Hlátur, grátur og Grikkir

Hækkanir á hlutabréfamörkuðum kættu marga í gær. Undir lok viðskiptadags í Bandaríkjunum bárust fréttir af Grikkjum sem hélt aftur af kátínu markaðarins. Frétt í Financial Times sagði að björgun Grikklands kostaði ekki lengur 109 milljarða evra, eins og áætlað var í sumar, heldur 172 milljarða og færi hækkandi. Sumum fannst þetta fyndið.

Eftir nokkrar mínútur opna hlutabréfamarkaðir í Evrópu og líkegt er að mönnum verði meira grátur en hlátur í huga. Þýski fjármálaráðherrann segir ekki koma til greina að stækka björgunarsjóðinn með lántökum og ýmis evru-ríki sem lána í sjóðinn vilja að fjárfestar taki á sig auknar afskriftir vegna Grikkja.

Grikkir, aftur á móti, geta hótað á móti að fái þeir ekki næstu greiðslu úr björgunarsjóðnum muni þeir lýsa yfir gjaldþroti. Þar með riðar allt evruland til falls.


mbl.is Ótrúlegur dagur að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Orðræðan er kolröng. Björgun Grikklands er ekki intakið, heldur björgun bankanna sem lánuðu grikkjum.

Á meðan orðræðan heldur áfram með "björgun Grikklands". sem frasa, er stutt við bjögun og skipulagða stjórnun á almenningsáliti.

Ég hvet eindregið til þess að við þurrkum móðuna af gleraugunum.

Haraldur Baldursson, 28.9.2011 kl. 08:06

2 identicon

Hárrétt hjá þér Haraldur;  spillt stjórnmálaelíta á fullu gasi að fóðra hrægammana.  Þurrkum gasið af gleraugunum:

Alveg nákvæmlega sama skjaldborgar-aðferð og Jóhanna og Steingrímur hafa beitt.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband