Pólitísk kreppa ESB: bankarnir í skotlínu

Evru-kreppan er öðrum þræði skuldakreppa og hinum þræðinum pólitísk kreppa Evrópusambandsins. Í skuldakreppunni er tekist á um hverjir skulu bera fyrirsjáanlegar afskriftir ríkisskulda Suður-Evrópu auk Írlands; skattgreiðendur eða fjármálastofnanir. Pólitíska kreppan snýst um hver skuli fara með forræði björgunaraðgerðanna.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og samrunasinnar vilja  að Brusselvaldið fái víðtækt umboð til að  takast á við kreppuna, þar með talið auknar valdheimildir yfir bankastarfsemi. Árum saman hefur framkvæmdastjórnin barist fyrir sjálfstæðum tekjustofnunum, t.d. með sérstökum skatti á fjármagnshreyfingar. Fái Brussel meiri yfirráð yfir bönkum gæti það auðveldað innleiðingu skatts til að fjármagna aukna starfsemi framkvæmdastjórnarinnar.

Bankar eru viðkvæmt innanríkismál hjá flestum aðildarríkjum Evrópusambandsins enda þjóna þeir mikilvægu hlutverki sérhverju efnahagskerfi. Hart verður tekist á um framtíð evrópskra banka. Bretar, sem standa utan evru-samstarfsins, munu tæplega fallast á þýsk-frönsk yfirráð yfir bankaþjónustu í Bretlandi. 

Pólitískt kreppa Evrópusambandsins er rétt að byrja og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur næstu árin.


mbl.is Bankar neyddir til að þiggja aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bankaleyndin er stór áhrifavaldur fyrir því hvernig fór fyrir bönkunum hér á Íslandi, því Fjámálaeftirlitið og Seðlabankin brugust gjörsmlega, og allur almenningur hafði ekki hugmund um hvað var að gerast, og það var skipulega logið að öllum almenningi.

Ef KSÍ ætlar að borga einhverjum þálfara 5.4 miljónir í laun á mánuði, er ég hættur að fara á völlinn.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband