ESB-flokkar og fullveldisflokkar; tveir ríkisstjórnarkostir

Styrmir Gunnarsson segir að við næstu þingkosningar standi þjóðin frammi fyrir skýrum valkostum. Annars vegar að kjósa ESB-flokkana Samfylkingu og Vinstri græna eða velja annan af tveim flokkum sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk.

Vinstri grænir eru óðum að verða meiri Evrópuflokkur enda skilur flokkurinn eftir sig slóð svikinna loforða þrátt fyrir samþykktir landsfunda um að Ísland skuli standa utan ESB.

Vinstriflokkarnir báðir eru í ónáð hjá þjóðinni og engar líkur að ríkisstjórnarmeirihlutinn haldi velli í næstu þingkosningum.

Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er orðin það öflug að andstæðingum aðildar er orðið óhætt að krossfesta Vinstri græna sem ESB-flokk. Fjöldaflótti úr Vinstri grænum er líka staðreynd; margir mótmælendanna við alþingi um helgina eru þekktir fótgönguliðar Vg.

Evrópumálin skapa skilyrði fyrir skýrum valkostum næstu þingkosningar. Félagslega sinnaðir andstæðingar aðildar kjósa Framsóknarflokkinn á meðan hægrisinnaðir kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta eru valkostirnir sem þjóðin stendur frammi fyrir þá er augljóst að hún situr heima.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 10:09

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er ekki næsti leikur að fá forseta til að setja þessa stjórn af og efna til þjóðarkosninga varðandi ESB og nýju drögin að stjórnarskránni.

Við munum aldrei losna úr viðjum ESB á annan hátt. Össur er búinn að koma málum þannig fyrir að það er ekkert afturábak nema stjórnarslit.

Valdimar Samúelsson, 3.10.2011 kl. 10:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Valdimar.  Hitt er ekki valkostur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 12:38

4 identicon

Þú getur bætt Hreyfingunni við Samfylkinguna. Samkvæmt Hreyfingunni er ESB síðasta hálmstrá skuldara. Þetta væri fyndið ef það væri ekki svona ljótt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband