Kínakaup á íslensku landi; Ögmundur og Einar

Tilraunir til að sölsa Ísland undir erlend yfirráð eru þúsund ára gamlar. Snemma á 11. öld sendi Ólafur digri Noregskonungur íslenskan mann, Þórarinn Nefjólfsson, á alþingi að biðja um Grímsey. Íslendingar vildu kaupa sér vinsældir hjá stórveldi og ætluðu að gefa konungi Grímsey og fá kannski nokkur störf í staðinn við staðarhald í Grímsey. Ræða Einars Þveræings gerði út um málaleitan konungs. Kjarni ræðunnar er eftirfarandi

En þótt konungur sjá sé góður maður, sem eg trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til þá er konungaskipti verður að þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast [...] Og ef þar [þ.e. í Grímsey] er útlendur her og fari þeir með langskipum þaðan þá ætla eg mörgum kotbóndunum muni þykja verða þröngt fyrir durum.

Skiptum við út Grímsey fyrir Grímsstaði á Fjöllum og langskipum fyrir flugvélar og Ólafi digra fyrir kínverska kommúnistaflokkinn er sama mál á dagskrá með landakaupum hins kínverska Nubo.

Spurningin er bara hvort Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kunni sinn Einar Þveræing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt, Páll Vilhjálmsson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 11:07

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hver er nú hinn íslenski Þórarinn Nefjólfsson? Og er líklegt að fæða megi her manns á Grímsstöðum á Fjöllum, Páll? "[Þ]á ætla ek mörgum kotbúöndunum muni þykkja verða þröngt fyrir durum".

Samfylkingin sér auðvitað ekki fyrir erindislok um Evrópusambandsítroðsluna, en mun þjóðin njóta "frelsins síns óáreitt eftir það á þriðja hundrað ára."?

Gústaf Níelsson, 23.10.2011 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband