ESB-ríkin flýja evruna

Þau 11 ríki af 28 ríkjum Evrópusambandsins sem ekki hafa evru að lögeyri eru á flótta undan bálinu sem logar á evru-svæðinu. Hvorki Bretland né Svíþjóð, Pólland eða Danmörk munu á næstu árum taka upp evru einfaldlega vegna þess að reynslan sýnir að gjaldmiðlasamstarfið hvílir á röngum forsendum.

Annað hvort er að smíða Stór-Evrópu utanum evruna með sameiginlegu ríkisvald eða að brjóta upp evru-samstarfið þannig að þar séu aðeins ríki sem skila hallalausum ríkisrekstri; Þýskaland, Finnland, Austurríki og Holland.

Við skulum bíða átekta í eins og tvo áratugi áður en við ákveðum næstu skref gagnvart Evrópusambandinu. Drögum umsóknina tilbaka, skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Vilja losna undan evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég við að það verði hætt við umsóknina en ekki bara dregin til baka. Ég er ekki alveg að skilja þetta hjá skinsemi.is Ég vil líka að EES samningurinn verði dæmdur ólöglegur sem hann er og að Össur og Jóhanna verði dregin fyrir landsdóm og landslög notuð á þau kafli X um Landráð.

Valdimar Samúelsson, 26.9.2011 kl. 13:19

2 identicon

Eftir harða baráttu hér og á fleiri stöðum hafa hversu margir skrifað undir á skynsemi.is ? Svar ;5946 hafa skrifað undir áskorunina.

hrafnafloki (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 13:51

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég vil að Össur verði dreginn fyrir Landsdóm..

Vilhjálmur Stefánsson, 26.9.2011 kl. 13:59

4 identicon

Einn í viðbót búin að skrifa undir þetta skynsemdarinnar ákall.

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 14:08

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég veit ekki hvort Hrafnaflóki er með eða á móti ESB en ég hefði vilja að orðalag hjá skynsemi.is verði breytt svo það komi skýrt fram að ósk þeirra sem skrifa undir sé sú að hætta algjörlega þessum umsóknaferli. Það að draga til baka hljómar eins og að setja umsóknina á ''standby'' Ég sjálfur er orðin svo tortryggin í garð stjórnvalda og sérstaklega Össur og Jóhönnu og vil því hafa allt á hreinu. Sem dæmi. Hvað hefir Össur mikil ráðherravöld þegar kemur að undirskrift. Getur hann miðað við orðalagið á umsókninni skrifað undir hjá ESB. Hann sagði að það væri einlægur vilji íslendinga að ganga inn í ESB svo það er ekkert eftir nema að ESB segi já.

Valdimar Samúelsson, 26.9.2011 kl. 14:46

6 identicon

Duga Hrafnaflóka ekki allar heiðalega unnar skoðanakannanir hlutlausra kannannafyrirtækja sem sýna að mikill meirihluti íslendinga segir NEI við inngöngu í ESB og vill að AÐLÖGUNARFERLIÐ verði stöðvað þegar í stað..???

Vil minna á að samskonar rökleysu var haldið fram í Icesave I, II og III af ESB - EINANGRUNNARSINNUM sem reyndu að gera lítið úr undirskriftasöfnunum og heimtuðu að ekkert mark yrði á þeim tekið og þjóðinni ekki gefið tækifæri á að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslum vegna þess hversu "lítill" hluti þjóðarinnar hefðu tekið þátt á listanum.  Allir þekkja kátbroslega rassskellingu þjóðarinnar á Icesave borgunarsinnum sem undantekningarlaust eru líka ESB - EINANGRUNARSINNUNUM með 98.2% NEI - i

ESB og ICESAVE er sín hvor hliðin á sama peningnum, og eins gott fyrir þjóðina að gleyma því aldrei, og þeim aðilum sem tilheyrðu 1.8% JÁ liða og ESB - EINANGRUNARSINNUNUM.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 15:08

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er stórmerkilegt að um þriðjungur ESB-ríkjanna sjálfra skuli hafna Evrunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2011 kl. 15:54

8 identicon

Það gera líka meirihluti íbúa ESB landa telja Evruna vera verri kost en fyrri gjaldmiðill, sem og meirihluti íbúa ESB landa telur vistina innan sambandsins vera verri en var hjá þeirra þjóðum fyrir inngöngu.

Og þetta telja ESB - EINANGRUNARSINNAR vera það sem þjóðin verður að fá að prufa líka ....   Soldið eftirá ...

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 16:05

9 identicon

Hrafnaflóki, hvað tók það ESB-sinna langan tíma að safna 15.000 undirskriftum í kringum kosningarnar 2009 fyrir því að send yrði umsókn um aðild að ESB? Marga mánuði og samt var margmilljóna auglýsingaherferð í blöðum og á neti notuð til þess að safna undirskriftum.

Einar (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband