Umsókn, aðlögun og pólitískur vilji

Evrópusambandið gerir ráð fyrir að umsóknarríki vilji inni í sambandið, að pólitísk umræða í umsóknarlandi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að meirihlutavilji sé fyrir inngöngu í sambandið. Hér á landi er engu slíku til að dreifa. Aðeins einn stjórnmálaflokkur af fjórum er með aðild á dagskrá, Samfylkingin, sem fékk 29 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum.

Umsókn var ákveðin með pólitískum hrossakaupum þar sem Vinstri grænir, sem gengu til kosninga með þá yfirlýstu stefnu að Íslandi væri betur borgið utan ESB, sviku kjósendur.

Um síðustu aldamót breytti Evrópusambandið inntökuskilyrðum sínum. Aðildarviðræður breyttust í aðlögunarferli. Breytingin gerir ríkar kröfur um að einbeittur pólitískur vilji sé fyrir hendi hjá umsóknarríki að ganga til liðs við Evrópusambandið.

Aðildarsinnum á Íslandi hefur mistekist að sannfæra þjóðina um að hag hennar sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess. Það er mergurinn málsins.


mbl.is Vita ekki hvar mál standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sá ómerkilegi kjaftagangur að umsóknin merkti aðeins það að "fá að kíkja í pakkann" ætlar að verða ríkisstjórninni dýr.

En stór hópur þjóðarinnar trúði þessu fyrir síðustu alþingiskosningar.

Össur er margbúinn að lýsa því yfir að Alþingi hafi falið honum að stýra aðildarviðræðum og koma heim með samning!

Fór það ekki framhjá neinum nema mér?

Greinilegt er að Vinstri grænir eru klofnir og líklega fer Jón Bjarnason út úr flokknum með stærstan hlutann með sér.

Árni Gunnarsson, 19.8.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband