Við búum í lýðræði, ekki Samfylkingarlandi

Það er holur hljómur í orðum utanríkisráðherra þegar hann hvetur Jón Bjarnason ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs að ,,fara að vilja alþingis." Alþingi samþykkti ekki aðlögunarferli að Evrópusambandinu.

Jón Bjarnason var kosinn út á þá pólitísku stefnu að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Flokkur Jóns Bjarnasonar hefur ítrekað á síðustu misserum staðfest þá stefnu að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins.

Þrír flokkar á alþingi hafa þá stefnu að Ísland eigi að standa utan Evrópusambandsins. Samfylkingin ein vill aðild.

Er ekki kominn tími til að leyfa lýðræðinu að ná fram að ganga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða rugl er þetta í þér. Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það ólýðræðislega væri að taka réttinn til að kjósa um samninginn frá þjóðinni þegar alþingi var búin að samþykkja þessa vegferð.

Helgi Hallgrímsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 10:15

2 identicon

@ Helgi Hallgrímsson.

Þetta er ekkert rugl. Vegna þess að þegar umsóknin að ESB var samþykkt af Alþingi þá var jafnframt sett fram ákveðinn skilyrði og rammi um hvernig haga ætti viðræðunum, m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Samninganefnd Íslands sem öll er skipuð rétttrúðum ESB sinnum undir forystu Össurar Skarpa hefur fyrir löngu síðan brotið gegn þessum skilyrðum og farið langt út fyrir þann ramma sem Alþingi samþykkti.

Rétt er að minna á þegar Össur Skarpi sagði opinberlega að "Ísland þyrfti alls ekki á neinum undanþágum að halda í sjávarútvegsmálum"

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 10:22

3 identicon

Páll og Gunnlaugur

Væri það lýðræðileg niðurstaða að ykkar mati að hætta alfarið við aðildarviðræðurnar og leyfa fólki ekki að kjósa um samninginn?

Helgi Hallgrímsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 11:21

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Helgi, við fengum ekki að kjósa hvort umsókn skyldi send. Og það ætti að vera fyrsta kosningin ef leið þjóðaratkvæðis ætti að fara í þessu máli.

Páll Vilhjálmsson, 19.8.2011 kl. 11:50

5 identicon

Er ekki sjálfsagt að fólk fengi fyrst að kjósa um hvort að það ætti að fara út í milljarða kostnað í að fara í "viðræður" (sem reyndust vera aðlögunar og inngönguferli) áður en rokið er til í þessa feigðarför sem hefur skaðað ímynd þjóðarinnnar meira en nokkuð annað og þá með auðrónunum meðtöldum...???

Samfylkingin með gólftuskunni þeirra VG höfnuðu alfarið á þingi að meint þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB yrði BINDANDI út frá niðurstöðu þjóðarinnar, heldur yrðu það ákvörðun stjórnvalda hvað verða vildi.  Aðeins um skoðanakönnun verður að ræða.  Og hverju skyldi nú valda jafn ólýðræðislega niðurstaða...???  Lýðræðisást ... ???

Það þekkja allir hvernig núverandi stjórnarflokkar túlka og virða niðurstöður skoðanakannanna yfirleitt, sem er aðeins að marka þegar vel gengur og ekkert þegar illa fer.  Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna í Icesave, niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um ólöglegar kosningar sem dæmi um hvernig Samfylkingin og skítuga gólftuskan höndla lög og rétt þjóðarinnar. 

Er eitthvað sem bendir til að þau muni virða réttmæta niðurstöðu þjóðaraatkvæðagreiðslu þar sem hún er aðeins leiðbeinandi...???   

Samfylkingin sá til þess að í upphafi yrði vitlaust gefið.  Það er sjálfsagt að taka málið upp eftir að rétt er gefið, og ef þjóðin kýs að senda HLUTLAUSA fulltrúa í eiginlegar umsóknarviðræður, en þá að það er tryggt að ekki er um aðlögunarferli eða réttar sagt inngönguferli er að ræða eins og svik samfylkingarinnar við þjóðina reyndust vera.

Þessi "samninganefnd" ESB fíkla er jafn gáfuleg og gagnleg og ef Jón Gnarr sendi nefnd einungis skipaða fullvirkum sprautufíklum til Amsterdam til að meta hvort eiturlyfjaneysla væri skaðleg eður ei og þá að borgin ætti að sjá fíklum um efni og áhöld og að neyslu ætti að gefa frjálsa í miðbænum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:20

6 identicon

Við fengum heldur ekki að kjósa um hvort ætti að kjósa um umsóknina.

Ekki heldur fengum við að kjósa um hvort ætti að kjósa um hvort ætti að kjósa um umsóknina.

Ekki heldur.......

jkr (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 18:18

7 identicon

jkr sýnir og sannar hversu ótrúlega málefnalegt gjalþrotið er hjá siðblindum Baugsfylkingarliðum og flestum ESB fíklum og nánast allur málflutningur þeirra á þessu stórkostlega ESB greindarstigi.  Það er djúpt á upplýsandi umræðu þessarra aðila, sem þeir boðuðu á sínum tíma.  Er nema von. 

Það er löngu ljóst að ekkert verður að draumi þessara aðila, og enn þykir sjálfsagt að moka milljörðum og halda hundruðum starfsmanna við bjölluatið kostulega.  Alþjóðlegt aðhlátursefni og Össur og Jóhanna í helstu hlutverkum trúðafarsans.  Svona á meðan fleiri og fleiri flýja land, atvinnuleysið eykst og biðraðir lengjast af þeim sem þurfa að þiggja matargjafir frá góðgerðarsamtökum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 18:49

8 Smámynd: Elle_

Skrýtið að heyra suma enn tala um að ljúka við ´samninginn´ og lýðræðislega niðurstöðu.  Það var aldrei neitt lýðræðislegt við þessa fáránlegu og ofbeldislegu umsókn.  Það verður heldur enginn ´samningur´.  Það verður ekkert samið um SKYLDU-SKILYRÐI yfirstjórnarbáknsins.  Össur verður að halda sig á mottunni gagnvart Jóni Bjarnasyni: Það er skylda Jóns að fylgja hans eigin sannfæringu en ekki Össurar sem er kominn langt út fyrir allt velsæmi.  Össuri ætti að víkja úr embætti. 

Elle_, 19.8.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband