Auðmenn taka embættismann í gíslíngu

Björn Ingi Hrafnsson stundaði auðmannaiðju sem borgarfulltrúi og framámaður í Framsóknarflokknum. Hann var leiðandi í upphafi gróðrabrallsins þegar átti að selja eignir Orkuveitunnar í hendur auðmanna. Eftir hrun tók Björn Ingi að sér almannatengslastörf fyrir auðmenn og stofnaði í því skyni pressuna og keypti síðar Eyjuna.

Björn Ingi og auðmenn hafa tekið embættismann í gíslingu í þágu allsherjarvarnar auðmanna. Embættismaðurinn er Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Gíslatakan felst í því að rifja upp að  árið 2001, fyrir tíu árum og áður en Landsbankinn var einkavæddur, hafi Gunnar setið í aflandsfélagi á vegum Landsbankans.

Út frá lögjöfnunarfræðum samverkamanns Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Baugsstjóra til margra ára, Sigurðar G. Guðjónssonar, heitir það að Gunnar Þ. sé samsekur auðmönnum vegna setu sinnar í aflandsfélaginu fyrir einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Þetta er stórfrétt, segir auðmannapressan og styðst við analísu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem auðvitað þekkir spillingu úr margra mílna fjarlægð.

Afsakið, en þetta er ekki stórfrétt. Hitt er frétt að auðmenn reyni gíslatöku í opinberri umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að gefnu tilefni. Í þeirri ágætu bók Lög á bók eftir Sigríði Logadóttir segir á blaðsíðu 25 „Meginforsemda fyrir lögjöfnun er að ef engin lög séu til um atvikið og annars konar réttarregla eigi ekki við um það,til dæmis réttarvenjur eða fordæmi" sé hægt að nota lögjöfnun(nota lög sem eru svipuð). Sem sagt að ekki er um það að ræða að nota lögjöfnun ef lög eru til um atvikið,réttarvenjur eða fordæmi.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 15:42

2 identicon

Ef það hentar Páli Vilhjálmssyni þá er það stórmál !

Þú ert ekkert að fæðast í dag ?

Þú vinnur með þessum bófum á hverjum degi og ert launaður af þeim !!!!!

,,Hitt er frétt að auðmenn reyni gíslatöku í opinberri umræðu. "

Páll Vilhjálmsson, þú skalt athuga hvað stendur á launaumslaginu næst !!

JR (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband