir að hafa fengið kosningu að fá breytt landslaginu í sjálfstæðisflokknum til aðildar að ESB. Svoleiðis vinnubrögð eru óheiðarleg og óþolandi og eiga ekki góðri lukku að stýra.

Vítin eru til að varast þau og nægir að minnast framgöngu Halldórs Ásgrímssonar í þeim málum þar sem honum nánast tókst að slátra framsókn með undirferli og daðri við ESB.

Hanna Birna á grunsamlega marga stuðningsmenn og vini úr röðum ESB sinna innan sjálfstæðisflokksins, það bendir sterklega til að hún sé ESB hýsill þó smit sjáist enn ekki útvortis. Síðan þessi hrifning samfó á henni sem bendir til að þeir viti af smitinu. Hvað veit ég! Ég er ekki nógu ungur til að vita allt.....

Rekkinn (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 22:44

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Formenn þessa stærsta stjórnmálaflokks landsins,hafa ekki fyrr þurft að glíma við hálfgerða leppstjórn erlends valds. Eða er einhver glíma? Svo virðist sem engin nái að reita stjórnarliða til reiði nema forseti Íslands.  Hann nær þessum blæbrigðum,sem þú nefnir Páll kanski má kalla þau pólitísk. Alltént ætti hverjum stjórnmálamanni að vera orðið ljóst,að langflestir Íslendingar vilja ekki í ESB. Stjórnvöld neyta allra bragða sem þeim hugkvæmist,til að blekkja fólk um sæluríkið í austri. Þess vegna fylgist almenningur með kjöri formanna stjórnmálaflokkanna. Helst hefði ég viljað sjá upplitið á stjórnarliðum ef Davíð færi fram,ég dreg enga dul á dálæti mínu á manninum sem samdi við Reykjavíkurtjörn, man þó ekki heiti þess,það þekkja allir.

Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2011 kl. 01:59

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Yngri Jó Hanna - Groundhog day....again!

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.11.2011 kl. 02:55

13 Smámynd: Sandy

   Hanna Birna hefur ávallt verið sniðug við að hliðra sér hjá að svara því afdráttarlaust hvort hún styddi inngöngu í ESB, sem nægir til að ég vantreysti henni í formanninn. Hins vegar er stór spurning hvort þær skipti einhverju máli þessar yfirlýsingar þeirra um að fara ekki í ESB, segja svo þegar á þing er komið, ég kaus bara eftir eigin sannfæringu. Að mínu mati þarf þjóðin að taka til sinna ráða til að stöðva þetta ESB rugl, okkur veitir ekki af þeim peningum sem fer í þetta.

Sandy, 4.11.2011 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband