Krónan bjargaði okkur úr hruninu

Án krónunnar værum í við með helmingi hærra atvinnuleysi og ættum tvö til þrjú í að ná okkur upp úr kreppunni. Samanburður Paul Krugman á hagkerfum Íslands og Írlands sýnir ótvírætt  að kreppa dynur hvort heldur sem er á ríkjum með sjálfstæða gjaldmiðla og hinum sem eru í evru-samstarfi.

Munurinn á Íslandi og Írlandi er að við áttum mynt sem lagaði sig að breyttum aðstæðum; Írar eru læstir inn í gjaldmiðli sem tekur ekki mið að írskum aðstæðum. 

Afleiðingin er eftirfarandi: Írar búa við tvöfalt meira atvinnuleysi en Íslendingar og verða tvöfalt eða þrefalt lengri tíma að vinna sig úr kreppunni.


mbl.is Ísland hefur ekki farið verst út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og krónan hækkað skuldir allra skuldara um 25 til 35% lækkaði kaupmátt um einhverja tugi. Eins og krónan hefur beint og óbeint gert reglulega í gengum tíðinna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.10.2011 kl. 19:16

2 Smámynd: Elle_

Nei, peningastefnan hækkaði skuldirnar, ekki litli koparinn sjálfur.  Vísitölutrygging heitir það og sett af íslenskum stjórnvöldum. 

Elle_, 22.10.2011 kl. 19:28

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Vegna krónunnar hefur sama kynslóð tapað aleigunni öðru sinni á 30 árum á meðan útflutningsgreifar liggja á meltunni.  Það er fordómalaus árangur í efnahagsstjórn, og kemur krónunni ekkert við .... eða hvað?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.10.2011 kl. 20:07

4 identicon

ef lítil mynt er misþyrmd af fjármálasóðum yfir áratugina með pólitískum gæluverkefnum, vanvirðingu fjárlaga, botnlausri verðbólgu sem setur lögmálin á haus: sparnaður hverfur og skuldarar fá verðlaun og nú síðast eitthvert stærsta bankarán fyrr og síðar, a.m.k. Íslandssögunnar er það furða að þessi litla mynt er illa farin! Ég er bara hissa að hún skuli enn vera á lífi þessi litla króna okkar, það eru mennirnir sem taka ákvarðanir, krónan endurspeglar gæði þessara ákvarðana ...

brjánn (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 20:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Krónan hefur ætíð verið með kolvitlaust skráð gengi. Búið var að rugla svo mikið með þetta að raunar hafði enginn hugmynd um raunvirðið. Man einhver eftir söngnum um of hátt gengi? Uppproppað og falsað.  Þegar svo hart mætti hörðu, þá kom loks í ljós hvert raunvirðið var og þar stendur hún nú óháð væntingavísitölum og fantasíum spekúlantanna.

Fólk sem skuldsetti sig á þessu falska gengi er bara að bíta úr nálinni með það. 

Helvítins munur væri að hafa fíatEvruna núna Jenný, eða hvað?  Það er náttúrlega skelfilegt að útflutningsiðnaðurinn skuli vera að hagnast á þessu og það í alvöru peningum.  Þeir eru væntanlega að safna þessu undir koddann. Engin atvinna af þessu að ráði eða hvað? 

Rétt er það að þetta er glæpsamlegri efnahagstjórn að kenna hvernig þessi mynt var uppblásin í það óþekkjanlega, en að segja gengisfellinguna meinið er eins og að bölva megrunarkúrnum sem bjargar ofitusjúklingnum frá því að éta sig í hel.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 21:43

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er hún kannski loksins orðin marktæk mynt eftir að hafa verið fantasía og trúarelement í 30 ár. How about that?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 21:47

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér var landsframleiðslu haldið uppi á gengdarlausum opinberum spandans á blóðsugulánum.  Hér var aldrei hugsað um ávöxtun, heldur eyðslu til að halda uppi fölsku gengi. Virkjanabrjálæði til handa fjölþjóðafyrirtækjum sem skiluðu ekki arði sem nægði til að borga vextina etc.

Fólki var talið í trú um að það gæti eignast það sem engin leið var að það gæti gert, ef menn bara settust niður og reiknuðu.40 milljóna húskofi og 2 6 milljón króna bílar á fjögurra manna fjölskyldu með 350-400þ í laun á mánuði.

Flestir þeir sem eru að missa "allt", áttu það aldrei til að byrja með.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 21:56

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Glæpurinn er að þessi lánastarfsemi til einstaklinga var ekki í neinum takti við greiðslugetu.  Að leyfa slíkt án nokkurra athugasemda er versta svínaríið af öllu. Það er ábyrgð hrunflokkanna m.a. hvort sem þeir í einfeldni sinni vissu það eður ei. Ég er a því að stjórnvöld hér hafi verið jafn drukkin og bankamenn og auðvitað smitaðist fylleríið út til allra.

Þetta var fyllerí. Gambrinn var eitraður og þeir sem suðu hann bera ábyrgðina.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 22:05

9 Smámynd: Elle_

Og hvað veldur að Magnús Helgi, einn aðal-langtíma-verjandi öfgahækkuðu skuldanna AF VÖLDUM STJÓRNVALDA kemur núna og kennir myntinni (kopar og járni) um hækkaðar skuldir??  Halló, Magnús Helgi, viltu kannski útskýra fyrir okkur vita skilningslausum???

Elle_, 22.10.2011 kl. 22:40

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Það er þungur í þér slátturinn Jón Steinar, enda dettur mér ekki í hug að andmæla því sem þú segir, því ég get tekið undir það flest. 

Þú getur samt ekki neitað því að gengið var miskunnarlaust fellt til þess að rétta við "útflutningsatvinnuvegina".  Í því fólst þessi dýrðlegi sveigjanleiki, á kostnað hverra?

Ég er hins vegar að gera raunhæfan samanburð á fólki af minni kynslóð; sem hefur lifað lífinu af þokkalegri hógværð og skynsemi, við sjálfan mig, sem líka er þekkt af hvoru tveggja, en sagði skilið við íslensku krónuna fyrir 13 árum.

Sá samanburður er grátlega óhagstæður hinum,  satt best að segja, og koma þar inn óverðtryggð lán í stöðugum gjaldmiðli, með lágum vöxtum, í flokk "grunaðra".   

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.10.2011 kl. 23:03

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað áttum við annað en útflutninginn Jenný? Áttum við að láta hann róa og sjá hvort yfirskuldsettar fjölskyldur gætu ekki plumað sig á loftinu einu?  Þú talar um þetta sem glæp.

Hvernig fékk fólk greiðslumat fyrir þessum brjáslæðislegu fjárfestingum? Ég get sagt þér það. Bankinn lánaði x milljónir í einhverja daga, sem voru lagðar inn á bók viðkomandi til að búa til sýndareign svo matið færi í gegn. Allir spiluðu með. Er það fólk algerlega saklaust, sem lék leikinn með bönkunum í fullkominni afneitun á að geta borgað þetta eða lifað af hina minnstu sveiflur? Nei, allir gáfu sér þá forsendu að partýið myndi aldrei enda og að eignirnar myndu blása upp í það óendanlega.

Þetta fólk "tapaði öllu". Millistéttin semsagt.  Nú er verið að mergsjúgga þá sem ekkert höfðu og ekkert áttu til aðborga sukkið í stað þess að láta glæpahyskið rúlla. Það er fólkið sem líður. Fólkið sem átti ekkert fyrir. Fólkið sem var þó þokkalega sóber í gegnum þetta allt. Lífeyrinn á að hirða og svo skattleggja smælkið til fjandans. 

Í stefnuræðu sinni talar Jóhanna um að koma í veg fyrir fátækragildur. Á íslensku þýðir það að henda fólki út af styrkjum ef það kemur sér ekki í nauðungarvinnu, sem jafnvel er snautlegri en bæturnar. Hún heldur að vandi fátækra sé að þeir hafi það of gott í styrkjunum og gæti bara sætt sig við að vera þar. Hræðilegt prospect.

Manni verður hreinlega bumbult að lesa ræðu hennar. Henni hefur verið gert erfitt fyrir vegna hæstaréttar forseta og stjórnarandstöðu. Eymingja manneskjan.

Nú er ég farinn að rambla...

Ég er svo fjúkandi vondur yfir þessum spuna sem á að réttlæta framsal landsins til stórríkis ESB og fyrir Evrunni dauðadæmdu. Þetta er svo stjörnugalið.  Þú virðist ótrúlega samstíga Jóhönnu Sig í öllum þínum málflutningi.  Ég  borna hreint ekki í þér. Fyrir hverju ertu að tala hér og gegn hverju?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 23:26

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áttum við Jenný eða gátum við valið um það að halda genginu föstu?  Láta sem ekkert væri? 

Segðu mér á einfalfdan máta hvað þér hefði fundist réttara að gera? Mér heyrist á öllu að þú eygir þarna annan valkost.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 23:30

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er raunar á því að millistéttin á íslandi hafi ekki verið til nema í mýflugumynd frám að aldamótum. Ég man ekki eftir þessari þrískptingu í mínu ungdæmi allavega.  Hún var búin til. Blásin upp....og svo...púff...

Eðlilega.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 23:33

14 identicon

sammála því að almenningur fær skellinn í hausinn, hann flýr land og tapar þakinu yfir höfðinu. En ekkert hefur gerst á gerendahliðinni, þeir plumma sig með sínar afskriftir, þýsku bankarnir gáfu íslandi mikla afskrift, en það er ekki búið að deila þessari afskrift af réttlæti eða sanngirni. Auðvitað eiga heimilin að fá leiðréttingu með verðtryggðu lánin, ekki kvótagreifar sem voru í glórulausu braski, það er þetta sem menn geta ekki skilið, og þó er margt óskiljanlegt í þessu.

brjánn (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 23:45

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og svo til að það sé á hreinu, þá tala ég ekki fyrir neinum stjórnmálaflokki.  Ég skelfist þá alla jafnt.  Hjónaband stjórnmála og bankaveldisins er það sem er vandinn. Þar eru alli jafn spilltir og þarf ekki nema að líta örfá ár til baka til að sjá að allir helstu oddamenn íslenskra stjórnmála voru upp fyrir eyru í sukkinu og vissu nákvæmlega hvernig drullumallið fór fram. Raunar merkilegt að sumir þeirra skuli ekki hafa verið dregnir fyrir rétt fyrir sitt prívat brask, sukk og mútuþægni.

Þetta er ekkert á leið að breytast og því þarf byltingu úr grasrótinni án aðkomu neinna af þeim sem hingað til hafa verið í framlínu íslenskra stjórnmála.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 23:48

16 Smámynd: Elle_

Enn ekkert svar frá yfir-verjanda öfgahækkuðu skuldanna
(og ICESAVE-KÚGUNARINNAR):

Bull er þetta í Ingvari hér að ofan. . . . .  Og þar sem hann heldur að hann sé að rakka listann sem Hrannar birtir þá væri honum kannski holt að velta fyrir sér ásamt fleirum hvort að þeir í stað 20% lækkunar á höfðustóls lána ´væru þá til í að borga kannski tekjuskatt upp á 40 til 45%. En það er kannski svipuð upphæð og færi í að bæta Íbúðarlánssjóði, bönkum og lífeyrissjóðum þá niðurfærslu á lánum sem 20% þýða. Ríkið og Íbúðarlánasjóður hafa og mun ekki fá neina skuldaeftirgjöf frá kröfuhöfum.

Enginn banki eða fjármögnunarfyrirtæki mega við því að tapa svona upphæðum árlega. Þ.e. að höfuðstóll lánsins sé ekki einu sinni verðtryggður.álítið til í því sem Mörður segir!

Guðmundur við höfum ekkert annað val. Ef við tökum upp aðra mynt en evruna erum við að afhenda annarri þjóð efnahagselegt fullveldi okkar án þess að hafa nokkuð um það að segja sjálf.iðil

Má færa að því líkur að þeir sem tóku svona lán séu líka sekir að hafa ekki kynnt sér lögmæti þeirra.

Minni fólk á að allt tal um að við þurfum ekkert að greiða vegna Icesave er lygi. Því það heldur því fram nokkur maður með viti lengur. Bretar og Hollendingar hafa mjög sterk lagaleg rök með sér gegn okkur.kkur dýrari en skuldin sjálf.

Númi hver er sekur um hvað? Og hver á sækja hvern til saka? Icesave er sprunng um hvort að við ætlum að standa við innistæðutryggingar og semja við Breta og Hollendinga um að endurgreiða þeim það sem þeir lögðu út vegn lágmarksinnistæðna eftir að Árni Matt samþykkti fyrir okkar hönd að þeir gerðu.


Sama liðið og stóð fyrir Icesave undirskriftum . . . . . verkfræðingur er í stjórn Heimssýnar ,Jón Baldur Lorange, stjórnmála- og kerfisfræðingur er starfsmaður Bændasamtakana og stjórnarmaður í Heimssýn, Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður er öfga hægrimaður að mínu mati minnir að hún sé líka í stjórn Heimssýnar, og Sigurbjörn Svavarsson, rekstrarfræðingur örugglega líka í heimssýn.

Og on and on and on í endalausum vörnum gegn ránunum, Magnús Helgi??  Samt fárastu núna yfir skuldahækkunum.  Hvað veldur???  Jú, þú ert í JÓHÖNNUFLOKKNUM og vilt að við fávitarnir höldum að við verðum að hafa evru og Evrópuveldið og ICESAVE.  Svei mér þá ef samfylkingarliðið er ekki allt asnar, Guðjón.

Elle_, 22.10.2011 kl. 23:51

17 identicon

já sukkið og siðblindan verður ekki hreinsuð nema af grasrótinni eða sjálfum almenningi, fyrr gerist ekkert í þessu samfélagi. Það þurfti heila búsáhaldabyltingu til að menn áttuðu sig á því að mikið væri að í landinu, menn ætluðu að sitja bankahrunið af sér, skammlaust og kinnroðalaust. Eða hvernig geta 7000 milljarðar horfið eins og dögg fyrir sólu, það er einkennileg hagfræði að peningar hverfi um hábjartan dag!

brjánn (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 23:56

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hinn endanlegi sannleikur er samt alltaf:  Homo vult decipi; Decipiatur.

Mannskepnan vill láta blekkja sig; Blekkið hana.

Þetta hefur valdinu alltaf verið ljóst því þetta er móðir valdsins.

Mannkyn þarf sennilegast að komast einu þroskastigi framar til að þetta lagist.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 00:05

19 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Stutt svar við seinni spurningu;  ég var sannfærð um það 1995 að krónan myndi aldrei veita þann stöðugleika, sem almenningur og fyrirtæki búa við í löndum sem við viljum bera okkur saman við (sic) og þess vegna bæri að leggja hana niður og taka upp miðil sem gerði manni kleift að gera "raunhæfar" áætlanir 5 ár fram í tímann.  Réttara var að taka upp annan gjaldmiðil þá og einnig núna.  Það má alveg vera CAD$ mér að meinalausu, enda get ég mælt með þeim gjaldmiðli og stjórninni að baki hans. 

 Hvað er dauðadæmdur gjaldmiðill?  Er það gjaldmiðill sem gengur kaupum og sölum á mörkuðum út um allan heim, eða er það gjaldmiðill sem einungis  300 þúsund manns nota til þess að eiga viðskipti sín á milli?  Greiða fyrir mat  og    tásnyrtingu, því u.þ.b. allt annað þarf að greiða fyrir með gjaldeyri sem hækkar í verði eftir sveigjum og beygjum útflutningsatvinnuveganna.

Hvenær telst gjaldmiðill dauður og hvenær lifandi?   Dó krónan í mars 2008, og lifnaði við og dó aftur um haustið?  Er krónunni haldið sofandi í öndunarvél?  

Kvöldið er yngra hjá mér en þér, en samt verð ég að setja punktinn að þessu sinni.  Kveðja héðan frá westur-ströndinni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.10.2011 kl. 00:09

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á meðan hægt er að selja okkur líf í vellystingum eftir þetta líf fyrir það eitt að trúa sömu fullyrðingu og öðrum öllu ólíkindalegri, þá er hægt að telja okkur trú um allt.  Óskhyggjan ræður en raunin ekki.

Við erum rollur...

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 00:12

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jenný, það er fjöldi lítilla hagkerfa sem einmitt notar sinn litla gjaldmiðil til akkúrat þessara hluta. Hefurðu komið til Isle of Man eða Gurnsey?  Millríkjaviðskiptin eru í pundum, nú eða dollurum.  Þessi eyríki eru auðug og aflmikil og kreppan er ekki mikið að velgja þeim undir uggum.

Við eigum mest af okkar viðskiptum í Evrum og Dollurum og getum borgað fyrir innflutninginn, þökk sé útflutningsatvinnuvegunum skelfilegu.

Fyrirkomulagið er fínt, en það er verið að reyna að selja okkur eitthvað allt annað, sem entar bankaelítunni betur, því þeir skilja ekkert annað orð en "meira."

Þú ert fórnarlamb þessa spuna sem horfir á visitölurnar rúlla yfir fréttaskjáinn með öndina í hálsinum. Ef örvarnar eru grænar þá fórnar þú höndum, ef þær eru rauðar þá gerir þú það líka. Þú fórnaðir höndum þegar krónan var á upopleið og nú þegar hún fellur.  Þú heldur að líf okkar snúist um Matador þessa einangraða eignabóluiðnaðar sem ekkert framleiðir nema núll í löngum bunum.

Snap out of it.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 00:20

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Evran er dauð og mun drepa mikið í fallinu. Nú er verið að dæla almannafé í björgunarsjóði svo borga megi City og Wallstreet. Ekki ein evra staldrar við í þessum jaðarlöndum vegna hin frábæra fjórfrelsis sem hefur engar hömlur á mesta fjármagnsflótta í skráðri sögu heimsins.  Og hvert eru þessar evrur að flýja. Jú, heim aftur í hvelfingar Bundesbank.

Evrukrísan er no win no win. Kynntu þér það bara. Það er engin leið að prenta sig út úr þessari nema að endurtaka Weimarhryllinginn aftur. Seðlar brenndir til húshitunnar og allt það...þú manst?

Krónan er ekki dauð.  Á hana hafa verið gerð nokkur áhlaup af sterkari miðlum, sem nú eru sjálfir að reyna að prenta sig á flot.

Krónan er samkomulag, ekki ánauð.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 00:29

23 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ha ha ha   alveg rétt ég fórna höndum yfir öllu sem yfir og undir 3%. 

Veistu af hverju?  af því að ég veit að  þá er einhver að "manipulera kerfið" á kostnað einhvers annars.  

Ég þoli ekki svik og pretti!

Fíla mig samt ekkert fórnarlamb, veistu af hverju?  af því að ég tek ekki þátt í einhverju sem ég trúi ekki á.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.10.2011 kl. 00:59

24 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bara að skjóta smá athugasemd hér inn.  Fyrir ekki einu sinni 20. árum var talin hætta á því að Kanada yrði gjaldþrota.  Kanadadollarinn þótti ekki "merkilegur pappír".  Kanada skuldaði þá rétt ríflega 100% af þjóðarframleiðslu.  Á þeim árum flakkaði Kanadadollarinn frá því að kaupa 65 til 72 Bandarísk cent.

En Kanada tók sig á, fyrst og fremst tók hið opinbera sig á.  Aðgerðirnar voru ekki sársaukalausar og enn þann dag í dag má heyra misjafnar skoðanir á því hvernig að þeim var staðið.  Velferðarkerfið var skorið niður og vissulega voru margir ekki sáttir, skattar voru hækkaði og vissulega voru ekki allir sáttir, almennir Kanadabúar urðu að þrengja beltið um nokkur göt og vissulega voru ekki allir sáttir.  Vextir voru mun hærri en þeir voru nú, en Kanada greiddi niður skuldir jafnt og þétt þangað til 2008, þegar kreppan skall á, og aftur fór hægt að aukast við skuldirnar.

En líklega vildu fáir skipta á því sem Kanadabúar höfðu í kringum 1990 og því sem þeir hafa nú.

En þetta gerðist ekki bara, það var ákveðið að gera það og bæði Frjálslyndi (Liberal) og Íhaldsflokkurinn (Conservative) fylgdu harðri aðhaldsstefnu í fjármálum.

Þetta er auðvitað mjög stutt útgáfa, en það má finna ýmsan fróðleik um Kanadísku "kreppuna" á netinu og hættuna á Kanadísku gjaldþroti.  En lönd og gjaldmiðlar hafa oft staðið illa en náð sér á strik, Kanada og Kanadadollarinn eru langt frá því eina dæmið um það.  En það verður að vera vilji fyrir hendi, og það verður að nota viljann til að framkvæma.

Stjórnmálamenn sem sífellt tala um að gjaldmiðill þjóðar sinnar sé ónýtur, eiga að segja af sér og hleypa öðrum að.

G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 01:08

25 Smámynd: Snorri Hansson

Ég hef aldrei skilið fólk sem talar um að það sé krónunni að kenna,krónan sé dauð og krónan sé ónýt.

Þegar krónan hefur fallið er það mannanna verk að svo fór.Lítið dæmi: Bankarnir felldu krónuna nokkrum sinnum viljandi til þess að koma reiknuðum arði í rétta stöðu. Þið munið örugglega eftir þessu. Spekúlantarnir í fjölmiðlunum á þeim tíma sögðu að það væri“ sjálfsbjargar viðleitni“.

Annað dæmi ASÍ og vinnuveitendur semja um 5% launahækkun á línuna, þrátt fyrir að allt atvinnulíf sé á rassgatinu og þeir viti vel að það fari beint útí verðlagið sem það og gerði. Ekkert skeði annað en lánin hækkuðu.

Það tók aðeins fimm ár um 40 manns undir stjórn örfárra að sprengja fjármál og æru þjóðarinnar í loft upp. Stjórnvöld reyndu að hugsa í samræmi við það sem yfirvöld í mörgum öðrum löndum gerðu. „Að trufla sem mynnst .“ Enda hvað átti svosem að gera? Öll reikningsskil í bullandi plús kvittað af ofur- endurskoðendum í bak og fyrir. Ári fyrir hrunið var auðvitað ljóst að þetta var spilaborg. svo tæp að það mátti ekki tala upphátt og það var þagað. Þegar hrunið kom gerði

Geir Haarde sitt útspil, NEIÐARLÖGIN og þau voru alveg örugglega ekki fundin upp á hrundögunum

hann hefur haft þau tilbúin í nokkrar vikur.

Krónan féll og ólögleg gengistryggð og verðtryggð lán urðu að ófreskjum sem rústuðu fjárhag fjölda manns. Útflutningsatvinnuvegirnir gátu þar með starfað áfram og hafa skilað ellefu miljón dollara gjaldeyristekjum á dag alla daga síðan þá,og eru að koma þjóðinni á koppinn aftur. Náttúrlega með hjálp gríðarlegrar útsjónasemi Jóhönnu og Steingríms. (Eða þannig)

Krónan okkar er ekki sökudólgur sem á að hrópa niður. Hún er okkur ómissandi. Ég er viss um að fólk hefur aldrei verið jafn sammála um að það er nóg komið af sullugangi í fjármálum. Við viljum lifa í jafnvægi á öllum sviðum og krónan er ekki farartálminn.

Snorri Hansson, 23.10.2011 kl. 02:29

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...öllum rökum er snúið á haus til að rökstyðja Evruna.  Árið 2007 var krónan monster, togað og teygt og marklaust. Þá var hún skaðvaldur og máske ónýt sem mynt. Svona rétt eins og Wartburgh með 2000 hestafla dragraservél. Disaster in the making. Núna er hún aftur orðin jarðbundin mynt í raunstærð. Það væri heillavænlegt að byggja á því og koma sér út úr þessu tráma um tap á einhverju sem aldrei var til í upphafi.

Ég er annars sammála þessu með að deila afskriftum erlendra lánveitenda réttlátlega hér heima til að lægja fallið hjá fólki. Þar hefur Steingrími og Jóhönnu mistekist hrapalega. Mest af þessum afskriftum er á leið í hendur nafnlausra vogunnarsjóða með skotleyfi á almenning og atvinnulif.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 03:26

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þakka annars sobering og málefnalega umræðu. Gott að þetta virðist vera að færast úr fórnarlambagrátstöfum yfir í jarðbundnari greiningu atburða.

Rétt að muna að ástæður hrunsins liggja ekki hér. Þetta er alþjóðleg kreppa. Sekir eru þeir sem dældu hér inn erlendum lánum en áttu svo ekki fyrir afborgunum þegar lánalínum í USA og Evrópu var lokað. Þeir héldu að þeir hefðu funduið upp eilífðarvélina og sannfærðu flesta um það.

Annars vissu menn að svona færi og það var viðskiptafléttan, þegar allt kom til alls. Skoðið nöfnin á sumum eignarhaldsfélögum sem gefa fallvaltleikann svo vel í skyn. Ikarus t.d. How brilliant.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 03:35

28 identicon

SH hefur lög að mæla. Góður pistill hjá þér!!

Svo má heldur ekki gleyma ríkisafskiptum af krónunni á árunum fyrir hrun: Fáránlegir stýrivextir sem ollu kolvitlausu gengi, seinna kemur svo auðvitað hin sársaukafulla leiðrétting. Þeir sem tóku gengislánin verða auðvitað að bera sjálfir ábyrgð á þeim en ekki kenna krónunni um. SÍ stóð sig illa á árunum fyrir hrun og hefur frammistaða hans í reynd bara versnað enda orðinn pólitískur og studdi t.d. Icesave.

Krónan er ekki vandamálið heldur hvernig haldið er á efnahagsmálum hér eins og SH benti með skýrum hætti á. Vandinn er auðvitað sá að efnahagsmál eru flókin og of margir komast upp með upphrópanir og staðlausa stafi, heill flokkur skilur ekki bofs í því hvernig krónan virkar og vill taka um gjaldmiðil sem er sennilega á síðustu metrunum. Sá flokkur ætti að útskýra kosti evrunnar fyrir t.d. Grikkjum, Írum og Spánverjum svo fáein dæmi séu tekin. Annars var varað við því hvernig myndi fara með evruna þegar hún var tekin upp enda er hún pólitísk sköpun en ekki efnahagsleg.

Vinstri menn segja t.d. að óheft frjálshyggja hafi ríkt hér á árunum fyrir hrun en staðreyndir styðja engan veginn þessar fullyrðingar. Frjálshyggjan vill m.a. minna ríkisvald og að ríkisvaldið skipti sér ekki af markaðinum. Ríkið stækkaði um þriðjung frá 1999-2007 á föstu verðlagi. Það er ekki merki um frjálshyggju. Einnig bjargaði ríkið þremur illa reknum fyrirtækjum (bönkunum) árið 2008 sem það átti ekki að gera. Hvaða frjálshyggja er þetta? Þetta eru ríkisafskipti eins og afskipti SÍ af gengi krónunnar sem ég lýsti að ofan og hafa valdið miklu tjóni.  

Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 05:44

29 identicon

Ef svona Hrun kemur til að verða aftur, þá mun 95% þjóðarinnar standa uppi eignalaus.

Það var glæpsamlegur verknaður, að taka ekki víxitöluna úr sambandi, allavega tímabundið, strax eftir Hrun.

Mönnum væri holt að lesa Lög um Samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, Lög Nr. 7/1936 sérstaklega ættu menn að lesa vel yfir gr. 36.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 09:54

30 identicon

Elle, Magnús getur ekkert útskýrt hvað hann er að tala um vegna þess að hann er svona dæmigerður samspillingarmaður sem sem hrópar hátt um stefnu sem spunameistararnir hafa komið inn í hausinn á honunm, en hann hefur ekki nokkra þekkingu á til að rökstyðja og hann og hans nótar steinþagna þegar þeir þurfa að gefa minnstu útskýringu á staðhæfingum sínum því þeir vita ekkert hvað þeir eru að tala um. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 10:05

31 identicon

Jaa..krónan hjálpar okkur í dag, því er ég sammála.

Aftur á móti þá tortímdi fall krónunnar árið 2008 mörgum Íslendingum nánast fullkomlega.

Ég fann persónulega fyrir fallinu því á þessum tímamótum var ég við nám í danmörku og notaði Íslenskar krónur til að framfleita mér (ég fór ekki á kommúnuna eins og margir töldu/telja fullkomlega eðlilegt).

Ég hafði safnað töluverðri upphæð áður en ég hélt út til náms og þ.a.l reiknaði ekki með því að nota námslán.Ég vildi standa undir mér, Innbyggt stolt/heiðarleiki sem hefur leikið mig töluvert grátt fjárhagslega !

Á nokkrum mánuðum 2008 tvöfölduðust öll mín útgjöld og allar fyrri fjárhagsáætlanir runnu út í sandinn.

Þetta fall krónunnar skaðaði mig stórkostlega svo vægt sé til orða tekið.

Ég þekki persónulega til tilfella þar sem fólk snéri frá námi sökum áfallsins.

Þótt veikur gjaldmiðill hjálpi okkur nú í dag þá vill oft gleymast að fórnarkostnaðurinn, um og í kringum fallið, verður seint eða aldrei metinn til fjár, því miður.

Á þessum tíma voru margir skaðaðir til frambúðar.

runar (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 15:26

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það væri þá frekar almenningur sem bjargiði íslandi úr hruninu Hann tekur á sig kjarskerðinguna. Krónan er ekki persóna sko. Misskilningur. Krónan er bara reikningsleg viðmiðun við alvöru gjaldmiðla svo sem Evru.

Þetta hefur ekki heldur að gera með verðtryggingu eins og sumir halda. Að allt verði bara gúddý og voða djollý ef verðtrygging er afnumin. Líka misskilningur.

Eitt af því hættulega við krónuna er hve auðvelt er að ua til bólu innan hennar. Hvað vilja framsjallar gera núna í plani B&D? Jú, búa til bólu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.10.2011 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband