Tilraun Jóns Ásgeirs til þöggunar mistókst

Tilraun fjölmiðlakóngsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til að þagga niður óþægilegan fréttaflutning mistókst fyrir héraðsdómi Reykjaness. Jón Ásgeir kallar það meiðyrði ef fréttir eru honum óþénugar og stefndi fréttamanni RÚV, Svavari Halldórssyni, fyrir dóm en var gerður afturreka.

Jón Ásgeir er eigandi Fréttablaðinu og Stöð 2 en hefur ekki séð ástæðu til að stefna blaðmönnum þeirra miðla, líklega vegna þess að þeir birta aðeins það sem Jóni Ásgeiri er að skapi.

Til minnis: Vanheilagt bandalag Jóns Ásgeirs og Samfylkingarinnar girti fyrir að sett voru fjölmiðlalög um miðjan nýliðinn áratug er áttu að koma í veg fyrir yfirráð auðmanna yfir fjölmiðlum.


mbl.is Svavar sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband