Stjórnin ónærgætin sjálfri sér

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur neitar að horfast í augun við þann veruleika að starfa í andstöðu við þorra þjóðarinnar. Stjórn sem einangrast frá þjóðinni og er í ofanálag með tæpasta hugsanlega meirihluta á alþingi er ekki í neinni stöðu til að þvinga fram umdeild mál.

Stjórnarráðsfrumvarpið er eitt af gæluverkefnunum stjórnarinnar, stjórnlagaráðið og ESB-umsóknin eru önnur dæmi um sérviskuverkefni.  Ekkert þessara verkefna nýtur fylgis meðal þjóðarinnar. Og meira að segja innan ríkisstjórnarinnar eru áhöld um stuðning.

Ríkisstjórnin hefur um það að velja að gera sjálfa sig að starfsstjórn sem vinnur öll mál í samvinnu við stjórnarandstöðuna eða að segja af sér.


mbl.is Sagði sjálfstæði og virðingu Alþingis í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisstjórnin breytir ekki þjóðfélaginu með því að hringla með skipulag og starfsreglur innan stjórnarráðsins. Það hjálpar hvorki fyrirtækjum né heimilum. Og það koma ekki fleiri krónur í ríkiskassann. Þvert á móti mun streyma úr honum, þegar ný ríkisstjórn væntanlega breytir stjórnarráðinu aftur í fyrra horf eða enn aðra umgjörð. Sem mun gerast - vegna þess að forsætisráðherra er ekki gefinn sá hæfileiki að sameina fólk um niðurstöður. Í stað þess að setja einskis verð verkefni í forgang og keyra þau í gegn með offorsi og stóryrðum (talibanar, sagði Össur; fleiri litlu eða engu skárri), gæti alþingi nú verið að vinna þjóðinni gagn - og gerir það ekki.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband