Evran veldur heimskreppu

Evran, jú þessi mynt sem Gylfi Arnbjörns hjá ASÍ segir reista á bjargi, er um það bil að keyra heimshagkerfið inn í kreppu. Björgunarsjóður eftir björgunarsjóð og neyðarfundur eftir neyðarfund gerir ekkert til að auka tiltrú á evrunni og Evrópusamstarfinu.

Stór-Evrópa var aldrei líkleg lausn á ójafnvæginu innan evru-samstarfsins þótt það hafi verið draumur sambandssinna í Brussel. Samstaða milli þjóðríkja í Evrópusambandinu var einfaldlega ekki næg til að þoka samrunaferlinu áfram.

Evran er misheppnuð tilraun til að pólitískum markmiðum með því að svína á efnahagslegum lögmálum.


mbl.is 25% lækkun á þremur mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Evran er óttaleg drusla um þessar mundir, satt er það. En þó er einn gjaldmiðill sem er verulega óstöðugri og það er blessuð krónan. Þarf nú engann sprenglærðann hagfræðing til að sjá það. Skoðum bara gengið frá miðju ári 2007 fram að miðju ári 2009. Hvað þá gengissöguna frá 1930 til dagsins í dag. Hver hefur borgað þann stóra bita Páll. Svarið er ég og þú feður okkar og afar höfum borgað fyrir þá menn, sem hafa skýlt sér bak við þennann krónuræfil. Er ekki komið nóg.

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 22:06

2 identicon

Páll ekki vera að þessu bulli hérna! Helduru virkilega að þessi kreppa sé evruni að kenna?? Eða Eu? Kjánalegt þegar fullorðið fólk bullar svona þvælu!

Islenska krónan er stöðug og góð! Best að halda í hana páll;o)

óli (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 00:56

3 identicon

því má svo bæta við þér til fróðleiks Páll að þessi kreppa sem nú ríður yfir flest lönd er tilkomin vegna gríðarlegar lántöku þjóða eins og USA,Italiu,Grkklands,Spánar og fleiri landa. þetta er ekki EU eða evruni að kenna!

óli (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 01:00

4 identicon

Raunar má spyrja um þátt myntbandalagsins í þeim erfiðleikum sem þegar hafa gengið yfir. Er það ekki hugsanlegt að alþjóðleg lánsfjárbóla skýrist að einhverju leiti af því að stór hluti hins vestræna heims bjó í mörg ár við kolrangt stýrivaxtastig?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 05:59

5 identicon

@óli:

Hvers vegna heldur þú að sumar þjóðir Evrópu hafi fengið svona mikið lánað? Getur það verið vegna kolrangrar vaxtastefnu á ESB svæðinu sem hentaði sumum þjóðum en alls ekki öðrum? Kynntu þér þetta aðeins :-)

@Hans H: Jú og að auki voru peningar settir á útsölu með lækkaðri bindiskyldu sem SÍ tók meðal annars þátt í.

Helgi (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 08:06

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vextir á evrusvæðinu voru lágir framan af m.a. vegna þess að Þýskaland var í samdrætti og að borga reikninginn fyrir sameiningu austur- og vesturhlutans. Lágir vextir stuðluðu að bólumyndun í hagkerfum Suður-Evrópu. Í ofanálag varð ódýrar fyrir ríkissjóði í Suður-Evrópu að fá lánað þar sem markaðurinn taldi þau ríki öruggari lántakendur enda í ,,meintu" evru-skjóli Þýskalands.

Kreppan í evrulandi er til muna illvígari en sú sem ríður yfir Bandaríkin. Þrátt fyrir ógnarskuldir stefnir ekki í upplausn Bandaríkjanna. Á árabilinu 1861-1865 tókust Bandaríkin á um hvar valdmörk alríkis og fylkja liggja. Evrópusambandið á eftir að fara í gegnum þá ,,umræðu."

Á meðan ekki liggur fyrir hvort evruland ætlar að mynda ríkisvald að baki gjaldmiðilsins verður evran sjálfstæður kreppuvaldur í hagkerfi heimsins.

Páll Vilhjálmsson, 1.10.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband