Minningagreinum um evruna fjölgar: les Jóhanna þær?

Evrópusambandið stendur frammi fyrir tveim valkostum vegna evru-kreppunnar. Í fyrsta lagi að reyna það sem er pólitískt ómögulegt, að búa til Stór-Evrópu úr þeim 17 ríkjum sem hafa evru fyrir lögeyri. Í öðru lagi að viðurkenna að evruverkefnið er mistök og hætta á að Evrópusambandið liðist í sundur.

Líkur eru á því að Evrópusambandið og ráðandi öfl í Frakklandi og Þýskalandi munu seint og illa taka nauðsynlega ákvörðun þar sem framtíð sambandsins er í húfi.

Evrópusambandið er löngu búið að tapa atburðarásinni. Fjármálamarkaði leika á reiðiskjálfi vegna óvissu um framtíð evrunnar og minningagreinum fjölgar um þetta misheppnaða verkefni stjórnmálaelítunnar í Evrópu.

Ætli Jóhann Sigurðardóttir forsætisráðherra lesi líkræðurnar um evruna eða stingur hún hausnum í sandinn?

 


mbl.is „Verða að viðurkenna að evran hafi mistekist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna kann ekki að lesa.

Í það minsta kosti ekki á einu einasta tungumáli aðildarríkja ESB.

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 17:44

2 identicon

Jóhanna Sigurðardóttir les ekki eitt né neitt.

Það er ein skýringin á því hversu hörmulegur stjórnmálamaður hún er, illa upplýst, öfgafull og hortug.

Allt birtingarmyndir lélegrar menntunar og hæfileikaleysis.

Rósa (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 17:53

3 identicon

Ég er að reyna að muna hvað það var sem ESB-sinnarnir töluðu um þegar þeir heimtuðu að ísland færi í sambandið. Var ekki aðal áherslan á að ísland væri með ónýtan gjaldmiðil og að við þyrftum að fara í ESB til að taka upp evruna? Núna þegar evran sekkur hvað á ísland að "græða" á því að fara í ESB, annað en að gefa upp á bátinn löggjafarvaldið og fiskimiðin?

Gulli (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 17:59

4 identicon

hvað ert þú búinn að skrifa margar minningargreinar um evruna páll, 30?, 40?, 50? hvað eru bloggvinir þínir búnir að skrifa margar minningargreinar um evruna, 50?, 100?, 150?  Og hvert er gengi evrunnar í dag í dollar/evru krossinum? Er það kannski það sama og í fyrra?, hitteðfyrra?, fyrir þremur árum? eða hefur það kannski sjaldan verið sterkara?

fridrik indridason (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 18:19

5 identicon

Þetta eru svona álíka skynsamleg rök eins og þegar sagt var að íslenska krónan væri heimsins besti gjaldmiðill árið 2007.

En kanski ekki við meiru að búast úr kolli ESB sinna Friðrik, eða hvað?

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 18:29

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 Og hvert er gengi evrunnar í dag í dollar/evru krossinum?

Þetta er rosalega vondur samanburður til að sjá hvort evran er að hrynja eða ekki, evran gæti hrunið niður í 10% en samt skilað betri niðurstöðu í þeim samaburði ef dollarin færi niður í 9% af sinni mynd.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.8.2011 kl. 18:54

7 identicon

Ef ekki væri fyrir gríðarleg kaup Kínverja og Evrópska seðlabankans á skuldum evruríkja með allt niður um sig þá væri gengi evrunnar hrunið enn meira en þegar er orðið.

Einar (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 19:34

8 identicon

Ætli evrufíklar og ESB einangrunarsinnar hafi gert sér grein fyrir að evran er aðeins ein af 180 - 190 gjaldmiðlum veraldar og að ESB - þjóðirnar eru uþb. 8% af ríkjum veraldar...???

Varla.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 21:08

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það verður hlegið af þessum heimsendaspámönnum á 50 ára afmæli Evrunnar.

Sigurður M Grétarsson, 25.8.2011 kl. 21:35

10 identicon

Evran er dauð.

Það á bara eftir að ákveða hvaðan og hvenær hún verður jarðsungin.

Ætli það verði ekki bráðlega eftir krufningu og rannsókn á dánarorsök.

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 22:47

11 identicon

Heimsendir? Ef eitthvað er hlægilegt er það hvernig ESB-sinnar virðast telja ESB vera allan heiminn.

Einar (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 23:36

12 Smámynd: Elle_

Eins og forsetinn sagði: Heimsveldi falla. Einræðisherrar leggja niður vopn sín en ríki sem leitast við að vera frjáls, sjálfstæð og fullvalda hafa farið með sigur af hólmi á síðari tímum, bæði í Evrópu og um gjörvalla heimsbyggðina. 

Elle_, 25.8.2011 kl. 23:42

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Einmitt Elle,þetta veit forseti vor,því vil ég minna ykkur,sem berjist einarðlega gegn  landsölu liðinu, að orðstír deir aldrei.

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2011 kl. 01:32

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jú ríki sem leitast við að vera fullvalda og frjáls eiga framtíðina fyrir sér. Þau eiga bertri framtíð fyrir sér ef þau vinna saman á samaráðsvettvangi eins og ESB sem er samráðsvettvangur fullvalda, sjálfstæðra og frjálsra lýðræðisríkja Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 26.8.2011 kl. 09:30

15 Smámynd: Elle_

Vinna saman, OK, en það tengist ekki miðtýringu E-sambandsins upp á 90 þúsund blaðsíður af lögum sem eru æðri lögum sambandsríkjanna samkvæmt sáttmálunum við þau. 

Elle_, 26.8.2011 kl. 22:20

16 Smámynd: Elle_

Miðstýringu.

Elle_, 26.8.2011 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband