Álver breyti andanum í samfélaginu? Held ekki

Ef álver er svarið, hver er spurningin? Að opinberir aðilar eigi að búa til atvinnurekstur? En var það ekki einmitt stjórnlist Árna Sigfússonar og meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ? Opinber stefna bæjarins var að fjölga fólki og að bæjarsjóður fjármagnaði atvinnureksturinn. Niðurstaðan varð sú sama og í Sovétríkjunum; gjaldþrot.

Í endurreisn Íslands á atvinnurekstur að vera afleidd afgangsstærð. Ríkisvaldið á að koma sér upp prinsippafstöðu um hallalaus fjárlög og almennar leikreglur, þ.m.t. grimmt eftirlit og stífar samkeppnisreglur. Atvinnulífið á að sjá um sig sjálft að öðru leyti.

Sovéskar lausnir í atvinnumálum eru rugl. 


mbl.is Kyrrstaða á öllum hlutum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband