Jóhanna og Össur standa með evrunni

Markaðurinn krefst 18 til 20 prósent vaxta af lánum til Grikklands á meðan önnur ríki fá lán á fjögur til sex prósent vöxtum. Grikkir eru orðnir uppiskroppa með veð til Evrópska seðlabankans og urðu að virkja neyðarsjóð Evrópusambandsins í vikunni.

Björgunaráætlun Evrópusambandsins fyrir Grikki er í uppnámi vegna þess að Finnar krefjast sérstkrar tryggingar fyrir sínu framlagi. Aðrar þjóðir í Evrulandi segjast vilja sambærilega tryggingu. Forseti Þýskalands segir björgunaráætlunina án lýðræðislegs lögmætis. Þýski seðlabankinn er andvígur. Þann 7. september er von á úrskurði þýska stjórnlagadómssins um það hvort björgunaráætlunin stenst þýsku sjórnarskrána. 

Ef Grikkland fellur, þá fellur evran.

En þetta hlýtur allt að vera stormur í vatnsglasi því Össur og Jóhanna eru hlynnt evrunni og telja gjaldmiðilinn eiga framtíðina fyrir sér.

 


mbl.is Veðja á hrun evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar vel Páll!

Bara ef þú værir ekki grínisti!

Aumingja Jóhanna og Össur.  Þau voru víst í hrunstjórninni.

Hvað gerðu þau til að undirbúa íslenskt samfélag undir erfiðari tíma þá?

Hvað gera þau nú?  Berjast fyrir inngöngu í ríkjabandalag með gjaldmiðil sem er hruninn.  Í þokkabót er helmingur aðildarríkja gjaldþrota og bankakerfið í Evrulödum gegnumrotið og því sem næst hrunið líka!

Var ekki eitt bankahrun nóg handa þeim þarna Össuri og Jóhönnu?

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 09:55

2 identicon



Úff, úff, úff

Föstudagur, 26. ágúst 2011

Evran hefur virst í miklum vandræðum að undanförnu. Því var mikilvægt þegar þau Sigríður Ingadóttir, Össur Skarphéðinsson og hinn sérstaki sérfræðingur í Sex Pistols, Björgvin Sigurðsson, tóku öll fram opinberlega að allur þessi óróleiki væri á misskilningi byggður.

Það fór þakklætisstuna um hið efnahagslega alþjóðasamfélag þegar þeir sem best vita sópuðu óttanum með sveiflu út af borðinu.

Hins vegar hafa allt of margir gert sig að kjánum og komið upp um að hafa ekki kynnt sér til þrautar úrskurð þremenninganna.

Barroso æðstiprestur framkvæmdastjórnarinnar hljóp illa á sig. Sjálfur Delors, guðfaðir evrunnar, gekk næstur í vatnið. Hver nóbelsverðlaunahafinn á fætur öðrum hefur elt hann út í. Og svo Merkel og Sarkozy auðvitað, sem er einkar dapurlegt.

Nú síðast bættist forseti Þýskalands í hóp ólesinna og svo meistari Alan Greenspan, sem sagði opinberlega að evran væri að hrynja.

Úff, úff úff.

Hver ber ábyrgð á því að hið endanlega álit annars eins fólks og Björgvins, Sigríðar og Össurar hefur ekki verið þýtt?

Mun evran hrynja af því að menn tímdu ekki að kaupa frímerki?
.
Mbl. Staksteinar

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 12:25

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Finnar eru fullvalda þjóð innan ESB, að sögn. Þeir gerðu samkomulag við Grikki, sem eru jafn fullvalda.

Þá kom einhver þýskur ráðherra og hrópaði "skamm, skamm" úr ráðherrastólnum heima. Merkel tók undir með landa sínum.

En af því að Finnar og Grikkir eru fullvalda tóku þeir sjálfir ákvörðun um að gera eins og þeim er sagt.

Haraldur Hansson, 26.8.2011 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband