Fjórflokkurinn sterkari en nokkru sinni

Guðmundur Steingrímsson reyndi fyrir sér sem uppistandari í sjónvarpsal áður en hann gaf sig að pólitík. Eftir flótta úr Framsóknarflokki rær Guðmundur á gömul mið og kannar áhuga grínista í Besta flokknum á sameiginlegu framboði. Jaðarframboð geta náð árangri, samanber Jón Gnarr og Besta flokkinn í borgarstjórnarkosningunum. Slík framboð eru á hinn bóginn einnota.

Stóra fréttin í þreifingum Guðmundar og grínistanna er að fjórflokkakerfið stendur heilt og óskaddað þrátt fyrir pólitíska upplausn í landinu.

Endurreisn og nýsiðvæðing íslenskra stjórnmála þarf að fara fram á vettvangi fjórflokksins, ekki utan hans.


mbl.is Viðræður við Besta flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðmundur er augljóslega sendill Samfylkingarinnar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 16:40

2 identicon

Sæll. Ísland þarf að fá nýjan ALVÖRU stjórnmálaflokk, ekki fulltrúa úreltra meðalmennsku sjónarmiða sem endurspegla ekki þarfir tímans og breytta heimsmynd. ESB er dæmi um slíkt úrelt sjónarhorn, hálfvitalegur KKK hvítra manna klúbbur þar sem þarfir hinna ríku eru settar til höfuðs hinum fátæku og engum í raun þjónað nema lítilli fjármálaelítu, enda er upphaf ESB hagsmunabandalag nokkura fyrirtækja, og er það enn kjarni þess. Enginn Íslendingur mun nokkurn tíman komast í þá elítu, og hún deyr bráðum út, því "Róm" hin nýja er að fara að falla. Það leynast nokkrir sannir endurreisnarmenn á Íslandi með víðan og breiðan skilning á framtíðinni og hvert við erum að fara. Plato hafði rétt fyrir sér upp að því marki að einungis vitsmunaleg elíta getur í raun stírt þjóð með farsællegum hætti. Um leið er lýðræðið það skásta stjórnarform sem finnst. Nú ríður á að íslenska þjóðin sem hingað til hefur bara valið sér meðalmenni, raggeitur og plebba gegnsýrða af meðalmennskulegri millistéttarhugsun til starfa á alþingi velji í fyrsta skipti vitsmunalega afburðamenn til verksins, fólk með heilan, hjartað og andan á réttum stað og víðfema og sanna framtíðarsýn. Það eru að fara að renna upp tíman og einungis þeir sem eru leiddir af þeim BESTU í raun og sanni, ekki skammsýnum tískudrósum sem nenna ekki að læra eins og besta flokkinum sem hefur ekki gert það sem gera þarf...munu lifa af. Aðrir mun fara niður á við með "Róm".

Think Outside The Box. (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 17:32

3 identicon

Æ. Ég er farinn að halda að okkur sé ekki viðbjargandi á pólitíska sviðinu. Eilíft rugl.

Sveinn (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband