Eymdarvísitalan og Ísland

Eymdarvísitalan mælir atvinnuleysi lagt saman við verðbólgu. Rökin fyrir vísitölunni er að báðar breyturnar fela í sér samfélagslega sóun. Eymdarvísitalan hefur ekki verið hærri í Bandaríkjunum og Bretlandi um árabil.

Verðbólga er á uppleið í engilsaxnesku hagkerfunum og atvinnuleysi er stöðugt. Í Evrópusambandinu er óleyst skuldakreppa og gjaldmiðlasamstarf í uppnámi.

Af Íslandi er á hinn bóginn allt gott að frétta, þökk sé fullveldi og krónu.

 


mbl.is 5,2% verðbólga í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þess vegna eigum við ekki samleið með eymingjunum í Esb. 

Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2011 kl. 12:46

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það gildir það sama um eymdarvísitölu og aðra statistikk að hún segir ekki alla söguna. Atvinnuþátttaka mótast m.a. af kúltúr og hefðum og hefur áhrif á hvernig atvinnuleysi mælist í prósentum.

Það væri fróðlegt að bera Ísland saman við Möltu, sem aðildarsinnar líta oft til, sem fyrirmyndar. Atvinnuþátttaka kvenna er 82,8% hér en aðeins 43,6% á Möltu. Það þýðir að jafn mikið atvinnuleysi í báðum löndum, sem hlutfall af heildarfjölda, sýndi meira atvinnuleysi á Íslandi, mælt í prósentum.

Haraldur Hansson, 18.10.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband