Grikkir hóta og er hótað

Finnar hóta Grikkjum að lána þeim ekki nema gegn tryggingu. Grikkir hóta lánadrottnum sínum að fái þeir 90 prósent þátttöku í afskriftum á grískum skuldum munu þeir ekki greiða af lánum sínum í haust.

Seinni björgunarpakkinn til Grikkja gerir ráð fyrir að lánveitendur afskrifi 21 prósent  af höfuðstól lánanna. Það gefur auga leið að ríkissjóður sem stendur ekki undir skuldum getur tæplega boðið veð gegn nýjum lánum.

Eftir að uppvíst varð um kröfu Finna komu óðara aðrar þjóðir í bræðralagsbandalaginu Evrópusambandinu og gerðu sömu kröfur til Grikkja um tryggingu.

Íslendingar eru best settir fyrir utan reiptogið í Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú eru Þjóðverjar farnir að stinga við fótum og neita að standa undir óráðsíu annarra. Þessar raddir eru farnar að síast inn í eyru Angelu Merkel. Gangi hún gegn vilja þjóðarinnar jafngildir það pólitísku sjálfsmorði. Svo vitlaus er hún ekki.

Ragnhildur Kolka, 29.8.2011 kl. 09:44

3 Smámynd: Elle_

Minni á ólöglega kröfu bræðralagsbandalagsins í ICESAVE gegn okkur. 

Elle_, 29.8.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband